Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 2
Öm Helgason
frá einu mesta
»;ctpnskrar söru á þessan
feimnismáli
Njósnir og
feimnismál
Peter Wright:
Gagnnjósnarinn
Fáar bækur hafa valdið jafnmiklum úlfaþyt á seinni árum og ævisaga breska
leyniþjónustumannsins Peters Wright, sem birtist hér undir heitinu
Gagnnjósnarinn. I Bretlandi var bókin bönnuð, vakti heitar pólitískar deilur og
varð tilefni réttarhalda.
I bókinni greinir Peter Wright undanbragðalaust frá starfsemi bresku
leyniþjónustunnar, M15, um tveggja áratuga skeið, frá 1956-76. Hann hlíftr engum
sem við sögu kernur. Hann hefur mjög góða yftrsýn yfir efni sitt, sá meðal annars
um rannsókn á þekktustu njósnamálum þessarar aldar, málum þeirra Blunts,
Philbys, McLeans og Burgess. Jafnframt lýsir hann átökum er áttu sér stað að
tjaldabaki á árum „kalda stríðsins." Gefin er innsýn í starfsaðferðir njósnahringja
og leyniþjónusta, M15, CIA og KGB. Hann flettir hulu af samsæri gegn Harold
Wilson, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, og sýnir inn í veröld meinsæris og
blekkinga þar sem allt er leyfilegt, veröld sem hingað til hefur verið almenningi
hulin.
Örn Helgason:
Kóng við viljum ha
Hér er lyft hulunni af tveimur ævintýralegum atburðum, sem gerðust á fyrri
hluta þessarar aldar og áttu það sammerkt, að í bæði skiptin var rætt um að
gera þýska prinsa að konungum yfir Islandi. I fyrra skiptið, árið 1920, var
Einar Amórsson, fyrrverandi ráðherra, sakaður um að hafa ætlað að steypa
Danakonungi af stóli og gera einn af sonum Vilhjálms Þýskalandskeisara að
konungi yfir landinu. I síðara skiptið, árið 1938, buðu þrír nafnkunnir
Islendingar, Jón Leifs, Guðmundur Kamban og Kristján Albertsson, þýskum
prinsi, Friedrich Christian af Schaumburg-Lippe, sem var í vinfengi við
Hitler og Goebbels, að verða konungur á Islandi. Að stríðinu loknu gerði
prinsinn ítrekaðar kröfur til konungdæmisins, sem honum hafði verið lofað,
við dræmar undirtektir íslenskra stjórnvalda. M.a. kom prinsinn í heimsókn
hingað til lands árið 1973.
Mál þetta er eitt af mestu feimnismálum
íslenskrar sögu á þessari öld, og kemur
það m.a. fram í því að utanríkis-
ráðuneytið kannast ekki við tilvist bréfa,
sem prinsinn skrifaði íslenskum
yfirvöldum.
.lhodtiláskrifendoHeb
tr. 900 ‘
J ' II/ . "I /I - - I
itSs!
V / / ;j •i *'// / / V
i
JUL
| Skjaldboré
ARMULA 23
SÍMI588-2400
AFGREIÐSLA A AKUflEYRI:
FAX 588-8994 FURUVELLIR 13 • SÍMI 462-4024