Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 24
Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni ÚR RÍMUM AF Sigurði Jónssyni frá Brún ANNAR HLUTI Ferðalög Sigga IV Það er stapp í stóðrekstrum, stjórnlaust kapp í folunum, riðla í hnapp í réttunum, rétta lappir hver öðrum. Mera fjandans fálurnar, flestar bandi óvanar, einatt standa ókyrrar, öllum granda friði þar. Hundar geyja í gripina, gleyma að þegja hreinlega, firðar teygja fákana, flotann sveigja á götuna. Þar er tusk við tamningar, tramp og þrusk við járningar, merking, kvusk og klippingar, kuldabusk við sundreiðar. Þær eru að kvía á klárana, konur flýja réttina, drengir tygja truntuna, taka á ný upp struntuna. Verri er þröng á þjóðvegum, þvagan löng í rekstrinum, leiðin ströng í langferðum lúnu og svöngu hrossunum. Þar er skark og sköll og hlaup, skammabarki í hrekkjalaup, þar er hark um hestakaup, hávært þjark og nokkurt raup. Opnast réttin upp á gátt, út ryðst þéttur hópur brátt, trippin léttvíg taka þrátt trylltan sprettinn heim í átt. Bensínfýla á brautunum, baul og ýl í flautunum, þegar bílar þjóta um og það með skríl í sætunum. Ýms eru fög til fagnaðar, fínar bögur gagnorðar, kvæði fögur kempurnar kunna og sögur margs konar. Strax með ergi stóðruslið stekkur í kergju á vegleysið, þá er mergjaó málskrúðið, með áfergju talast við. Fátt ég meira kveð í kvöld, kveðling heyri vélaöld, rím ef deyr með dreyrðan skjöld dumbað eyra færi gjöld. Það eru knáir knapar þar, kunna að ná í þikkjurnar, löngum sáust sviptingar, svo að lá við meiðingar. Rofnar friður fjallanna, færist lið í aukana, það er riðið rösklega rétt á hlið við hópana. Götur flatar grjótharðar glennast hvatir borgarar, þar hafa glatast góðhestar, görpum fatast skrautreiðar. Einn er jarpur ótaminn, ólmi skarpi djöfullinn, lengi er snarpur leikurinn, loksins karpast verslunin. Orðum skýrum ausandi og með dýrum kveðandi rofa mýri á rokspretti ríða fýrar bölvandi. Heiða slakkar heilnæmir hestum smakkist gómsætir vatnabakkar velgrónir veri blakka leikvellir. Hér lýkur sérstökum rímum Höskuldar Einarssonar frá Vatnshorni um ferðalög Sigurðar Jóns- sonar frá Brún. Það var Sigríður á Kagaðarhóli, A-Hún, dóttir höfundar, sem léði okkur vísurnar til birtingar. í næstu blöðum birtum við meiri kveðskap eftir Höskuld úr safni hennar, og er hann allur kennd- ur við Sigurð frá Brún, þótt ort sé um margt fleira en þann fræga mann. 248 Heimci er bezl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.