Heima er bezt - 01.07.1985, Qupperneq 44
guðsgjöf að geta dvalið löngum við lestur bóka og blaða.
Helst er það letin og framtaksleysið sem þvingar mig og
töluvert vaxandi minnisleysi og þá trúlega vaxandi and-
legur sljóleiki. Annars var ég aldrei neinn sérstakur minn-
ishestur, þjálfaði mig máske fulllítið í því efni, heldur
skrifaði margt hvað hjá mér til minnis, enda veitti raunar
oft ekki af því að hafa þann hátt á, þvi margt þurfti að
útrétta, bæði fyrir mig og samfélagið.
í þessu sambandi vil ég víkja að því, sem ég hefi að vísu
sagt þér áður, að að mikið vorum við hjónin lánsöm að
hætta búskapnum ekki síðar en við gjörðum, hefði raunar
átt að vera fyrr, slíkt öryggisleysi og basl var hann orðinn
síðustu árin. Verð ég að viðurkenna, að um það var Ragn-
hildur heitin mér raunhæfari, það svo að hún vildi, eða að
minnsta kosti hafði orð á því mörg síðustu árin, að við
ættum að hætta búskapnum, og var þá helst að skilja, að
sjálfsagt væri að flytja til Blönduóss. Þar væri ég hagvan-
astur næst landnámsjörð okkar, Efri-Mýrum. Jú, víst var
slíkt ekki svo fráleitt. Hvort heldur við hefðum staðsett
okkur við Mýrabrautina að eins konar Mýrakoti eða innan
árinnar á brekkubrúninni hjá þér, og það veit ég og vissi, að
þú hefðir gjarnan viljað. Þá hefði ég að líkindum getað
dundað lengur í kaupfélaginu og við fleira skrifirí fyrir
héraðið. Þetta leit svo sem vel út málefnalega séð, en varð
ekki af sem betur fór, leyfi ég mér að orða svo nú er ég lít til
baka.
Ævisaga okkar beggja hefði orðið æðimikið allt önnur,
hefðum við dvalið í þéttbýli verulegan síðari hluta bú-
skapartíma okkar, trúlega léttara og umsvifaminna, en þá
jafnframt færri sigrum að ná. Hvað Ragnhildi snerti, var
henni einmitt mjög eiginlegt að sigrast á hlutunum og fórna
kröftum sínum fyrir mig og aðra, ekki síst þá sem halloka
stóðu af ýmsum ástæðum, hvort heldur það voru verri eða
betri „Gvendar“ samfélagsins. Grunar mig, að slík tæki-
færi hefðu orðið færri og svipminni í þéttbýlinu, enda þótt
við hefðum búið okkur þar ánægjulegt og máske tískulegra
heimili. Skiptir þar um ekki máli, hvort það þéttbýli hefði
verið á Blönduósi eða í Keflavík. Ég vil koma því hér að, þó
ég viðurkenni tregðu mína til búskaparslita, að þá auglýsti
ég þá jörðina til sölu nokkrum árum fyrir lokaátökin, og
ekki skorti lysthafendur. Fjölmargir virtust hafa áhuga og
gjörðu fyrirspurnir og sumir komu til að líta á, hvað til boðs
var, en sameiginlegt var með þeim flestum, að fjárhagur
þeirra og líkur um fyrirgreiðslu lánastofnana leyfðu ekki að
þeir treystust til slíkra viðskipta. Þó getur þar hafa verið
undantekning á, er eitthvert flugmannafélag lést vilja at-
huga málin og lét í það skína, að þeir myndu ekki knífa
verðið, og hugmyndin væri, ef til kæmi, að reisa þar slatta
af sumarbústöðum. Má segja, að þetta gæti verið dálítið
kitlandi, ef einhver alvara væri á bak við þessa málaleitan.
En á það reyndi ekki, bæði var það, að fyrir minn smekk,
fannst mér að Efri-Mýrar væru ekki neitt sérstaklega
heppilegur staður til slíkra nota, þó mér kæmi það raunar
ekki við. Hitt réði meira, að ég gaf mig ekki sérstaklega að
þessu, að mér fannst að með því að skilja þannig við
handaverk okkar hjóna og sveitarfélag okkar, að þá felld-
um við seglin heldur reisnarlítið. Má þó vel vera, að fyrir
þessa flugu á lofti hafi ég verið nokkru kjarkmeiri að nefna
allhátt verð (þá að vera) fyrir jörðina, þegar endanlega kom
til viðskipta hér um. Breytir ekki þar um, að nú eftir hálft
þriðja ár, má segja þetta reyfarakaup fyrir þann er keypti.
Slík hefur ráðsmennska peninga og þjóðmála verið þessi
ár, og hefði ég farið hraklega út úr jarðarsölunni hefði ég
ekki fest kaup á íbúð strax samtímis og líka verið svo
heppinn fyrir ábendingu Lóu dóttur minnar að ná í nýja
hæfilega stóra íbúð fyrir okkur og það alveg í nágrenni við
hana, mann hennar og son. Fundum við það hjónin, meðan
bæði lifðum, og ekki siður ég sem einbúi, að öll velvild og
umhyggja frá þeirra hendi er ómetanleg og gjörir mér fært
að halda mitt heimili enn um sinn, enda þótt öll umhirða,
fæði og slíkt, sé af ljúfu geði látið í té af þeim. Hér er mitt
heimili, hér uni ég svo vel sem hægt er að ætlast til, þó
óneitanlega séu dagarnir stundum nokkuð langir. Ekki svo
að skilja, að ég dúsi hér alltaf, nei, löngum er ég auðvitað
yfir frá hjá þeim góðu hjónum, ekki einasta við máltíðir og
kaffi, heldur og horfa á sjónvarp oft til afþreyingar. Svo
sefur Ragnar hér í íbúðinni hjá mér.
Trúlega þætti sumum dálítið skrýtið, að ég skuli hér að
framan undirstrika mitt heimili, slíkur ferðalangur sem ég
var um dagana og störf mín áberandi mikið utan heimilis-
ins. Raunar er þetta, ef betur er að gáð, ekki nema eðlilegt:
Ferðamaðurinn feginn heimkomunni. Þeim mun fegnari
og fúsari sem heimilisarinninn er hlýrri.
í þessu sambandi dettur mér í hug erindi úr kvæði Guð-
mundar bróður míns:
„Er skuggar læðast um lækjarós — um lækjarós,
og raddir um rökkrið sveima,
þá veit það drottinn að dýrðlegt ljós — að dýrðlegt ljós,
er hvergi í heiminum nema heima.“
Mættu sem flestir eiga slík heimili við að búa eða að
hverfa frá önn hins daglega og geta tekið undir með
skáldinu, enda þótt þeir hefðu haft sæmilega birtu og að-
búð í vafstri sínu og lífsönn og ekki endilega lent í neinu
kolamyrkri né kulda í lífsbaráttunni, hvað þá þegar svo
hendir, sem alloft vill verða á stundum.
Ragnhildur heitin, fóstra þín, var ein af þessum fjöl-
mörgu yls- og birtugjöfum heimilisins, lýsandi og hlýjandi
svo að af bar og fyrirgefandi og umberandi þegar þess
þurfti með, sem því miður kom stundum fyrir, að mála-
vextir höfðu snúist þannig að slíks væri þörf.
Nú held ég að ráðlegt sé að snúa sér að aðaltilefni þess, að
þú tókst loforða af mér um að hripa þér línur og upplýsa
þig dálítið nánar en þú máski veist um fyrstu ár Ragnhildar
hér fyrir vestan.
Hún var fædd 21. okt. 1900 að Jórvík í Hjaltastaðaþing-
há, N.-Múlasýslu. Foreldrar hennar búandi hjón þar, Þór-
arinn Jónsson sýslunefndarmaður og Guðrún Magnús-
dóttir. Ólst hún upp í foreldrahúsum til 19 ára aldurs ásamt
systkinum sínum þremur, Magnúsi, Jóni og Steinunni.
Þriðja systirin fæddist þeim hjónum, en dó innan við
fermingu. Magnús er látinn fyrir nokkrum árum. Eru því
268 Heima er bezt