Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Side 36

Heima er bezt - 01.07.1985, Side 36
Einnig sá Margrét svipaða álfa úti í náttúrunni við bæinn Leifsstaði, og voru þeir nokkrir saman, minni vexti en bú- álfurinn. Búálfar hafa sést í fleiri húsum á Akureyri. Eitt sinn kom Brynhildur Bjarnadóttir ljósmóðir frá Hvoli í Aðaldal (nú á Húsavík) í heimsókn til okkar í Aðalstræti 36 á Akureyri, en við bjuggum þar í meira en 100 ára gömlu húsi og einnig voru þar nokkur útihús. Þar taldi Brynhildur sig verða vara við búálf, en ekki man ég til að hún lýsti honum. I húsi hennar á Húsavík segir hún að sé búálfur og vill kenna hon- um um ýmis undarleg hlutahvörf er þar hafa gerzt. BÚÁLFAR í BORGARFIRÐI VESTRA. Björn Blöndal rithöfundur í Laugarholti í Bæjarsveit í Borgarfirði, segir frá því í bók sinni Sagnir og sögur, Rvík. 1980 (bls. 65), erhann dreymdi búálfa. Gerðist þaðhaustið 1951. Var Björn þá að rífa gamla bæinn í Langholti (næsta bæ) sem hafði staðið auður á fjórða ár, og var orðinn hrör- legur. Var hann að stinga upp þekjuna þegar allt í einu sækir hann slen og máttleysi, svo hann mátti varla halda á skóflunni. Fór Björn þá heim að Laugarholti, lagðist þar upp í rúm og sofnaði samstundis. „Pá þótti mér í draumi, sem tvær litlar verur, undur góðlegar, kæmu til mín að rúmstokknum og segja: ,,Nú ætlar þú að rífa húsið okkar.“ Ég þóttist svara, að ég hefði ekki vitað um að þær ættu heima í gamla bænum, og spyrja hverjar þær væru. Þær svöruðu: „Við erum búálfar“. Þá þóttist ég svara, að ég hefði haldið, að engir búálfar væru til á Islandi. En þeir sögðu, að hér á landi væri mikið af þeim. ,,Og hvar eigum við að vera í vetur, ef þú rífur húsið okkar“? „Viljið þið ekki vera hérna hjá mér.“ „Jú, en í þessu húsi eru búálfar. Við skulum sýna þér þá“. Búálfarnir sem fyrstir komu voru rauðklæddir og prúðbúnir. En þeir sem nú komu voru bláklæddir og mjög snyrtilega til fara. Ég heilsaði þeim og spurði hvort þeir gætu ekki allir verið hér í vetur. Næsta vor ætti að byggja veiðihús við Svarthöfða, og þá væru búálfar velkomnir þangað. Pessu svöruðu þeir vel og voru ánægðir. Svo kvöddu þessar elskulegu og prúðu verur. En ég vaknaði og hafði sofið skamma stund. Allt máttleysi var horfið, og ég hélt verki mínu áfram í Langholti." Loks segir Björn frá því, að sumarið eftir hafi tveir lækn- ar orðið varir við smávaxnar verur í veiðihúsinu við Svart- höfða, sem byggt var um vorið, en sáu þær þó ekki greini- lega. Ekki vissu þeir neitt um það sem bar fyrir Björn haustið áður. BÚÁLFUR í REYKJAVÍK. Margrét Jónsdóttir, ekkja Þórbergs Þórðarsonar rithöf- undar, skýrir frá því í viðtalsbók Gylfa Gröndals, (Rvík. 1984, bls. 125-131), að búálfur hafi haldið til hjá þeim Þór- bergi í Reykjavík, og var hann valdur að ýmsum undar- legum atvikum, en reyndist þeim yfirleitt velviljaður. ÞettahefurMargrét m.a. um búálfinn aðsegja: ,,Þú ræður hvort þú trúir því, en það var búálfur á heimili okkar Þórbergs, alla tíð. Það sá hann skyggn kona hjá okkur, þegar við vorum nýgift og bjuggum á Hallveigarstígnum. Hún hét Guðlaug og vann á Kleppi. Hún lýsti honum þannig, að hann væri svo sem hálfur metri á hæð, fremur ófríður og stórskorinn, eins og allir búálfar, klæddur stuttum, grænum kyrtli. Hún sá hann í hvert skipti, sem hún kom í heimsókn til okkar. Einu sinni kom hún þegar við Þórbergur vorum nýkomin til landsins og höfðum dvalist lengi í útlöndum. „Osköp er búálfurinn þinn feginn, að þú skulir vera kominn heim,“ segir Guðlaug við mig. „Hann fagnar þér. Ég sá hann hérna áðan. Hann sat á öxlinni á þér og lét svo vel að þér.“ Já, búálfurinn hefur áreiðanlega oft hjálpað mér að finna hluti, sem ég týndi.“ BÚÁLFUR Á JÖKULDAL EYSTRA. Oddbjörg Sigfúsdóttir á Arnórsstöðum á Jökuldal, segir í bréfi til mín, dags. 11.12. 1984: „Eftir að ég kom hingað í Arnórsstaði, hefur mig þrisvar sinn- um dreymt búálf, og finnst mér hann alltaf vera á sama stað í trágarðinum hér austanvið húsið. Víkingur smíðaði þar smá- kofa, og fyrir framan hann var búálfurinn að skjótast á milli trjánna. Mér sýndist hann vera stuttur og digur, hrukkóttur í framan, rauðhærður og í grænum fötum. Draummaður minn (Ólafur) sýndi mér búálfinn í öll skiptin. „Álfinum er ekki um það gefið að láta sjá sig“, sagði Ólafur, „en hann segir að þú megir vita að hann sé til, og færir margt í lag, og reynir að afstýra óhöppum, þótt enginn taki eftir því“.“ Olafur sagði Oddbjörgu einnig í draumi, að búálfurinn tali ekki ,,en hugsi svo ljóst, að það skiljist engu að síður“, og virtist hann ekki eiga í neinum vandræðum með að skilja álfinn. Einnig kemur fram, að búálfinum var illa við heim- iliserjur, en gott þótti honum ef hugsað var vel til hans, og launaði það á ýmsan hátt. Henni fannst búálfurinn vera á miðjum aldri, þó hann væri svona hrukkóttur. ERU BÚÁLFAR ALGENGIR Á ÍSLANDI? Eftir því að dæma, sem hér hefur verið rakið, virðist mega ætla, að búálfar séu nokkuð tíðir eða jafnvel algengir hér- lendis, og hafi svo verið a.m.k. frá aldamótunum síðustu, en fyrir þann tíma fer engum sögum af þeim. í inngangi greinarinnar var þess getið til, að þeim myndi þá hafa verið ruglað saman við aðrar þjóðtrúarverur, svo sem álfa, fylgjur eða jólasveina. Það kemur einnig fram, að íslenzkir búálfar eru ákaflega hlédrægir og lítið gefnir fyrir að láta sjásigeðaásérbera. Allar líkur eru þó til, að þeir séu valdir að því sem al- mennt er kallað ,,hlutahvörf“, þ.e. þegar einstakir smá- hlutir hverfa skyndilega í húsum, án þess að séð verði nein orsök til, og finnast svo oftast jafn óvænt og skyndilega aftur, gjarnan á sama stað og þeir hurfu, oft eftir ákveðið tímabil, s.s. eina viku, mánuð eða ár. Jafnan eru hlutirnir í nákvæmlega sama ástandi þegar þeir finnast og þeir voru í, er þeir hurfu, og sýnir það að þeir hafa verið vel geymdir. 260 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.