Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Síða 32

Heima er bezt - 01.07.1985, Síða 32
Sambó gœtir Fanneyjar. Ekki er sofið á verðinum. Hann var mestur þeirra fjárhunda sem við höfum átt, en lét lífið "egna þeirrar sterku áráttu að elta bíla. Sambó Hvolpur sá sem tók sæti Grams hlaut nafnið Sambó. Ef til vill hefur „litli svarti Sambó“ verið hafður í huga við nafngiftina, en auknefnið „litli“ gat engan veginn fest við hann, því hann blés út og varð fljótt meðal stærri hunda. Stórum var hann fallegri að sjá en Gramur, hrafnsvartur með hvíta bringu og hvíta bletti fremst á löppum, snögghærður og jafnan gljá- andi á belginn. Þegar farið var að reyna hann við fé kom í ljós að hann tók vel tilsögn og skorti ekki áræði, enda stór og þróttmikill. Samt sem áður var hann laus við grimmd, þó hann léti hlýða sér. Ég held að Ml- yrða megi að hann hafi verið mestur fjárhundur þeirra hunda, sem við höfum átt. Það sem honum svipaði mest til fyrirrennara síns í var það, að hann batt mikla tryggð við börn þau, sem hann ólst upp með og varð þeim mikill og fylgispakur leikfélagi. En hann hafði löst, sem kostaði hann lífið miklu fyrr en skyldi. Hann sótti á að elta bíla og að lokum lenti hann undir bíl og beið bana. Hann var mikið tregaður, þó ekki tækist að gráta hann úr Helju. Díli Þegar Sambó var allur, þótti þörf á að eignast hund í hans stað. Síðla vetrar bauðst mér hvolpur hjá Óskari Stefánssyni í Breiðuvík. Óskar var á sinni tíð þekktur dýravinur og var öðrum skyggnari á hug og háttu þeirra dýra, sem hann hafði undir höndum. Fjölmargt skrifaði hann um dýrin sín og fleiri dýr, sem orðið höfðu á vegi hans. Mikið orð fór af vitsmunum móður hvolpsins, en eitthvað var á huldu um það hvernig henni hefði tekist maka- valið. Hvolpinn sótti ég út í Breiðuvík og tók með í ferðinni bróður hans, sem fór á annan bæ í sveitinni. Hvolpurinn var dálítið stálpaður þeg- ar við fengum hann og var hann hinn státnasti frá hinu fyrsta í nýju heim- kynnunum. Hann óx ört og var strax ljóst að hann mundi verða all stór- vaxinn. Hér eignuðumst við enn hund, sem um fátt líktist fyrirrennurum sínum. Þó var hann að líkamsbyggingu ekki óáþekkur Sambó og bar sig líkt og hann. En liturinn var allur annar. í aðalatriðum var hann hvítur á belg- inn, en alsettur óreglulegum, gráum dílum. Hvít rönd var framan á höfði hans frá enni og niður að trýni, en hvítur hringur umhverfis það. Hlaut hvolpurinn nafn af lit sínum og var kallaður Díli. Það átti hann sameig- inlegt með hinum hundunum, sem við höfðum átt, að hann hændist brátt að börnunum, einkum þeim yngstu og varð þeim bæði leikfélagi og hjálpar- hella. Hann var svo ungur, meðan fé var heimavið um vorið, að hann komst þá lítið í kynni við það. En hann vildi fljótlega vera hjálplegur við kúarekst- urinn og það var furða hvað kýrnar báru mikla virðingu fyrir þessum hnoðra. Ef til vill hefur þetta uppeldi valdið því, að Díli varð aldrei veru- lega mikill fjárhundur, en kunni vel til kúasmölunar. Einhvern veginn atvikaðist það svo, að Díli lenti meir í æfintýrum en aðrir hundar, sem við höfðum átt. Þó var ekki því um að kenna, að hann væri meiri glaumgosi en vænta mátti hundi með óskert eðli, heldur voru æfintýri hans af öðrum toga. Einhverju sinni að vetrarlagi elti hann son okkar, sem fór á skíðum niður í Aðaldal. Þessa ferð fór hann í óleyfi, þar sem hann hafði verið lok- aður inni, en rann í slóðina, þegar hann slapp út. Þegar niður í Aðaldal kom hélt sonur okkar ferðinni áfram í bíl, en treysti því að Díli færi heim, þegar hann yrði viðskila við hann, enda var hann þá fullharðnaður. En dagarnir liðu og Díli kom ekki heim og mikil eftirgrennslan í nálægum sveitum bar engan árangur. Það mun hafa liðið nær því hálfur mánuður svo að ekkert spurðist til Díla, þrátt fyrir stöðuga eftirgrennsl- an og vorum við orðin úrkula vonar um það, að hann ætti afturkvæmt. Bárust þá fréttir af því, að hundur með einkennum hans hefði sést í Mý- vatnssveit og það síðasta, sem vitað var um hann var það, að hann hefði elt pilt frá Hofsstöðum í Mývatns- sveit. Var nú brugðið við og haft samband við Hofsstaði og fékkst sú vitneskja, að hundur með þeim ein- kennum, sem lýst var væri búinn að vera þar í nokkra daga. Hefði hann elt heimamann þangað og sýndi ekki á sér fararsnið, enda mun hann ekki hafa verið látinn finna til þess, að hann væri óvelkominn. Brugðum við nú við og vitjuðum hundsins og tók hann okkur fagnandi. En það sá á að hann hefði fengið góða aðhlynningu, því hann var alls ekki illa útlítandi, þrátt fyrir þann mikla hrakning, sem hann hafði orðið fyrir. Það bendir á innsæi Díla, að hann skyldi einmitt fylgja þessum pilti heim, þvi ekki hafa allir mætur á flækingshundum eða skjóta yfir þá skjólshúsi, en augljóst var að gestrisnin á Hofsstöðum hafði ekki brugðist honum. Enn hefur engin skýring fengist á því hvað olli villu Díla, en helst hef ég hallast að því, að þegar hann kom að vegamótum, hafi hann séð til bíls, sem ók í suður átt og elt hann. Eitt sinn, þegar ég var á heimleið frá Húsavík, mætti ég bíl, sem gaf mér merki um að nema staðar. Þegar bíl- stjórinn kom út úr bíl sínum sá ég að honum var brugðið og var ég því við- búinn válegum tíðindum. Tilefni stöðvunarinnar var það, að honum hafði orðið á það óhapp að aka á hundinn minn og taldi sér skylt að láta mig vita um það. Það fyrsta sem ég spurði hann um var það, hvort hann hefði þá drepið hundinn hreinlega, en 256 Heimaerbezi

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.