Heima er bezt - 01.07.1985, Page 19
2
Ein af systrum Bjarna og Einars frá Reynistað var Sigríð-
ur, sem átti Magnús prest Magnússon í Glaumbæ. Meðal
barna þeirra voru Einar bóndi í Krossanesi í Hólmi, faðir
Indriða leikritaskálds, og Nikulás, sem bjó síðast á Hall-
dórsstöðum á Langholti. Hann dó 1862, hálffimmtugur, þá
hreppstjóri sveitar sinnar. Indriði getur Nikulásar í Séð og
lifað, segir að þeir bræður hans, faðir sinn og Halldór bóndi
í Geldingaholti, hafi talað „með mikilli virðingu um hann
fyrir gáfur hans og drengskap og hve mikill bókamaður
hann væri“. Indriði lætur svo ummælt, að hann hafi sjálfur
hvergi komið þar í sveit sem meira var af bókum en á
Halldórsstöðum. „Þær fylltu algjörlega tvo eða þrjá stóra
skápa.“
Nikulás Magnússon ritaði dagbók sem nú er varðveitt í
Landsbókasafni Islands (Lbs. 1827, 8vo). Hún hefst í árs-
byrjun 1835 og nær fram i aprílmánuð 1847. Síðustu árin
færir hann ekki í bókina daglega, heldur yfirlitsgreinar um
hvern mánuð. í nóvember 1846 segist honum m.a. þannig
frá:
4ða þ.ml var haldin erfisdrykkja eftir Staðarbrœður á
Reynistað af umboðsmanni Einari og Ragnheiði konu
hans með mikilli rausn. Þessir brœður voru Bjarni og
Einar, synir Halldórs Vídalíns klausturhaldara á
Reynistað. Voru nú liðin 60 ár2 síðan þeir urðu úti á
Kjalvegi, en fundust ekki bein þeirra fyrr en í sumar
sem leið. Fann þau Jóhannes gamli á Sveinsstöðum3
skammt frá alfaravegi, nefnilega Kjalvegi, en þó miklu
nœr en þeir urðu úti í Kjalhrauni, undir steinahrúgu
einni;4 flutti síðan að Reynistað og var J. Skaptasen
látinn skoða þau og sagði að höfuðbein 2ja manna sem
þar voru í vœru önnur úr 14 en hin úr 12 vetra gömlum
manni, sem stóð heima við aldur þeirra brœðra þegar
þeir urðu úti. Söng Halldór prófastur Jónsson í
Glaumbœ yfir beinunum og voru jörðuð vestur undan
syðri dyrastaf kirkjunnar. Vorum við þar við náungar
þeirra sál. bræðra sem nœstir voru, Halldór, Stefán,
Einar á Húsabakka5 og ég, einnig Jón hreppstjóri í
Eyhildarholti og Anna kona hansf en ekki voru þar
aðrar konur viðstaddar. Orti Gísli Konráðsson erfiljóð
eftir þá.
Um aldursgreiningu beina þeirra sem fundust nálægt
Kjalvegi tala þeir báðir, Einar Bjarnason í Sögu frá Skag-
firðingum og Gísli Konráðsson í þætti Grafar-Jóns og
Staðarmanna. Einar ritar að Jósep Skaftason kæmi sum-
arið 1846 að Reynistað og væri beðinn að skoða beinin;
„gjörði hann það og ákvað, úr hvað gömlum mönnum bein
þessi væri, og bar það rétt saman við aldur þeirra bræðra“.
Einar tekur hér ekki fram, hve gamlir þeir hafi átt að vera
1780, hefur e.t.v. heyrt það eitt sagt eftir skoðunina að allt
gengi þetta mál upp og talið sjálfsagt, að þá væri átt við að
Bjarni hefði verið „um tvitugt“ og Einar ellefu vetra, eins
og Espólín skráði framar í Sögu frá Skagfirðingum og
einnig í Árbókum sínum.
Gísli Konráðsson segir í áðurnefndum söguþætti, að
Reynistaðarhjón hafi sent vestur að Hnausum eftir Jósep
Skaftasyni, þegar beinin voru komin í þeirra vörzlu; taldi
læknir þau „af manni um tvítugsaldur og unglingi. Þóttust
menn þá víst vita, að vera mundu bein Staðarbræðra“.
Ekki er ljóst hvaðan Espólín hafði það að Bjarni Reyni-
staðarbróðir væri „um tvítugt“ þegar hann varð úti,
kannski úr annál föður síns, Espihólsannál. í þinghöldum
líkamálsins eru aldursár bræðranna hvergi nefnd (nema
verið hafi í dómsskjölum, nú glötuðum, að því er séð verð-
ur). Hann segir reyndar í Árbókunum að Bjarni væri elztur
af börnum Halldórs Vídalíns og Ragnheiðar Einarsdóttur.
Þau giftust í desember 1759 og mætti af þeim sökum
standast að hann hafi verið „um tvítugt“ árið 1780. Ekki er
heldur óyggjandi, hvaða rök Gísli hefur fyrir aldri Bjarna í
þætti sínum, nema séu frá Espólín komin.
Eitt atriði öðru fremur gerir það tortryggilegt að Bjarni
Halldórsson væri „um tvítugt“ árið 1780: Espólín og Gísli
segja að hann væri þá við skólanám, Espólin kallar hann
„skólasvein“ í Árbókunum og Sögu frá Skagfirðingum, og
Gísli nefnir að hann væri „kominn í skóla á Hólum“ og
hefði legið við borð að hann settist í Skálholtsskóla vetur-
inn 1780-81, ef svo færi að þeir Staðarmenn tækju sér vist
syðra til vors, í þvi skyni að missa ekki vetur úr námi sínu.
Þess ætti að sjá stað, hafi Bjarni innritazt í Hólaskóla. Til
er skrá yfir pilta sem teknir voru í skólann 1755-1801, samin
af Halldóri Hjálmarssyni konrektor (prentuð í ,Skóla-
meistarasögum4 séra Jóns Halldórssonar). Þar er hvergi að
finna nafn Bjarna Halldórssonar frá Reynistað. Mun hann
því aldrei hafa setzt í Hólaskóla. Yngstir voru piltar 13-14
ára, þegar þeir innrituðust í skólann á þessum árum, en
flestir þó eldri en það. Hafi nú Bjarni verið um 14 ára 1780,
þá er eðlilegt að hann væri ekki kominn í skóla. Sögnin um
skólaveru hans gæti á hinn bóginn stafað af því, að hann
hafi verið byrjaður að búa sig undir hana með námi, það
svo skolazt til í munnmælum og orðið að skólavist á Hól-
um. Annars er alleinkennilegt að Espólín og Gísli skuli
halda þessu atriði fram, eigi með réttu að því er virðist, svo
auðvelt sem átti að vera fyrir þá að hafa um það sannar
spurnir. Gísli var fæddur 1787 og heimamaður í Skagafirði
óslitið til 1850, að hann flyzt vestur í Barðastrandarsýslu.
Hann var og í tengdum við Reynistaðarfólk. Halldór
Vídalín dó 1801. Ragnheiður ekkja hans átti áfram heima á
Reynistað til dauðadags, 1814, og lifði því ellefu ár samtíða
Espólín í Skagafirði, þar eð hann fluttist í héraðið 1803.
Eina þokkalega skýring þessarar sagnar má vera sú, að þeir
sem gerst vissu hafi ekki verið spurðir.
Nikulás Magnússon kann að vera einn til frásagnar um
að móðurbróðir hans, Bjarni Halldórsson, væri 14 ára þegar
hann týndi lífi. Aftur ber honum nokkurn veginn saman
við aðra um aldur Einars (var sagður 11 ára). Það verður að
vísu ekki sannað að Nikulás fari með rétt mál,7 þótt
dagbókarfærsla hans veki traust að því leyti, að þar en
hvergi annars staðar sést nú, á hvaða forsendum Jósep
læknir Skaftason kvað upp úrskurð sinn, þ.e. með athugun
höfuðbeina*
Heimaerbezt 243