Heima er bezt - 01.07.1985, Side 47
RAFN JÓNSSON:
PERLUR I MOLD
8. HLUTI OG SÖGULOK
„Ha? Giftur? Hann Jónatan! Nei, nei — nei. Hvað seg-
irðu? Trúlofaður? Ég veit það ekki.“
Nú hljóp hún frá honum. „Ja, ég hef ekki heyrt hann
minnast á slíkt. Hvaða þvæla er í þér, Daníel? Hann á
engan krakka. Ég ansa ekki þessu bulli, — nei, ég vil bara
ekki heyra það. Nei, það hlýtur að vera einhver annar
Jónatan. sem þú ert að meina, — já, einhver annar. Það
getur ekki verið um hann Jónatan bróður minn að ræða, —
alveg óhugsandi. Hann er ekki svoleiðis maður.“
„Já, Guðríður vissi það. Hún hlaut líka að þekkja bróður
sinn, mikil ósköp.
En Kristín á Melunum þekkti hann líka. Þau höfðu
unnið saman í frystihúsi og auk heldur voru það sambýlis-
fólk um tíma. Hann hafði átt neðri hæðina og búið þar með
þessari manneskju, en orðið að selja, er þau skildu.
Hún Stína var engin sögusmetta, langt frá því. Hún hafði
sagt Danna undan og ofan af um heimilislífið hjá Jónatan,
en aldrei minnst á hann nema hún væri spurð, og það litla,
sem hún hafði sagt, varð hann að toga út úr henni.
Hann hafði ekkert verið að „pumpa“ hana, — nei, hon-
um kom Jónatan ekkert við. Hann var persóna, er Danni
forðaðist. Hann vissi ekki vegna hvers, en svona var það
samt.
Húsbóndinn tók Daníel fálega, varla að hann talaði við
hann.
„Sæll, strákur. Þú á ferðinni. Þeir hafa það gott á sjónum.
Þeir þurfa ekki að kvarta, sem stunda peningavinnuna. Svo
geta þeir frílistað sig út um sveitirnar, eins og þeim sýnist.
Það er munur eða við, sem vinnum hörðum höndum fyrir
hverri krónu, og allt reytt af manni, sem hægt er að reyta.“
Danni hlustaði þegjandi á þessa ræðu. Hann kom því
ekki fyrir sig, hvað hann átti við. Kannski var þetta eins
konar mórall, sem húsbóndinn hafði búið sér til sjálfur.
Guðríður þagði, en hann sá það á höndum hennar, að hún
lét æsast. Þær fóru hraðar og hraðar við verkið, sem hún var
að vinna. Augabrúnirnar sigu, ogtvær djúpar hrukkur
dýpkuðu, þessar sem lágu neðst á enninu.
„Það er nú svona, að við höfum orðið að basla og strita
hér heima, enda sér nú á, hvernig þetta hefur gengið. Það er
óvíst, að þú hefðir haft það nokkuð lakara að vera hér
lengur hjá okkur. Þú gast haldið áfram að eiga nokkrar
kindur. Svo hefðum við reynt að borga þér eftir því sem
getan leyfði og þú hefðir haft þörf fyrir. Það var stundum
sagt, að kálfarnir launuðu ekki ofeldið, enda er það í tísku
að yngra fólkið hlaupist undan merkjum."
„Hvernig var það? Kom ekki maður í manns stað? Er
Jónatan ekki hérna?“ spurði Danni hálfhissa.
„Jónatan! Fuh.... Það er illt að þurfa að segja það, að
það er betra að vera einn,“ þusaði í húsbóndanum.
„Svo þú heldur það, já. Ætli hljóðið í þér hefði ekki verið
eitthvað annað, ef Jónatan væri hér ekki? Það mætti segja
mér það.“
Daníel stóð upp og gekk út. Hann langaði engan veginn
að hlusta á rifrildið í þeim.
Hann dvaldi þar í tvo daga og var satt að segja búinn að
fá alveg nóg. Af hverju létu þau svona, og af hverju kenndu
þau honum um, að búskapurinn gekk illa? Nú, svo var
Jónatan með skæting. Honum fórst það, eða hitt þó heldur.
Að áliti Daníels hafði hann engin efni á slíku.
Hann kvaddi fólkið, svona lauslega, rétt eins og hann
ætlaði að skreppa til næsta bæjar. Það var einhvern veginn
ekki hægt öðruvísi, enda ætlaði hann að koma við í
Klettakoti. Það var hálf óviðkunnanlegt að keyra þar
framhjá og líta ekki aðeins heim. Kannski yrði hann fyrir
einhverjum skömmum þar, eins og á Hálsi. Hann var
hálfhrekkjaður, — fólkið var eitthvað truflað, annað kom
ekki til mála.
En það var ástæðulaus ótti. Hann minntist þess ekki að
nokkru sinni hefði verið tekið jafn innilega á móti honum.
Það var engu líkara en hún Ranka væri að endurheimta
týnda soninn, meira að segja Bensi þurrkaði vandlega
tóbakið úr yfirskegginu, áður en hann smellti næstum föð-
urlegum kossi á sæbarða kinn Danna. Þau voru einlæg í
gleði sinni, gömlu hjónin í Klettakoti.
Bensi var alltaf að segja fréttir úr sveitinni. Nú var
Þórður tekinn við búskapnum á Hól, sagði hann.
Heima er bezl 271