Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.07.1985, Qupperneq 11
kvenna í öllu daglegu lífi. Með þessa vitneskju í brjósti hefur hver einstök kona síðan getað sótt fram. Teikn eru á lofti í þá veru, að konur séu sameiginlega að hefja stórsókn til að bæta stöðu sína á vinnumarkaðinum og auka hlut sinn í þjóðartekjunum. Haustið 1983 hófu störf nær samtímis „Framkvæmdanefnd um launamál kvenna“ og „Samtök kvenna á vinnumarkaðinum", átti ég hlut að máli varðandi hið fyrrnefnda, en markmið beggja er að uppræta kynbundinn launamun. Hver könnunin af annarri hefur leitt í ljós, að vinnuframlag kvenna er í öfugu hlutfalli við afrakstur þeirra. Menntun kvenna virðist litlu skipta um tekjumöguleika þeirra. Reyndar virðist menntun almennt á íslandi ekki vera sú fjárfesting sem hún að öllu jöfnu er með öðrum þjóðum. Ég hef, í tengslum við gerð 70 ára afmælisrits Verka- kvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík, farið í heim- sóknir í fiskiðjuver og rætt við konur þar. Þessar dugmiklu og hressu konur, eldklárar og kunna á alla hluti í kringum sig, standa allan daginn fyrir skorin laun við vinnsluborðin að skapa verðmæti til öflunar erlends gjaldeyris. Það á víst ekki við að segja það hér, en ég fæ gæsahúð af tilhugsun- inni um þá útsölu sem hæfni og orka fólksins er komin á og spyr enn: Er ekki hægt að afla þjóðinni erlends kaupeyris með auðveldari hætti? Umsetjum við ef til vill mesta auð á íslandi, sjálfan mannauðinn, á lágum vöxtum? Átakapunkturinn varðandi bætta stöðu kvenna, nú 1985 við lok Kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna, er samstaða allra kvenna, hvar í flokki sem þær standa, um útilokun launamisréttis kynjanna. Lykilatriði í því efni eru bætt al- menn skilyrði, jafnt fyrir konur sem karla, til að uppfylla þá ábyrgð sem fylgir barnauppeldi, fjölskyldu og heimilis- haldi. Ég tel að karlmenn séu í æ ríkari mæli að vakna til vitundar um að einhver mesti munaður lífsins er að vera með börnum sínum. Vitundarvakning karla um nýtt hlut- verk sitt í nútímaþjóðfélagi, er ekki síður áríðandi en sú uppstokkun sem konur hafa gert á tilveru sinni. Fjölskyld- an er grunneining samfélagsins og farsælt fjölskyldulíf skiptir einstaklinginn mestu þegar til lengdar lætur. Kjör- staðan er, að konur og karlar beri sameiginlega innri og ytri ábyrgð á fjölskyldu og heimili, hins vegar er það einkamál hlutaðeigandi hvernig þeir skipta með sér verkum við að axla þá ábyrgð. Hafa verður í huga að ein lausn getur ekki gilt fyrir alla — sumum henta dagheimili, öðrum ekki. En eins og Róm var ekki byggð á einum degi, næst jafnrétti og jöfn staða karla og kvenna ekki með einu pennastriki. Ég get áréttað hér, að ég tel það taki minnst þrjár kynslóðir, sú fyrsta skynjar mismununina, önnur vinnur að breytingum og þriðja kynslóðin lifir jafna stöðu kynjanna sem sjálf- sagðan hlut. Ef til vill er það þessi ríka þörf fyrir frelsi til að velja sem orsakar það að ég fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum, og finnst ég reyndar vera sjálfstæðismaður í merg og bein. Á barnsaldri, norður á Akureyri, heyrði ég allmikla pólitíska umræðu og skynjaði fljótt hvar ég átti samstöðu. Ég gekk í Heimdall, félag ungra sjálfstæðismanna, sem unglingur í Reykjavík og tók oftast þátt í starfi kringum kosningar, en varð ekki virk í flokksstarfi fyrr en um og eftir 1970. Ég var í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, 1975-1982, þar af formaður 1978-1981, einnig hef ég verið í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík frá 1978, og nú er ég að byrja mitt þriðja kjörtímabil í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Fyrir mér er það jafneðlilegt og andrúmsloftið að taka afstöðu til manna og málefna og mér finnst skylt að leita leiða til að fylgja sannfæringu sinni eftir. INTERNATIONAL ALLIANCE OF WOMEN INTERNATIONAL COMMITTEEMEETING 5-8SEPTEMBER k TEHRj^fcN Kvenréttindafélag íslands á aðild að Alþjóðasambandi kvenréttindafélaga (IA W) og sat Björg ístjórn þess sambands 1976-1979, sótti þing þess í New York 1976 og stjórnarfundi 1977 í Dublin og Teheran 1978. Á myndinni má sjá nokkra glaða fundarmenn í Teheran, frá vinstrifulltrúi Shri’Lanka, Elsu Miu Einarsdóttur frá íslandi, Evu Kolstadfrá Noregi, Irene de Lipkovskifrá Frakklandi þáverandi forseta IAW, Karin Ahrland frá Svíþjóð og Björgu Einarsdóttur. Ef til vill voru þœr full-léttúðugar því fáum dögum síðar braust út bylting í Iran og keisaranum var steypt afstóli. Komustfundarmenn með naumindum úr landi aðfundi loknum. Heima er bezt 235

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.