Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 17
hverunum, ef kaupandinn eða hans erfingjar skyldu vilja eða þurfa að selja þá afíur, fyrir sama verð og aðrir bjóða. “ Afsal þetta er undirritað í Reykjavík. Strax sama ár, 19. júlí, selur Mr. Craig þessa eign sína Mr. Eliot Rogers í London fyrir fjögur þúsund krónur. Þar næst afhendir Mr. Eliot Rogers 19. desember 1925 bróð- ursyni sínum, Mr. Hugh Charles Innes Rogers, umrædda eign og getur þess í skjalinu að hún sé fjögur þúsund króna virði. Það var fyrir milligöngu Sigurðar Jónassonar að þessi maður afsalaði ríkisstjórn íslands Geysi gegn átta þúsund króna greiðslu, sem Sigurður Jónasson gaf samkvæmt sér- stöku bréfi. Afsalið hljóðar þannig: „Eg Sigurður Jónasson framkvœmdastjóri, Reykja- vík, geri kunnugt að ég fyrir hönd herra Hugh Charles Innes Rogers í Beechcroft, Nitton, Bristol, samkvœmt umboði dagsettu 15. ágúst þ.á. sel og afsala Ríkisstjórn íslands tilfullrar eignar, hverina Geysi, Strokk, Blesa og Litla-Geysi, sem öðru nafni nefnist Óþerrishola, allir liggjandi í Biskupstungnahreppi í Árnessýslu, ásamt landspildu þeirri, sem takmarkast þannig: að vestan af beinni línu frá Litla-Geysi, 50 faðma í norður, norður fyrir Blesa, að sunnan af beinni línu frá Litla-Geysi sunnanverðum og UOfaðma í austur, þaðan 50 faðma beint norður, en að norðan rœður bein lína þaðan og í landamerkin að vestanverðu, norðanvert við Blesa, allt eins og umbjóðanda mínum var afhent það með afsals- bréfi 19. desember 1925. Salan er þó bundin þessum skilyrðum: 1 fyrsta lagi, að bóndinn í Haukadal hafi rétt til að hafa á hendi um- sjónyfir hverunum fyrir hœfilega borgun, þegar eigand- inn sjálfur eða menn hans eru fjarverandi. í öðru lagi, að bóndinn i Haukadal sitji fyrir allri hestapössun. Með því, að Ríkisstjórn íslands hefir greitt mér fyrir hönd umbjóðanda míns hið umsamda kaupverð kr. 8.000,00 — átta þúsund krónur — að fullu, lýsi ég hana réttan eiganda að ofannefndum hverum og landsspildu. Þessu til staðfestu er undirritað nafn mitt í viðurvist tveggja tilkvaddra votta. Reykjavík 30. ágúst 1935 Sigurður Jónasson (sign.) Skv. umboði. Vitundarvottar: Jón Árnason (sign.) Valtýr Blöndal (sign.)“ Með skírskotun til skilyrða í afsalsbréfi fyrir hverunum fór Sigurður Greipsson bóndi í Haukadal fram á að honum yrði falin varsla Geysissvæðisins og var honum falin um- sjón þess með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 30. maí 1936. Hefur hann alla stund síðan verið umsjónar- maður svæðisins, nema hvað Þórir sonur hans hefur annast þetta hin allra síðustu ár. Hinn 8. febrúar 1953 var skipuð nefnd „til þess að gera tillögur um endurbætur við Geysi og stýra þeim fram- kvœmdumHefur hún starfað síðan og komið ýmsu til leiðar, þótt hlutverk hennar hafi oft verið erfiðara en ætla mætti. Nefndin lét girða Geysissvæðið (15,3 ha.) vandaðri girðingu, leggja veg og gera bifreiðastæði, einnig gangstíga um svæðið og afmarka og merkja staði sem geta verið hættulegir umferðar. Ingólfur Davíðsson grasafræðingur var fenginn til þess að athuga gróðurfar innan girðingar- innar og fylgjast með breytingum á því. Birki var gróðursett í Laugafelli innan girðingar og hringsjá komið fyrir ofan við Konungshver. Síðsumars 1963 var Strokkur endurlífg- aður með því að bora 40 metra niður úr botni hans og hefur hann gosið síðan, stundum um eða yfir 30 metra. Strokkur var mesti goshver í Haukadal, næst á eftir Geysi, en á seinni hluta 19. aldar dró úrgosum hans, uns nýtt líf færðist í hann í jarðskjálftunum miklu 1896, en upp úr 1915 hættu þau aftur. Geysir lá að mestu í dvala 1915-1935, en þá örfuðu þeir dr. Trausti Einarsson, Jón frá Laug og Guðmundur Gísla- son læknir gosmátt hans með því að höggva rauf í skálar- barminn og léttu þannig nokkru af vatnsþunganum af hvernum. Gaus hverinn eftir þetta við og við i tuttugu ár, en síðan urðu gos fátíð. Geysisnefnd samþykkti 22. október 1963 að láta bora í Geysi á sama hátt og Strokk, en þó skyldi áður leita leyfis ríkisstjórnarinnar. Það leyfi fékkst ekki og féll málið þá niður. En svo gerðist það um nótt í lok ágúst 1981 að eftirlitsmaðurinn á staðnum fór í heimildar- leysi og dýpkaði afrennslurás hversins með loftbor og tók hverinn þá að gjósa á ný. Hefur verið reynt að gera við skemmdirnar á hvernum svo að sem minnst beri á þeim. Geysir og Gullfoss þyrftu að vera innan þjóðgarðs eða þjóðgarða og ríkið að eignast nægilegt land á þessu svæði til þess að unnt sé að koma við æskilegum endurbótum við þessa tvo merku staði. Þótt ekki sé lengur hætta á að Geysir verði seldur útlendingum, þá hefur verið ótrúlega erfitt að koma sæmilegri skipan á mál í nágrenni Geysis og vita þeir það best sem verið hafa í Geysisnefnd. Er engin varanleg lausn á því önnur en að ríkið eignist allt land við Geysi og vatnsréttindi, en nú er þetta í eigu ýmissa, þótt leyfi fengist á sínum tíma til þess að girða svæðið. Þessar línur eru ritaðar til þess að minna á höfðingsskap Sigurðar Jónassonar, forstjóra, sem gaf ríkinu bæði Bessa- staði og Geysi. Færi vel á því að mynd af honum yrði komið fyrir á hverasvæðinu við Geysi, á líkan hátt og komið hefur verið fyrir mynd af Sigríði í Brattholti við Gullfoss. 17. maí 1985, Birgir Thorlacius. Heima er bezt 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.