Heima er bezt - 01.02.1987, Side 29
Úr skrínu Theodórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi -1
Með huldufólki í Hallhöfðaskógi
Þeir sem voru á barnsaldri í byrjun
tuttugustu aldarinnar, munu seint
gleyma því hve mikla unun þeir höfðu
af að heyra sagðar sögur af huldufólki
og meira að segja af munni þeirra,
sem höfðu það augum litið, og dvalið
með því, þó oftast væri það í draumi.
Ýmsir kunnu líka þá list að segja svo
vel frá, að það þurfti enga ímyndun til
að fylgjast með atburðunum og sjá þá
— svona hér um bil — eins og maður
hefði sjálfur verið áhorfandinn. Og til
þess að eftirfarandi saga skiljist örlítið
betur, vil ég taka fram, að það huldu-
fólk, sem oft var talað um hér í Öxar-
firði um síðustu aldamót, hafði í vit-
und allra sama útlit og mennskir
menn og einnig var skapgerð þess
og tilfinningar þær sömu. Væri því
greiði gerður, launaði það ríkulega, en
á hina hlið hefnigjarnt, svo um mun-
aði, ef það var illa leikið. Aftur á móti
voru álfarnir af allt öðru sauðahúsi.
Þeir voru miklu minni, góðlyndir svo
af bar, síglaðir, greiðviknir og hrein-
ustu snillingar í höndunum, eins og
dvergarnir, sem voru þó enn smá-
vaxnari, en elskulegir heim að sækja.
Þessi söfnuður allur átti tvennt
sameiginlegt. I fyrsta lagi bjuggu þeirí
steinum, bergdröngum og jafnvel há-
um hömrum. í öðru lagi greip þá
stundum ómótstæðileg löngun til að
komast i náin kynni við mennska
menn, á sama hátt og þeir síðar-
nefndu við þá, þegar svo bar við, þó
oftast enduðu þau kynni á einn veg.
Sá, er þetta ritar, kynntist því sjálfur
í bernsku, hve oft var spennandi að
hlusta á slík ævintýri og hvað þau
komu miklu róti á hugann, svo hann
gat farið á svifflugi um seiðmagnaða
heima, þar sem hann kynntist alltaf
einhverju nýju og áhrifaríku í hverri
ferð.
Eftirfarandi saga varpar ofurlítilli
glætu inn í þá heillandi heima, sem
börn og unglingar undu svo glaðir við,
í góðum félagsskap, fram yfir síðustu
Hallhöfðinn, 35 metra hár klettadrangur.
aldamót. Sögumaður minn hét
Parmes Sigurjónsson. Hann þekkti
álíka vel huldufólksbæina í Hall-
höfðaskógi og fingurna á sér. Hann
var kominn talsvert á níunda áratug-
inn, þegar hann rifjaði upp þessar
hugljúfu minningar og sagðist þá
gjörla finna til sömu áhrifa og þegar
atburðurinn gerðist fyrir meira en
sjötíu árum. Honum fórust þannig
orð:
„Þetta kom fyrir mig aldamótaárið,
þegar ég var á þrettánda árinu. Það
var seint að kvöldlagi síðast í maí, að
forustuærin, hún Krúna, sveik mig
illa. Ég var rétt kominn heim i Árholt
með það sem eftir var af óbornu án-
um. Éin þeirra var að bera og ég kom
henni inn. Hinar fóru að nasla kring-
um húsið. Ég var hjá ánni þar til hún
var borin, en það tók lengri tíma en ég
bjóst við. Þá snarast ég út og fer að
horfa að ánum. Bregður mér þá held-
ur í brún. Krúna er horfin og nokkrar
ær með henni. Ég hleyp vestur á
hæðirnar og suður fyrir Nónhæðina,
en sé ekkert. Mér flaug strax í hug að
Krúna ætti sök á þessu flani, hljóp
heim, lét inn hinar ærnar, sagði frá
óhappinu, fékk mér eitthvað í gogg-
inn, og snaraðist svo af stað. Ég vissi
að tími Krúnu var kominn og þóttist
viss um að hún hefði þotið af stað með
lambsóttina, og að öllum líkum, niður
í Hallhöfðaskóg, því þar hélt hún sig
venjulega.
Ég fór beinustu leið vestur, norðan
við Langahrygginn, niður í Fellslaut-
ina og eftir henni niður að Ytri-
Bjargendunum. Og það gladdi mig
ekkert smáræði, að ég sá alveg nýjar
slóðir í stígnum ofan við Bjargendana
og lágu þær allar niður svo ég fór að
fara varlega, því Krúna var vitur og
slungin og fór strax í felur, þegar hún
varð vör við manninn.
Slóðirnar sá ég líka í stígnum, niður
i Efri-Skóginn og var nú viss um, að
þar væru þær, en hann var víða afar
þéttur og fór ég eins hljóðlega og ég
gat. Þannig paufaðist ég alveg suður
að Syðri-Huldufólksbæjunum, án
þess að verða nokkurs var.
Ég var orðinn heitur eftir hlaup-
in, hálfslæptur og óvenju syfjaður,
enda kominn háttatími. Veðrið var
líka svo yndislegt, alveg stafalogn, en
skuggarnir, sem hér höfðu öll völd,
vöktu undarlegar tilfinningar. Mér
flaug því margt í hug. Ég hafði lesið
margar sögur af samskiptum huldu-
meyja og mennskra sveina. Það var
heillandi lestur, en lakast var hvernig
þær enduðu flestar. Ég trúði því, að
hér ætti huldufólk heima í hundraða
tali, og það var elskulegt við þá, sem
gerðu því greiða og hugsaði hlýtt til
þess, en langrækið og víst illa hefni-
gjarnt við þá, sem beitti það brögðum.
Það vissi ég vel. Ég skyldi lika aldrei
gera því mein. —
Það er ekki einleikið hvað mig syfj-
ar, og — þetta var enginn smáræðis
geispi. En hvað það væri gott að
leggjast niður hérna í grasið við
runnann, rétt á móti Huldufólksbæj-
unum. Hvernig er þetta annars með
kirkjuna? Mér sýnist hún öll eldrauð
og þó er sólin sest! En hvað það fer vel
Heima er bezt 65