Heima er bezt - 01.07.1985, Síða 35
BÚÁLFAR í SKAGAFIRÐI.
(Rcynsla Hafstcins Björnssonar af þeim).
Hafsteinn Björnsson, sem á efri árum var oftast nefndur
Hafsteinn miðill, var fæddur í Hegranesi og fluttist ungur
(4 ára?) að Glaumbæ í Skagafirði, nánar tiltekið að býlinu
Hátúni. Þar bjó þá gömul kona, að nafni Aðalbjörg, í litlu
afhýsi, og þar varð ungi snáðinn vitni að undarlegum at-
burði, sem hann lýsti svo löngu síðar í endurminningum
sínum (Sögur úr safni Hafsteins miðils, Rvík. 1972, bls. 16-
17).
Hafsteinn er að sniglast eitthvað fyrir framan bæjardyrn-
ar hjá Aðalbjörgu og líta eftir kettinum, sem er þar einnig.
Allt í einu sér hann kisu setja á sig kryppu og hvæsa inn í
dyrnar. Þarna er eitthvað á seiði:
„Hvað skauzt þarna fram fyrir stafina í bæjardyrunum. Var
þetta barn sem hún sá? Já, það var lítill strákur, svona á að gizka
tveggja ára, en í útliti gamall, eftir stærðinni að dæma. En mikið
var hann einkennilegur þessi strákur, svona þrekinn yfir herð-
arnar, magamikill og þykkleitur í andliti. En hvað var nú þetta?
Var hann ekki með skegg strákurinn? Jú, það leyndi sér ekki.
Hann hafði úlfgrátt kragaskegg, en var rakaður kringum
munninn. En hver gat þetta verið. Égglápti á þessa manneskju,
eins og naut á nývirki. “
Síðan fær hann eftirfarandi skýringu hjá Aðalbjörgu:
„Þetta er vinur minn, og hann er búinn að vera það lengi. A
meðan hann er í mínum húsum, verður aldrei tómt í búrinu hjá
mér. Ég skal segja þér, að þetta er búálfur, og búálfar slá sér
að þar sem þeir finna hlýju og samúð okkar mannanna og fá að
vera í friði. Eins þykir þeim mjög gott að vera þar sem ostur er,
og eins og þú veizt bý ég stundum til osta, bæði mysuost og
mjólkurost.“
Við spurningu Hafsteins hvort þeir éti þá ekki ostinn,
svarar hún: „Onei, ætli þeir láti sér ekki nægja lyktina af
honum, væni minn.“
Þessi atburður gerðist sumarið 1918, og sést af því að bú-
álfar hafa verið þekktir í Skagafirði um eða nokkru fyrir
aldamótin 1900, þótt ekki sé víst að þeir hafi verið nefndir
þessu nafni, þar sem frásögn Hafsteins er skrifuð svo löngu
síðar, þegar búálfar voru orðnir meira umtalaðir.
Lýsing Hafsteins á álfinum og upplýsingar gömlu kon-
unnar um hann, stemma vel við það sem þekkt er um slíka
álfa á Norðurlöndum og víðar í Evrópu.
Ýmislegt fleira er haft eftir Hafsteini um búálfana. Hér
verður stuðst við bók Jónasar Þorbergssonar: Líf er að
loknu þessu. Rvík. 1962, og grein séra Jóns Thorarens-
en í bókinni Leitið og þér munuð finna. Hafnarfirði 1965.
Hafa þeir báðir skráð lýsingar á búálfum eftir Hafsteini.
„Þcir cru um 1-2 fct á hæð, gildvaxnir, fótleggjastuttir, frcmur
ófríðir, kinnbcinamiklir, oft með kragaskegg." (Jónas, bls. 70).
„Þcir cru afar feitlagnir, og þykkleitir í andliti. Karlmenn cru
alltaf með skegghýjung stífan á höku, en grisjað og lint skegg
í vöngum. Búálfar eru mjög broslegir á svipinn.“ (Jón bls. 187).
„Búálfar eru klæddir að átjándu og nítjándu aldar sið. Ég hefi
oft séð þá í bláum prjónabrókum, girtum niður í sokkana, en
með spennum fyrir neðan hnéð, þar á þrír silfurhnappar, utan-
fótar.“ (Jón). „Þeir halda sig einkum þar sem er eitthvað mat-
arkyns, eru snarir að skjótast bak við hluti, þar sem þeir hafa
afdrep, en gægjast síðan fyrir horn. Þeir eru gamansamir, glett-
nir og gefnir fyrir að herma eftir, það sem sérlegt er eða afkára-
legt í fari manna. Búálfar gera engum mein, en eru trygglyndir
og heimilisfastir." (Jónas). „Þeir eru framúrskarandi forvitnir,
og eru yfirleitt þar sem mjólkurmatur er. Ég kom einu sinni í
ostageymslu í mjólkurbúi. Þar voru búálfar svo tugum skipti
innanum ostana, og gægðust allsstaðar fram milli ostahlemm-
anna. Ein búálfahjón fylgja yfirleitt hverjum bæ, og eru alltaf
til heilla, enda eru þeir eigingjarnir fyrir hönd húsbænda sinna.“
(Jón).
Lýsingar Hafsteins á búálfunum eru furðu nákvæmar, og
verða varla bornar brigður á, að hann lýsir þeim af eigin
reynslu, þótt ekki sé hægt að fortaka að hugmyndir manna
um búálfana í Skandinavíu geti blandast saman við hjá
honum, því hann var þá bæði orðinn víðlesinn og hafði víða
ferðast og kynnst mönnum og málefnum. Þótt lýsingin
stemmi vel við það sem menn vita um slíka álfa á Norður-
löndum og víðar í Evrópu, er samt athyglisvert að Haf-
steinn minnist ekki á höfuðbúnað búálfanna, sem víðast
hvar í Evrópu er talinn vera rauð eða rauðleit topphúfa. Þá
eru þeir yfirleitt taldir vera alskeggjaðir en ekki með
skeggkraga, og ganga í stígvélaskóm. Hafsteinn getur fóta-
búnaðarins ekki, þótt ætla megi að hann hafi verið sauð-
skinnsskór úr því hans er ekki sérstaklega getið.
BÚÁLFAR Á AKUREYRI.
Margrét Thorlacius frá Öxnafelli hefur frá ýmsu að segja
í sambandi við búálfa og skyld fyrirbæri. Þetta hefur Eirík-
ur Sigurðsson skólastjóri á Akureyri, ritað upp eftir henni.
(Skyggna konan 1, bls. 56).
„Meðan við bjuggum í Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri, varð ég
vör við veru þar í garðinum, sem ég nefndi búálf. Hann var 50-
60 sm á hæð, höfuðstór, og andlitið stórskorið og ellilegt. Hann
var í stuttum buxum, með sokkana utan yfir, og í löngum, totu-
mjóum skóm. Hann var í stakki og með rauða topphúfu. Hann
hélt sig í runna í suðausturhorni garðsins.“
Síðan segir Margrét frá því, að hún flutti þaðan í Þórunn-
arstræti 119 árið 1953, en þá varð búálfurinn eftir. Reyndi
hún að tala við hann og fá hann til að flytja, og eftir 1-2
ár kom hann og settist fyrst að í, ,tjaldskýli“ á bakvið húsið
þar sem Bergsveinn maður Margrétar var að smíða bát.
Heyrði Margrét oft þrusk þar á daginn þegar skýlið var
mannlaust.
„Nokkrir hlutir hurfu úr skýlinu, og var ekki laust við að Berg-
sveinn kenndi búálfinum um hvarf þeirra, enda eru álfar taldir
hrekkjóttir.“
Þegar skýlið var rifið, kom álfurinn svo inn í stofu til
Margrétar og settist þar að. Hélt hann sig mest í einu horni
stofunnar, bakvið stórt Apatistu-blóm.
„Stundum kom hann fram í eldhús og tók laust í pilsið mitt, og
þegar ég leit við, horfði hann til mín glettnislega. Ég sá hann
aldrei nema þegar ég var ein.“
Heimaerbezt 259