Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 6
/ Vaglaskógi um 1933. Fremst frá vinstri
Björg, þá er leiksystir hennar Sólveig
B. Jónsdóttir í Hamborg, Erna Sigurð-
ardóttir og aftan við hana (með stóran
kraga) móðir hennar Sigríður Krist-
jánsdóttir, er lengi rak Hattabúð Akur-
eyrar, og lengst til hægri Laufey Páls-
dóttir, móðir Sólveigar, kaupmaður í
Hamborg.
María E. Jónsdóttir.
Sigurjón Oddsson.
Við lát móðurinnar komu margar hjálpfúsar hendur á
loft. Arnkell Jónas fór í fóstur til móðurforeldranna, Áskell
til Jóns Guðmundssonar móðurbróður okkar. gestgjafa í
Valhöll á Þingvöllum og bónda á Brúsastöðum, og Sigríðar
Jónsdóttur konu hans, Þorkell litli fór til vinafólks, hjón-
anna Bergþóru Júlíusdóttur og Jóhannesar Jónssonar sem
lengi var gjaldkeri hjá Eimskip, og varð síðar kjörsonur
þeirra. Vinkona móður minnar kom og bauð að ég kæmi til
sín, höfðu þær eitt sinn kalsað sín á milli vinkonurnar að
svo skyldi vera ef á þyrfti að halda. Hugðist faðir okkar
halda heimili áfram með systurnar Ólafíu og Hrafnkötlu
með tilstyrk Ragnheiðar systur okkar, sem alltaf var í
heimilinu og okkur litlu systkinum sínum sem önnur móð-
ir. En heilsu hans hrakaði enn rúmu ári síðar og fór
Hrafnkatla þá í fóstur í Reykjavík til Sigríðar Finnboga-
dóttur, ekkju Jóns föðurbróður okkar og Matthildar dóttur
þeirra, en Ólafía nokkru síðar til Margrétar Jónsdóttur í
Skólabænum við Suðurgötu 26 og eiginmanns hennar Jóns
Ólafssonar lögfræðings. Vert er að hafa í huga að þessir
atburðir voru fyrir daga almannatrygginga og án þess að ég
vilji spá neinu um að öðruvísi hefði verið að farið, má ljóst
vera að í tryggingakerfinu felast miklar félagslegar úrbætur
og fleiri kosta er völ, til dæmis til að halda fjölskyldum
saman.
Fósturforeldrar mínir voru í einu orði sagt afbragðs fólk
og öll ætt þeirra tók mér sem nýjum sprota á eigin stofni.
Maria Elísabet Jónsdóttir hét fóstra mín, fríð kona og létt í
lund, mannvinur og ör til aðstoðar við þá sem minna máttu
sín, úrræðagóð svo af bar og því mjög leitað til hennar ekki
ósvipað því og nú gerist í félagsmálastofnunum. Fóstur-
faðir minn, Sigurjón Oddsson, hafði lært húsasmíði í
Reykjavík og síðar skipasmíði í Danmörku og var oft
verktaki við áveitur og hafnargerð. Hann var þéttur á velli
og þéttur í lund, vel greindur og gjörhugull. Sambúð þeirra
var farsæl. María og Sigurjón voru barnlaus en höfðu áður
tekið til sín dreng, sem misst hafði föður sinn. Guðjón Þór
Tómasson, sem þarna varð fósturbróðir minn, var tæplega
tveimur árum eldri en ég.
Sigurjón hafði unnið við dýpkun Akureyrarhafnar um
1927. Upp úr hugleiðingum um skipasmíða- eða viðgerð-
arstöð á Akureyri þróaðist svo hlutafélagið Slippurinn, sem
varð undanfari Slippstöðvarinnar. Sigurjón veitti Slippn-
um forstöðu, nefndist slippstjóri og oft vorum við Guðjón
einnig kennd við slippinn, því í maí 1930 fluttumst við öll til
Akureyrar. Frá Akureyri á ég góðar minningar og tel mig
hafa mótast þar talsvert. Þetta var sterkt menningarsamfé-
lag og miðað við íbúafjölda held ég að mannlífið hafi verið
sérlega fjölbreytt á Akureyri á þessum árum. Fósturfor-
eldrar mínir áttu margt ættmenna og vina svo segja mátti
að umferðamiðstöð væri þarna hjá okkur í miðbæ Akur-
eyrar hvert sumar, og sá dagur sem ekki færði einhverja
gesti með sér var einfaldlega farinn í vaskinn.
Sigurjón Oddsson fóstri minn ákvað svo að flytjast með
fjölskylduna suður á ný, þegar hann kenndi sjúkdóms sem
dró hann til dauða um haustið 1937. Við flutninginn komst
ég aftur í grennd við nánustu fjölskyldu mina, systkini og
föður, sem hafði þegar hér var komið misst sjónina. Hann
dvaldist síðustu æviárin á Elliheimilinu Grund og hafði þar
stofu fyrir sig. Þar var ég fastur gestur, við ræddum allt milli
himins og jarðar og ég las fyrir hann. Eftir á skildi ég að þær
bækur sem hann valdi til lestrar voru ekki síður ætlaðar
mér til uppbyggingar en honum til afþreyingar. Hann var
stálminnugur og að ég tel víðfróður, ef til vill hefur þarna
230 Heima er bezl