Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 26
LANDKYNNING HEIMA ER BEZT
3
FLJÓTSDALUR
Nokkru innan við Hall-
ormsstaðaskóg á Fijóts-
dalshéraði við Fijótsbotn
skilur Gilsá miiii Suður- og
Norður-Múlasýslu. Þar fyrir
innan tekur við sveitin
Fljótsdalur. Norðan Fljóts-
ins á móts við norðurmörk
Hallormsstaðarskógar
deilir Hrafnsgerðisá Fell-
um og Fljótsdal.
Rétt er að geta þess að
á Héraði eru norður og
austur gagnstæðar áttir og
þess vegna eru aðeins
norður- og austurbakki á
Fljótinu, en enginn suður-
og vesturbakki.
Fljótsdalur hefur grafist í þykkan
stafla af berglögum. Þau elstu eru yst í
sveitinni um 8 milljón ára gömul. Öllum
berglögum I dalnum hallar niður til vest-
urs inn undir heiðarnar. Þar sem Norður-
dalur liggur til suð-vesturs má fylgja berg-
lögunum, og sjá þau lækka I hlíðunum
inn eftir dalnum og hverfa loks I dalbotn-
inn. Einnig má sjá, að sama berglag
stendur mun hærra I Múla Suðurdals-
megin. Þar eru klettastallarnir láréttir (sjá
mynd), vegna þess að hlíðin stefnir horn-
rétt á halla jarðlaganna. Það kallast á
máli jarðfræðinga strik jarðlaganna.
Berglagastaflinn geymir margvís-
legan fróðleik um löngu liðinn tíma.
Þar er að finna steingervinga sem bera
lífríki fyrri alda vitni. Jafnframt gefa þeir til
kynna loftslag. Einnig má lesa úr jarð-
lögunum nokkuð um landslag áður en
ísöldgekkígarð.
Berglögin eru að mestum hluta basalt-
hraunlög sem ollið hafa upp úr sprungum
á borð við Lúdentsborgir (sjá grein um
Mývatnssveit í apríl hefti H.e.b. 1985),
eða dyngjum líkum Skjaldbreið. Glöggt
má sjá, að mörg þessara hrauna hafa
runnið um skógivaxið land, því að í bas-
altlögunum eru víða holur eftir trjástofna,
suma allmyndarlega. Einkum eru þau
skýr ofan við Jónsfoss í Bessastaðaá,
rétt utan myndar til hægri.
í sumum holunum er að finna mót eftir
kolaða trjástofna, jafnvel svo að lesa má
árhringina I viðnum og annarsstaðar eru
för eftir börk trjánna. Þessháttar leifar
skóga er að finna mjög víða á Austur-
landi, Norðurlandi og Vestfjörðum og
munu vera einhverjar algengustu minjar
um líf áfyrri jarðsögutímabilum íslands.
Á milli basaltlaganna eru víða þykk
lög af sandi, leir og möl. Þau hafa
harðnað og orðið að setbergi. Með nokk-
urri vissu má segja, að þau hafi myndast
í lægðum, sennilega grunnum stöðu-
vötnum. Sumstaðar má sjá Ijós bönd í
setlögunum, sem eru ösku og vikurlög frá
einhverri megineldstöð, ámóta og Snæ-
fell sem blasir við sjónum þegar litið er
innFljótsdal.
Megineldstöðvar hafa verið virkar á
öllum tímum, síðast nú fyrir 100 árum,
sem sjá má hvar sem stungið er reku í
grassvörðinn í Fljótsdal að þá kemur upp
í skóflufarinu Ijós vikur frá Öskju á páska-
dag 1875. Sé grafið ögn dýpra kemur í
Ijós annað Ijóst band í jarðveginum. Það
er eftir hið mikla gos i Öræfajökli 1362
sem lagði Litla Hérað (Öræfi) í eyði.
£ '<-glögin hafa ekkl fengið að liggja
kyrr. Það sést greinilega á halla jarðlag-
anna, en þau hafa að líkindum verið nær
lárétt í upphafi. Einnig hafa myndast
sprungur í jarðskorpuna og sumar hafa
misgengið svo tugum metra skiptir. Upp
um og út eftir sumum sprungnanna hefur
brotist bergkvika sem stundum hefur náð
til yfirborðs og þá orðið eldgos. Hraunið
hefur storknað í sprungunni og myndað
berggang.
Slíkir berggangar setja víða mikinn
svip á austfirskt landslag og er T röllkonu-
stígur í ValþjófsstaÖarfjalli ef til vill kunn-
astur þeirra. Hann skásker fjallshlíðina
(sjá mynd) upp frá Végarði, félagsheimili
þeirra Fljótsdæla. i endanum á Múla
stingur hann upp kollinum Suðurdals-
megin, og gengur síðan upp í Víðivalla-
hálsinn hjá Víðivallagerði.
Siðan berglagastaflinn myndaðist
hefur að sjálfsögðu mlkið gengið á.
Búið er að grafa þennan feikna dal ofan
í hart bergið. Þar hefur ísaldarjökullinn
eflaust átt drýgstan hlut að máli. Ef hann
leggst yfir mishæðalítið land þá leitar
hann ofan í veikleika í berginu, sem jafn-
an eru sprungur, og grefur þær út. Þegar
lægð eða dalur hefur myndast fer hann
að safna í sig jöklinum. Þar verður jökull-
inn þykkastur og rennur hraðast og
grefur því enn meir en ella.
Jökull leitast því við að auka hæðar-
mun í landslagi við slíkar aðstæður frekar
en að minnka hann. Og jökull hefur verið
lengi að þessari iðju sinni á Austurlandi.
Elstu menjar um hann er að finna í jökul-
bergi í Múla, inni á milli basaltlaga, sem
eru meira en 5 milljón ára gömul. Ekki
veit ég um eldri menjar jökuls hér á landi.
Jökulsá i Fljótsdal kemur undan
Eyjabakkajökli (fjærst á myndinni til
vinstri) í austanverðum Vatnajökli og
rennur um Þóriseyjar (Eyjabakka), niður
Norðurdal og mynnir út í Lagarfljót á móts
við Gilsá, sem er á sýslumörkum Norður-
og Suður-Múlasýslu eins og áður segir.
Hún er ekki meðal hinna mestu af jökul-
ám okkar, en engu að síður stórmerk fyr-
ir margra hluta sakir. Hún ber með sér
mikinn aur eins og aðrar jökulár og
dembir honum út í Fljótið, sem styttist við
það oggrynnkar.
Langt mun þó líða áður en Lagarfljót er
allt fullt af jökulauri þvi það er víða yfir
100 m djúpt og tugir km á lengd. Nú er
fljótsbotninn á móts við Gilsáreyrar, en í
Hrafnkelssögu segir, að vatnsbotninn
hafi verið innan við Hrafnkelsstaði, þrem
til fjórum km innar, svo nokkru hefur Jök-
ulsá áorkað á 1000 árum.
í Jökulsá koma að sjálfsögðu vor-
vextir eins og aðrar ár. Mikil er hún að
jafnaði um mitt sumar, þegar mest
leysing er á jöklinum. Á tímabilum koma
árviss hlaup í Jökulsá úr Háöldulóni, sem
er í krikanum vestan við Eyjabakkajökul.
Hlaupin verða oftast á sumrin og þá
gjarnan fyrri hluta sumars. Ekki verður
önnur skipti meira í ánni en við þessi
hlaup. Á hinn bóginn er ekki mikið í ánni
síðla vetrar og á hörðu vori. Þá er hún
niðri ísteinum hiðefra.
Sveinn Pálsson náttúrufræðingur,
sem var á ferð í Fljótsdal 1794, hafði
spurnir af því, að Jökulsá í Fljótsdal hefði
áður fyrr varla verið meira en lækur. Á
þessu verður helst fyrir sú skýring, að
jökullinn hafi breyst mikið á öldunum þar
250 Heima er bezt