Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 45
Trúlofunarferðin 1920 frá Blönduósi til Austfjarða tók snöggan endi á Sauðárkróki. Söguhetjan þoldi ekki lengri sjóferð að sinni . . . Hjónin Ragnhildur Þórarinsdóttir og Bjarni Ó. Frímannsson. nú á lífi Jón og Steinunn. Öll voru þessi systkini myndar- fólk og báru foreldrum sínum vel vitni um erfðirnar. Það sagði mér gamall sveitungi þeirra Jórvíkurhjóna, að Þór- arinn hefði verið prýðilega greindur félagsmálamaður, en ekki mikill búmaður. Guðrún aftur á móti búkona mikil. Bæði voru þau fríðleiks- og myndarmanneskjur, það sá ég sjálfur, og gekk það í arf til barna þeirra með fleiri hæfi- leikum foreldranna. Auk menningaráhrifa frá foreldrunum og leikja og samneytis við systkinin er öll dvöldu heima æskuárin, naut hún venjulegrar barnaskólafræðslu samkvæmt fræðslu- lögunum frá 1907, sem var farskóli og stundum heima í Jórvík. Nokkra smátíma að vetrum til, eftir fermingu, dvaldi hún sér til forfrömunar sem kallað var á Seyðisfirði hjá uppeldisbróður Guðrúnar móður sinnar, Jóni Jónssyni bónda að Firði við Seyðisfjörð og konu hans, Halldóru að nafni, að mig minnir. Var þetta Fjarðarheimili rómað fyrir myndarskap. Jón í Firði aðalmaður og nánast hægri hönd Stefáns Th. Jónssonar, sem rak þar á Seyðisfirði verslun og mikla drift á þessum árum, sem voru miklir uppgangstím- ar, ekki síst við Austfirði. Húnvetningurinn Erlendur Björnsson Eysteinssonar, bæjarfógeti á Seyðisfirði á fyrir konu Katrínu, dóttur Jóns í Firði. Haustið 1919, þá nítján ára gömul, hleypir Ragnhildur svo heimdraganum frá foreldrahúsum, og þó trúlega hafi það ekki verið ætlunin, þá í byrjun, réðist það þó svo, að hún átti ekki afturkvæmt þangað til dvalar. Kom þar að- eins einu sinni eftir þessa burtferð. Vík ég að því síðar. Ferð hennar að heiman var heitið til Húnaþings, þar sem hún innritaðist og dvaldi á Húsmæðraskólanum á Blönduósi veturinn 1919-20. Og nú fara senn hvað líður að gerast afdrifaríkir hlutir í ævi þessarar ungu heimasætu frá Austurlandi! Þó ekki sé beint líklegt að það hafi sérstaklega vakað fyrir hinum víðsýnu forgöngumönnum að stofnun Kvennaskólans, sem þegar hér var komið hafði starfað með sóma í áratugi, að þar með væri sett upp eins konar veiði- stöð eða hjúskaparmiðlun fyrir húnvetnsk bændaefni, þá fór það þó svo, að fjölmargar aðkomudömur festu ráð sitt í héraðinu, báðum málsaðilum sjálfsagt til farsældar í flest- um tilfellum og héraðinu stórlega til öryggis og sjálfs- bjargar. En vafalaust hefur héraðið orðið að láta eitthvað af sínum blómarósum á móti, þótt engir gagnkvæmir samn- ingar héraða á milli fjölluðu um það, líkt og umtöluð fisk- veiðiréttindi þjóða á milli. Hér fékk hið frjálsa framtak, hæfni og gifta að njóta sín. Allt hefur sinn aðdraganda og umþóttunartíma, svo var einnig hér í þessum Ragnhildarmálum. Kvennaskólaball var haldið um veturinn, má vera að þau hafi verið tvö, svo héldum við félagar Vorboðans, ungmennafélagsins okkar í Langadalnum, eitt ball, þar sem ég, formaður félagsins, mun hafa haft nokkra umsjón með, m.a. útvegað skemmtikrafta, þar með „músik“ fyrir dansinum, þó hún væri ekki eins voldug né spennandi svo sem nú tíðkast eða neinn „Aratungusveitaballsbragur“ þar á, sem sýnt var í sjónvarpi nú fyrir nokkrum kvöldum og sem sýnt var að ætla mátti sem almenn upplýsing um svipmót skemmtanalífs þjóðarinnar nú til dags, því ekki ætla ég þeim sjónvarpsmönnum að reikna með því að sveitirnar sitji einar að svona mannfagnaði, heldur hafi um bögubósahátt hjá þeim sjónvarpsmönnum að ræða að auglýsa þennan dagskrárlið sem „sveitaball.“ Dettur mér í hug í þessu sambandi, úr því ég nefndi veiðar sem líkingu um þessa hluti, önnur líking: ofveiði ungfisksins á miðunum, sem allir viðurkenna þó að þurfi að vernda, en í þessu dæmi jafnt bæði kynin, enda fer vel á því á jafnréttistímum; veiðarfærin eru augljóslega sefjandi „músik“ og hávaði, með rækilegum stuðningi Bakkusar. Þetta hvorugt var til staðar á danssamkomum gamla tím- ans, þá var miklu meiri varfæmi og yfirvegun viðhöfð, þó styrkleiki mannlegra hvata hafi verið svipaður þá og nú. Það voru ekki nema hinir mestu fullhugar, eða hreint og beint glannamenni, sem leyfðu sér að vanga dömu, hvað þá að dömurnar sýndu framtak í slíku gagnvart herranum. Hitt gat ekki valdið hneyksli og varla umtali, þótt tuttugu og þriggja ára gamall vinnumaður föður síns hefði tillögu- rétt um hver kaupakona yrði ráðin það sumarið og fengi þá tillögu samþykkta af föður sínum. Fór því Ragnhildur að Hvammi vorið 1920 sem kaupa- kona. Var þar með stórt spor stigið til þess sem verða vildi að ráði forsjónarinnar. Leið svo fram tíminn, vorið og langt fram á heyskapartímann, að ekkert sérstakt gjörðist, hvorki munnlega né verklega. Hvað undirvitúnd okkar beggja hefur aðhafst þennan tíma verður ekki fullyrt um, en trú- lega hefur það verið jákvætt hjá hvoru fyrir sig. Ekki verður sagt, að flanað hafi verið að hlutunum, enda ekki um neina krakka að ræða í þessu sambandi, og sýndumst við hafa haft í heiðri spakmælið: „Það skal vel vanda, sem lengi á að Heima er bezt 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.