Heima er bezt - 01.07.1985, Page 23
dár að honum, hann var aukinheldur
ágætur blóraböggull. Séra Páll Jóns-
son skáldi orti um hann, þar gætir
bæði illkvittni og ósanninda, Bý-
fógetavísur nefndist bragurinn og var
mörgum kunnur áður fyrr og óspart í
hann vitnað. Það sannaðist á Árna, að
„sekur er sá einn, sem tapar“.
Þegar aldur tók að færast yfir Árna
Jónsson, fluttist hann til Óla Sand-
holts tengdasonar síns, sem var verzl-
unarstjóri í Keflavík og þar lézt hann
1827, trúlega saddur lífdaga. Ungur
hugðist hann berjast til fjár og frama,
en lítið spannst úr. Árni átti tvö börn
við konu sinni: séra Halldór á Prest-
hólum, sem ætt er ekki frá, og Guð-
rúnu konu Óla Sandholts. Metnaðar-
draumar Árna Reynistaðarmágs
rættust með afkomendum hans:
Dóttursonur hans, Árni Sandholt,
varð með auðugustu mönnum þessa
lands, og dótturdóttir, Ása, varð kona
Hans A. Clausens kaupmanns og
etatsráðs. Það átti jafnvel fyrir af-
komendum Árna Bessastaðabryta að
liggja að tengjast tignarmanna- og
aðalsættum: Guðrún dóttir Árna
Sandholts átti Preben Scheel greifa,
Ólína dóttir hans son Bardenfleths
stiftamtmanns.
Ekki veit sá, sem þetta ritar, um
höfund að eftirfarandi „sálmi“ um
matarvistina á Bessastöðum i upphafi
fyrri aldar, en geta má þess til, að séra
Páll hafi ort. Kvæðið birtist hér orð-
rétt, en ekki stafrétt.
Sálmur
um fœðu skólapilta á Bessastöðum
Lag: Dauðans þungu kramin kvöl
Hrár vatnsgrautur görpum hér
gefinn er á stöðum Bessa,
maðkað bæði og myglað smér
menn hafa fengið allt til þessa.
Téðra rétta njóta náum,
nær því aldrei súpu fáum.
Súrmjólk, er í rekka rann
rækalls hyskið bera náir,
fúlu blandast kámi kann;
kvillinn megn því seggi þjáir.
Téðra rétta njóta náum,
nær því aldrei súpu fáum.
Harðri þó af hungursnauð
horaður þjakist bragna fjöldi,
hrátt á stofuborðið brauð
borið er klukkan 9 um kvöldið.*
Téðra rétta njóta náum,
nær því aldrei súpu fáum.
Saltfisk stundum snæðum vér,
sem er fúll og morkinn bæði
mjöls sem sósa yfir er
útdreifð. Stór ég met það gæði.
Téðra rétta njóta náum.
Nær því aldrei súpu fáum.
Einn er réttur inn í hús
ennþá borinn stað á Bessa,
lýðir nefna lungamús,
ljóta satans ræpu þessa.
Téðra rétta njóta náum,
nær því aldrei súpu fáum.
Sjötti réttur ennþá er
á sem höldar bergja tíðum,
sýrublandað sull það tér
svinnum ekki geðjast lýðum.
Téðra rétta njóta náum,
nær því aldrei súpu fáum.
* Svo í handriti. en e.t.v.
réttara: „að kvöldi“.
Harðan fiskinn hölda sveit
húsmóðirin skenkir tíðum,
sáralítið sólbaugs teit
smjörið lýsis tærir lýðum.
Téðra rétta njóta náum,
nær því aldrei súpu fáum.
Kvillinn þegar skæður sker
skatna val í þessum ranni,
gríður segir: uppgerð er,
inn það prentar hverjum manni.
Þá vér blávatns njóta náum,
nær því aldrei súpu fáum.
Einn ég réttinn ennþá finn
að nær vorið tekur skeiða:
borin er stofu á borðið inn,
blaut grásleppuhveljan leiða.
Téðra rétta njóta náum,
nær því aldrei súpu fáum.
Lítill grautur görpum hér
gefst, svo þeirra hugur sjatni,
sá af gjörður soði er
söltu, stundum drýgður vatni.
Téðra rétta njóta náum,
nær því aldrei súpu fáum.
Súpu þegar seggir fá
smakka loks af angri mæddir
nauts með kúlum kappar þá
kynjastórum verða hræddir.
Ei ég tala orðs í kviðum:
inn skýzt mergð af hryggjarliðum.
Sjáið, bræður, seggjum hér
sízt kann nokkur tíð að veita.
Engan patrón eigum vér,
ekki tjáir neins að leita.
Fyrir þetta, firðar blíðir,
falla mega úr hor um síðir.
Vildi ég bili og vella slóð
væru drifin héðan burtu.
Þau hafa tiðum magnað móð
mér og öðrum, rúin kurtu.
Mál er komið ljóðum linni.
Lengur kveð ég ekki að sinni.
Heimaerbezl 247