Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 34
Ég svaraði „já,“ og hún virtist heyra það, því að hún brosti svo blíðlega, svo undurblítt og endurtók nafn mitt oft og mörgum sinnum. Ekki fyrr en löngu síðar var mér heimilað að snerta hana á ný, en ég var oft nálægur henni og gleðin yfir þessum eina fundi bjó lengi í hjört- um okkar beggja. Ég gat séð hve raunverulegur kossinn hafði verið henni og fyrir mig var hann akkeri vonarinnar, sem örvaði þá trú mína, að ég fengi leyfi til þess með tíð og tíma að vera henni nálægur og láta hana finna nálægð mína og samband. 5. kafli Loksins kom að því, að ég gat yfir- gefið hús vonarinnar styrktur þeirri fræðslu, sem mér veittist þar, og ég hvarf á braut til þess að afplána sekt mína á jarðsviðinu og á þeim lægri sviðum, sem jarðlíf mitt hafði sökkt mér á. Frá dauða mínum höfðu nú liðið 8- 9 mánuðir og mér hafði á ný vaxið ásmegin. Sjón mín og önnur skyn- færi höfðu þroskast svo, að nú gat ég á ný bæði séð, heyrt og talað skýrt. Birtan, sem umlukti mig nú, var sem dauf ljósaskipti, líkt og fyrsti morgunroðinn. Fyrir augu mín, sem svo lengi höfðu vanist myrkrinu, var þessi daufa birta mjög kærkomin, en þó þráði ég brátt dagsbirtuna alla, og því var þessi daufa birta brátt til- breytingarlaus og þjakandi. Þetta svið, sem liggur í þriðja hring jarðsviðsins eða á fyrsta sviðinu, var nefnt „Lönd rökkursins" og þangað hverfa þeir andar, sem hafa verið eig- ingjarnir efnishyggjumenn, til þess að öðlast þar æðri þroska. Þessi rökkur- lönd eru þó skör ofar þeim sviðum, þar sem lítt þroskaðir andar dveljast, en þeir eru bókstaflega bundnir jarð- sviðinu, sem þeir dveljast á. Starf mitt átti að hefjast á sjálfri jörðinni og á þeim stöðum, sem heimsborgarar kalla skemmtistaði, þó að engin skemmtun sé svo hverf- ul, engin smán svo vís eins og jarð- arbúar geta gert úr því. Nú reyndi á verðmæta fræðslu, sem ég hafði öðlast í húsi vonarinn- ar. Freistingar líkar þeim, sem ég hafði kynnst áður, höfðu þarna engin áhrif á mig. Ég þekkti þær fullnæg- ingar, sem þessar gleðistundir veita og jafnframt gjald það, sem fyrir þær verður að greiða, og þegar ég fylgd- ist með dauðlegri veru, eins og ég varð oft að gera, var ég úr skotmáli þeirrar freistni, sem eftirlitsstarfið hafði í för með sér, en hún var að nota líkama verunnar til eigin nautna. Aðeins fáir þeirra, sem enn dvelja í líkamanum, skilja að andar geta oft náð svo fullkomnum tökum á líköm- um manna og kvenna, að engu er lík- ara en að um tíma stjórni andinn lík- amanum en ekki sú holdi klædda vera. I mörgum tilfellum má skýra tíma- bundna geggjun eða æði á þann hátt, að lágreistir andar, sem hneigjast til slæmrar og siðlausrar hegðunar, hafa vegna ístöðuleysis hinna holdi klæddu vera náð algjörum tökum á líkama þeirra og notað þá að vild. I mörgum gömlum ættum var þessi staðreynd viðurkennd og rannsökuð eins og margar greinar dularfullra fyrirbæra, sem við tuttugustu aldar menn erum orðnir of hyggnir til þess að viðurkenna. Þessi sannleikskorn, sem allar kyn- slóðir hafa öðlast og sem væru þess virði að grafa á ný úr geymsku þeirri, sem kynslóðirnar hafa hjúpað þau í. Sá starfi, sem ég hafði nú með höndum, var einn margra í anda- heimi, en hann var að veita öllum nauðstöddum hjálp. Störf þessi ná til allra staða, á öllum sviðum, sem um- lykja jörðina, allt upp á æðstu svið, sem teygja sig inn í sólkerfið. Þeim má líkja við óendanlegar keðjur anda og þar fá þeir lægri alltaf hjálp þeirra, sem þróaðri eru. Bræðralaginu barst oft tilkynning eða beiðni um hjálp einhverjum til handa í lífsbaráttunni eða ógæfusöm- um anda, og sá bræðranna, sem álit- inn var hæfastur, var venjulega send- ur til hjálpar. Venjulega var einhver bróðir send- ur, sem hafði í jarðlífinu fallið fyrir svipaðri freistingu og síðan þjáðst af samviskubiti vegna synda sinna. Oft hafði maður sá eða kona, sem þörfn- uðust hjálpar, sent óbeint bæn um hjálp og styrk gegn freistingunni. Þá bæn var andaheimur vanur að heyra eins og frá öðrum börnum jarðarinn- ar og náði hún til allra þeirra, sem sjálf höfðu verið synir eða dætur jarðarinnar. Stundum var það að andi, nátegnd- ur þeim er hrópaði, leitaði honum hjálpar hjá okkur. Starf okkar var að fylgjast með þeim, sem okkur var ætlað að hjálpa, þar til hann hafði sigrast á freistingunni. Við reyndum að samhæfast svo náið hinum dauðlega, að um tíma deildum við lífi hans sjálfs, hugsun hans og athöfnum, og í þessu tví- skipta ástandi þjáumst við oft mikið, bæði vegna mannssálarinnar, sem er næstum eins og allar aðrar sálir, en einnig af þeirri staðreynd að kvíði hennar er sá sami og okkar en með því að endurlifa kafla af fyrra lífi þjáumst við á ný af sorg, samvisku- biti og biturð. Manneskjur, sem skynja aftur á móti, þó óljóst sé, sorg okkar og ef sambandið er nógu náið, ímynda sér oft að atburðir, sem við höfum lifað, séu lifaðir af þeim sjálfum á öðru eða liðnu tilverustigi. Þetta andaeftirlit með dauðlegum verum er framkvæmt með ýmsum hætti og þeir sem í gáleysi verða háðir því, annaðhvort með lauslátu líferni eða tilraunum við að leysa torræðar gátur, sem eru þeim ofvaxn- ar, verða oft að gjalda þess að lág- þroskaðir andar, sem heimsækja jarðsviðið, ná slikum tökum á þeim að þeir verða að lokum sem vax- brúður í höndum þeirra og þá nota andarnir líkama þeirra að eigin vild. Margir þreklitlir menn og konur mundu lifa hreinu lífi í björtu um- hverfi en dragast í slæmu umhverfi niður í syndasvað, sem þau eru að- eins að nokkru leyti ábyrg fyrir. 142 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.