Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 27
Ingvar Björnsson: Mjilkurpósturiim og Brúnki r þessum árum voru mörg smá- býli í og við Reykjavík, og var þar að mestu stundaður kúabúskapur. Þar sem þetta var fyrir tíð mjólkurhreinsunarstöðva, bíla- eign í lágmarki og strætisvagnaferðir strjálar og langt á milli leiða, höfðu kúaeigendur þann hátt á, að þeir seldu mjólk sína til fastra viðskipta- vina, og auðvitað varð þá að flytja hana til þeirra. Hver kaupandi lagði til tvo brúsa, í annan fengu þeir mjólk en hinn tók mjólkurpósturinn til baka. Þeir seljendur, sem voru vandir að virðingu sinni, vildu sjálfir þvo brús- ana sem komu til baka. Mig minnir að flestir brúsar væru úr áli, þó má vera að þeir hafi verið galvaniseraðir járnbrúsar. Algeng- ustu stærðir voru frá tveimur að sex lítrum. Fastaviðskiptin voru árstíðabund- in, þar sem flestar kýr báru milli ára- móta og vors. Þá var minnst um mjólk fyrripart vetrar, en það þýddi að segja varð sumum viðskiptum upp, en önnur var nóg að minnka. Þegar svo mjólk óx aftur, gengu þeir sem áður voru í viðskiptum fyr- ir. Þar sem ég hóf þarna störf að hausti, voru viðskipti minnkandi og viðskiptavinum fækkaði. Þetta olli mér nokkrum erfíðleikum, svo sem ég kem að síðar. Ég hafði rnjög góðan, vel yfir- byggðan vagn með forláta ekilssæti til umráða, og satt að segja var ég stundum svolítið drjúgur með mig Haustið 1935 kom ég til Reykjavíkur eftir langa dvöl að Korpúlfsstöðum, en þar hafði ég verið snúningadreng- ur, eins og það var kallað. Hér í bæ var mikið og alvarlegt at- vinnuleysi, og það má því nærri geta, að 14 ára drengur * var ekki eftirsótt vinnuafl. Eg leitaði víða fyrir mér og fékk mörg afsvörin, uns mér bauðst vinna á býli því, sem Lauga- brekka hét, en það var norðan Suðurlandsbrautar, austan nú- verandi Reykjavegar og vestan býlisins Múla og náði síðan norður að gömlu þvotta- laugunum. Hér átti ég að aðstoða við fjós- verk, m.a. mjólka kýr og ann- að sem til féll. Aðalstarfið var þó flutningur mjólkur til við- skiptavina á hestvagni. þegar ég sat bísperrtur í ekilssætinu og lét hugann reika vítt og breitt um lífið og tilveruna. Áður en lengra er haldið með þessa frásögn, verð ég að get hér tveggja vina minna, sem koma mjög við.þessa sögu, annar þó sýnu meira. Þetta voru hestarnir Brúnki og Jarp- ur. Brúnki var við aldur, orðinn lúinn og gigtveikur. Jarpur var hins vegar ungur að árum og heill heilsu. Hvemig sem á því stóð, en að því komst ég aldrei, var mér uppálagt að nota fyrst og fremst Brúnka. Ég mátti reyndar ekki nota Jarp nema í veikindafríum Brúnka. Ég hefi sennilega ekki brotið heilann mikið um þessa flóknu fyrirskipan og farið möglunarlaust eftir henni. Brúnki var gríðarstór hestur, tals- vert vel í holdum og því stirður í hreyfingum. Hann var með eindæm- um latur og lét aldrei að stjórn heldur fór hann aðeins sínu fram. Ég tel að greind hans hafi verið langt yfir venjulegri hestagreind, að minnsta kosti fannst mér hann sýna það með ýmsum uppátækjum sínum og klækj- um. Hann þekkti nákvæmlega leið- ina, sem við áttum að fara, og yrðu breytingar á henni mátti ég fara úr ekilssæti mínu og teyma hann fram- hjá þeim stað, sem úr átti að falla eða að þeim, er við skyldi bætast næstu dagana. Þar sem Brúnki virtist hafa komist að þeirri snjöllu niðurstöðu fyrir löngu, að hann kæmist á milli staða með því að labba bara fet fyrir fet, sá hann enga ástæðu til að fara hraðar, og hvemig sem ekillinn, stjórnandi hans, lét, skipti það hann engu máli. Að „fara bara, fara bara fetið,“ eins og segir í vísunni, skyldi það vera. Ein undantekning var þó á þessari reglu, en hún var sú að væri farið niður bratta brekku, sá vinurinn enga ástæðu til þess að streða við að halda Heimaerbezt 135

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.