Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 6
BERNSKA Ég er fæddur að Gróargili 8. janúar 1929. Foreldrar mínir voru Birna Jónsdóttir og Eiríkur Sigmundsson. Hún er ættuð héðan úr Skagafirði, komin út af Gísla Konráðssyni. Pabbi minn var austan af héraði, kom hing- að fyrst í vegavinnu 1926. En eins og ég sagði er ég fæddur á Gróargili og var þar til fimm ára aldurs, þá fluttum við að Reykjum á Reykjaströnd. Við bjuggum að Reykjum í fimm ár en síðan fórum við í Hólakot og átt- um heima þar í fjögur ár. Þar fermdist ég 1943 en síðan fluttum við hingað. Við vorum fimm systkinin, en einn bróðirinn er látinn. Yngsti bróðir minn er 16 árum yngri en ég og ég man vel eftir að ég sótti ljósmóðurina þegar hann fæddist. Það var margt öðruvísi þá, t.d. enginn bílvegur. A Gróargili var daglegur viðburður að sjá bíla enda er Gróargil næsti bær við Varmahlíð. En þegar við komum hingað út eftir liðu níu ár þangað til fyrsti bíllinn rann í hlað. Ég átti góða og skemmtilega bemsku. Það var ekki alltaf til mikið af öllu en okkur leið vel. Foreldrar mínir voru mjög samhent, en faðir minn missti heilsuna ungur og átti við vanheilsu að stríða eftir það. Ég var í farskóla, byrjaði tíu ára gamall. Þá var skylda að vera tvo mánuði á vetri í skólanum fram að fermingu. Síðan fór ég á Laugarvatn 1948 og var þar tvo vetur. Ég fór í 1. bekk og gekk þokkalega þar, svo að ég sleppti 2. bekknum og fór beint í landspróf. Við gerðum þetta nokkur. Mér fannst landsprófið ekkert erfitt, enda tók ég þetta skipulega. Náttúrufræði, mannkynssögu og landa- fræði lærði ég vel en ég galt þess að hafa ekki lært nein mál fyrr en þama, en enska og danska voru bæði undir landspróf. Ég var nokkuð góður í reikningi en þegar ég sleppti úr alveg heilum vetri kom það niður á manni, og eins það að hafa sleppt úr bæði ensku og dönsku. Það var dálítið sérstakur vetur 1949. Það gerði svo mikinn snjó að það varð að flytja allar vistir til Laugar- vatns á sleða aftan í jarðýtu í langan tíma. Það var ekki mikið um frí heldur. Ég fór ekki heim í jólafríinu, heldur sparaði eins og kostur var. Sumarið 1949 var ég í brúarsmíði og á þeim mánuðum vann ég alveg fyrir skólavistinni. Ég reyndi að lesa þá um sumarið, en það gekk nú allavega. Fyrst vann ég við að grafa fyrir minnismerki á Hólum, turninum fyrir Jón Ara- son, og svo fór ég í brúarvinnu. Fyrst vorum við að byggja brýr á Laxárdalnum og svo á Blöndu. Það kom fyrir mig í landsprófinu atvik sem ég man vel, hve argur ég var. Við áttum að velja ritgerðarefni, annað- hvort Sesar eða púnversku styrjaldirnar. Ég var mjög vel undirbúinn í sambandi við púnversku styrjaldirnar, mundi öll ártölin, en af einhverjum asnaskap valdi ég Sesar. Svo gleymdi ég hvað Pompeus hét þangað til ég var búinn að loka hurðinni. En mér líkaði vel á Laugarvatni, kynntist mörgu góðu Jón og Hólmfríður með þrjú eldri börnin. fólki og gjarnan vildi ég skreppa aftur í tímann og vera þar einn dag. En eftir skólann á Laugarvatni varð ekki meira úr skólagöngu. Það var erfitt að fá vinnu og því ekki hægt að veita sér mikið, en mig var farið að langa til að læra meira. Ef ég hefði haft aðstöðu til er aldrei að vita nema ég hefði lagt stund á verkfræði eða eitthvað í sambandi við sjóinn, því að það hefur alltaf heillað mig. Ég fór á vertíð 1948, þá á Akranesi, á bát sem hét Har- aldur. En þar sem ég er alinn upp á sjávarbakkanum fór- um við bræðurnir ungir á sjó. Eg var þá tólf ára og var auðvitað formaðurinn þar sem bróðir minn var fjórum árum yngri. Það slampaðist allt saman, en ég er ekki viss um að ég hefði hleypt mínum strákum svo ungum einum síns liðs. Annars veit ég það ekki, maður á ekki að of- vernda börn. Einu sinni þegar ég var smápatti og var að ganga til næsta bæjar tók ég eftir því hve vegurinn var breiður þar sem ég gekk, en mjókkaði í fjarska. Ég greikkaði sporið til að flýta mér að komast á þennan mjóa veg, en hann var alltaf jafn breiður. Síðan hef ég alltaf verið á breiða veginum. 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.