Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 33
Allan þennan tíma þjáðist ég mjög
jafnt á sál sem líkama, en á lægri
stigum í andaheimi þjáist andinn lík-
amlegum kvölum. Með auknum
þroska verður þjáningin fremur sál-
ræn, þar eð efniskennt hulstur anda á
æðra þróunarstigi gerir þá síður mót-
tækilega fyrir líkamskvölum.
Þegar kraftar mínir uxu, lifnuðu
hvatir mínar á ný og ollu mér slíkum
kvölum, að freistingin var oft svo
sterk að gera líkt og aðrir aumir and-
ar, að hverfa aftur til jarðarinnar til
þess að fá þar freistingunum útrás
með aðstoð þeirra sem þar lifðu. Lík-
amsþjáningar mínar uxu mjög ört,
því að þeir kraftar sem ég hafði verið
svo hreykinn af en hafði misnotað
svo, ollu mér rneiri þrautum en hjá
mér veikbyggðari manni.
Líkt og vöðvar aflraunamanns,
sem hefir ofþjálfað, byrja að hnykl-
ast og valda honum þrautum, eins
byrjuðu þau öfl í mér, sem ég hafði
misnotað í jarðlífinu, að valda mér
sárum verkjum.
Þegar kraftar mínir styrktust svo
og ég megnaði á ný að njóta þess,
sem í jarðlífinu hafði virst skemmt-
un, óx löngun mín meira og meira,
svo að ég gat varla staðist freising-
una að hverfa aftur til nautna jarð-
lífsins, nautna gegnum líkami þeirra
sem þar lifðu, einkum þeirra sem
lifðu ósiðsönui lífi á lægsta stigi,
þessar nautnir skynfæranna, sem enn
voru svo freistandi.
Margir, sem dvöldu með mér í húsi
vonarinnar, buguðusl af freistingum
og hurfu aftur til jarðar og komu
þaðan aftur, fyrr eða síðar, örþreyttir
og niðurlægðir, jafnvel meira en
áður.
Öllum var frjálst að fara eða dvelja
áfram, allt að eigin ósk. Allir gátu
einnig komið aftur, því að hurðir
húss vonarinnar stóðu öllum opnar,
hversu vanþakklátir og óverðugir
sem þeir voru, og ég hefi oft furðað
mig á hinni miklu þolinmæði og
blíðu, sem syndum okkar og veik-
leika var sýnd.
Vissulega var aðeins hægt að
aumkva þær ógæfusömu sálir, sem
gerðust þannig þrælar fýsna sinna og
gátu ekki sigrast á þeim og drógust
aftur til jarðarinnar, þar til þær eftir
svölun fýsnanna gátu vart hreyft sig
og líktust mest unga manninum sem
ég stundaði.
Einnig ég hefði getað bugast af
freistingunum, ef hugur minn hefði
ekki beinst að fölskvalausri ást minni
og þeirri von, sem hún hafði veitt
mér ásamt hreinni óskum, sem hún
hafði lagt mér í brjóst. Ég get ekki
dæmt þessar afvegaleiddu sálir, sem
höfðu ekki hlotið þá blessun.
Ég fór oft til jarðarinnar, en aðeins
til ástvinu minnar, því að ást hennar
laðaði mig alltaf þangað burt frá öll-
um freistingum og inn í hið hreina
andrúmsloft, sem lék um hana. Þó að
mér tækist aldrei að komast alveg að
henni vegna hins ósýnilega múrs
sem ég hefi lýst, var ég vanur að
standa utan hans og horfa á hana, þar
sem hún sat, vann og las eða svaf.
Þegar ég var þar, varð hún á ein-
hvern dulrænan hátt vör nærveru
minnar, hvíslaði nafn mitt og leit í
áttina til mín með raunamæddu
brosi, sem ég tók með í huganum og
hughreysti mig á einverustundum
mínum.
Astvina mín virtist svo sorgmædd,
svo óumræðilega raunamædd og var
svo föl og fíngerð að ég komst við,
þó að mér væri huggun að sjá hana.
Ég get sagt að þrátt fyrir allar til-
raunir hennar til þess að vera hug-
rökk, þolinmóð og vongóð, var
áreynslan henni nær um megn. Hún
hafði þá einnig rnargt annað að stríða
við, ósamkomulag í fjölskyldunni,
ásamt efa og ótta vegna ástundunar
hennar á sambandi við framliðna.
Stundum velti hún því fyrir sér,
hvort það væri ekki örvinglaður
óskadraumur, sem hún mundi vakna
af og verða þess áskynja, að ekkert
samband væri á milli lifenda og
dauðra, engin tæki til að komast í
samband við mig á ný og þá mundi
sljóvgandi örvinglan grípa okkur
bæði.
Ég stóð nærri henni og gat lesið
hugsanir hennar, en þó var ég hjálp-
arvana og ófær að gera henni nær-
veru mína ljósa.
Því bað ég um leyfi til þess að
mega á einhvern hátt tjá mig henni.
Nótt eina, þegar ég hafði séð hana
sofna eftir ákafan grát, en ég hefði
einnig getað grátið fyrir okkur bæði,
var hönd lögð á öxl mína og þegar
ég leit upp sá ég þar verndaranda
hennar, þann sem fyrst hafði hjálpað
mér til þess að ná sambandi við
hana.
Hann spurði, hvort ég vildi sýna
fullkomna ró og jafnaðargeð, ef ég
fengi að kyssa hana þar sem hún
svaf.
Ofsaglaður yfir þessari óvæntu náð
lofaði ég því hátíðlega.
Þá tók hann í hönd mína og leiddi
mig gegnum hinn gegnsæja múr,
sem ég gat aldrei rofið.
Verndarandinn beygði sig yfir hana
og gerði ýmis furðuleg tákn með
hendinni. Því næst tók hann í hönd
mér og hélt í hana nokkra stund, síð-
an bað hann mig að snerta hana var-
lega.
Hún svaf vært með tár á hvörmum
og hinar töfrandi varir opnar, eins og
hún mælti í svefni.
Önnur hönd hennar hvíldi undir
kinn og ég tók í hana eins varfærnis-
lega og ég gat, til þess að vekja hana
ekki. Hönd hennar lukti sig um
mína, eins og með hálfri meðvitund
og slík gleði skein úr andliti hennar,
að ég óttaðist að hún mundi vakna.
Hinn bjarti andi brosti til okkar
beggjaog sagði:
„Kysstu hana nú.“
Ég laut yfir hana og kyssti hana
fyrsta kossinum, sem ég hafði kysst
hana. Ég kyssti hana ekki einu sinni
heldur oft og svo ástríðufullt að hún
vaknaði og bjarti andinn hreif mig
skjótt á brott.
Hún leit í kringum sig og spurði
varfærnislega:
„Var þetta raunverulega draumur
eða kyssti elskhugi minn mig í raun
og veru?“
Heima er bezt 141