Heima er bezt - 01.07.1985, Qupperneq 31
ÓSKAR SIGTRYGGSSON, Reykjarhóli, S.-Þing.
Hundamir okkar
Frásagnir af þrem skynsömum skepiium
Óskar birtir þessar frá-
sagnir til að rökstyðja
hve fráleitt það er að
tala um „skynlausar
skepnur“.
Hundarnir fólksins á
Reykjarhóli sýndu af-
burða hœfileika, gœtni
og samviskusemi.
Gramur
Enda þótt við teljumst hafa verið við
búskap hálfan fjórða tug ára, höfum
við á þeim tíma einungis átt þrjá
hunda. Þess skal þó getið að nokkur
síðustu árin höfum við verið án
hunds.
Á fyrsta búskaparári var okkur
gefinn hvolpur. Þegar hann kom til
okkar var hann ungur og ákaflega
óburðugur og þurfinn fyrir umhyggju.
Fyrstu næturnar eftir að hann var
tekinn frá móðurinni, vældi hann svo
sárt, að vol hans gekk okkur að hjarta,
líkt og ungbarn gréti. Ef gælt var við
hann og honum strokið, róaðist hann
og sofnaði að nýju.
Ég held að hann Gramur, — en það
nafn hlaut hann, — hafi ekki þótt
glæsilegur, svo tæpast hefur hann þótt
standa undir stóru nafni með tilliti til
útlitsins. Hann var svargrár að lit. með
hvítan blett á bringu. Aldrei varð
hann stór, en kafloðinn og það svo, að
aðeins grillti í augun, sem annars voru
það fegursta, sem honum var gefið,
brún og gáfuleg og í hvert sinn sem vel
var að honum vikist, var eins og þau
ljómuðu af brosi. Enda voru hans
höfuðeinkenni, góðleiki og mildi
fremur en atorka. Ekki þótti mér
hvolpurinn líklegur til að verða nyt-
samur fjárhundur, og mun ég ekki
hafa legið á því áliti mínu.
Þá var það að konu mína dreymdi
einhverju sinni, að til hennar kæmi
maður og barst hvolpurinn Gramur í
tal við hann. Hann taldi hvolpinum
flest til ágætis, en kona mín sagði mig
telja hann vonlausan sem fjárhund.
Þá sagði draummaðurinn: „Það er
einungis af því að þið kunnið ekkert
með hann að fara.“ Ég er ekki frá því
að ég hafi tekið þessa vitrun alvarlega,
enda var mér kunnugt um það að
draumar konu minnar voru engan
veginn marklausir.
Þegar Gramur kom til okkar
hvolpurinn var elsta dóttir okkar
tveggja ára. Frá því fyrsta var mikið
vinfengi með þeim. Enda mátti segja
að telpan gengi hvolpinum í móður-
stað, þó ung væri. Fylgispekt hvolps-
ins við telpuna kom strax í ljós, þegar
hún fór að vera á ferli úti við. Hún var
frá því fyrsta, dálítið hnýsið náttúru-
barn og átti því margar ferðir um ná-
grennið. Hugsanlega var það blóm,
sem yxi þar, en ekki hér, sem þyrfti að
skoða. Eins gat það verið fugl og þá
gat nú tognað úr gönguferðinni, því
fuglarnir eru alls ekki svo staðbundn-
ir, Á öllum þessum ferðum fylgdi
Gramur telpunni. Ef telpan fór í hvarf
frá bæ, hagaði hann því gjarnan svo til
að setjast á þann hávaða, sem næstur
var verustað hennar og sást frá bæ.
Það var eins og hann væri sér full-
komlega meðvitandi um það, að
hlutverk sitt væri að gefa vitneskju um
dvalarstað þeirra hverju sinni. Gætn-
ari og samviskusamari barnfóstru var
erfitt að hugsa sér.
Þegar telpan komst á skólaaldur,
var farskóli hér í sveit og var kennt
þrjá mánuði á hverjum vetri. Stund-
um var skólinn á svo nálægum bæjum
að hún gekk ein að heiman í skólann.
Og þó fór hún aldrei ein. Það brást
aldrei að Gramur fylgdi henni. Þegar
hún var komin á skólastaðinn rölti
hann heim, en kominn var hann aftur
á skólastaðinn þegar kennslu var lok-
ið og fylgdist með telpunni heim. Ekki
veit ég hvort öðrum hefur auðnast að
greiða betur sín fósturlaun en honum.
Við fjárgæslu var Gramur þægileg-
ur, en enginn garpur. Til þess var
ljúflyndi hans of mikið. Við rekstur
sauðfjár var hann mjög liðtækur og
hafði áberandi tilfinningu fyrir því
hvernig reka skyldi hópinn. En yndi
frek sauðkind sér að honum og
stappaði fótum í jörð, ég tala nú ekki
um ef hún renndi sér að honum, brast
hann hörku og grimmd til að standa
gegn henni.
Gramur var kominn til ára sinna og
farinn að láta á sjá, þegar við töldum
Ioks ekki umflúið að fá okkur hvolp er
tæki við af honum. Þó kviðu því allir
að sjá honum á bak, svo hlýjar
kenndir vakti hann öllum þeim sem
umgengust hann.
Þegar hvolpurinn kom á heimilið
var sem brosglampinn hyrfi úr augum
Grams og hann lyti þaðan í frá ekki
glaðan dag. Hvolpurinn var státinn og
ærslafenginn og ærsl hans bitnuðu
ótæplega á gamla hundinum, svo
hans úrræði varð að draga sig í hlé og
láta sem minnst á sér bera. Enda leið
nú óumflýjanlega að endadægri
Grams. En hans mun lengi minnst.
Heima er bezl 255