Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 10
hef aldrei orðið var við neitt slíkt. Hef aldrei séð draug á ævinni. Eg geri svolítið af vísum. Stundum er það kvikindislegt en ég flíka aldrei slíku. þó að það sé það sem gengur í fólk, en ég vil helst ekki særa nokkurn mann. Einu sinni var Kristján bróðir minn að safna örnefnum. Hann gisti hjá mér. Um morguninn þegar hann var að fá sér kaffi með mér, sagði ég við hann: Týndur er Týjabakki, töpuð Dagmálaþúfa. Þá sagði Kiddi: Gleymdur er Guðsbarnaslakki, Og ég bætti svo við: glötuð Tröllkonuhúfa. Ásta Birna Jónsdóttir. Kerlingin í bak. spreka mig til og spyrja, hvað var Glámur? Ég sagði þeim að Glámur hafi verið Svíi, en þeir létu sér ekki það nægja og spurðu áfram hvað Glámur hefði verið. Þeir hlógu mikið að því að henn hefði verið Svíi. Ég sagði þeim að þeir yrðu að athuga það að Grettis saga gerðist um siðaskipti. Grettir var um það bil 14 ára þegar kristni var lögtekin á Islandi. Fyrir þann tíma hefði verið iðkað- ur hér galdur og alls konar fordæðuskapur, eldaður seiður og þar fram eftir götunum og ég skyldi segja þeim það að ég hefði hitt gamlan mann sem ég hefði spurt hvað væri mesta breytingin sem hann myndi eftir. Hann sagði mér að það væri ljósið, eftir að rafmagnið hefði komið. Myrk- fælnin væri svo miklu minni, en hefði verið svo óskap- lega mikil í gamla daga. Það gæti enginn ímyndað sér sem ekki reyndi það. Mikill ótti við myrkrið. Ég sagði þeim að þeir skyldu lesa mjög mergjaða draugasögu, fara svo út í myrkur og komast á eyðistað, þar sem engin mannabyggð væri og að einhverju húsi sem stæði opið og þeir skyldu ganga fyrir dymar á húsinu, þeg- ar tungl væði í skýjum. Svo skyldu þeir vita hvernig þeim liði í hnakkanum og bakinu þegar þeir sneru bakinu í dym- ar. Það sló þögn á liðið og það hló enginn, en ég fékk það á tilfinninguna að þama yfirgæfi ég myrkfælinn hóp. Yfirleitt kemst ég ekki hjá því að segja fólki sögur í þessum ferðum, þó að margir komi til þess að sjá fuglana og náttúruna. En það er nauðsynlegt að láta ekki reka sig á gat í Grettis sögu. Mér finnst eftir allt þetta að ég þekki töluvert í Gretti og auk þess á Grettir að vera grafinn hérna í Fagranesi, þ.e.a.s. skrokkurinn. TRÚIN OG VÍSURNAR Ég trúi, en það er kannski ekkert meira en gengur og gerist. Ég trúi á líf eftir dauðann en ég er ekki dulrænn og Það komu hingað 50 manns í rútu og ———— voru að fara út í Reyki. Þau vom að læra Grettis sögu. Það varð úr að ég færi með þeim, en ég var að koma úr fjósinu og ætlaði nú að fara heim og hafa fataskipti, en þeir sögðu að það þýddi ekkert, ég skyldi koma eins og ég væri. Ég settist hjá bílstjóranum, þeir fengu mér míkrafón og ég lét dæluna ganga. Síðan sendu þeir mér bók, stóra og dýra sem heitir „Mergur málsins“ og eina vísu með og nöfnin sín öll á blaði, og vísan er svona: Heilsum við þér heillagrér, heiðursvottinn sendum þér. Drengur oft í Drangey fer, djarfur jarlstignina ber. Mér þótti vænt um þetta, svo að ég hnoðaði saman vísu og sendi þeim á korti með mynd af Drangey, og tvær aðr- ar vísur með svo þau lifðu veturinn af, sagði ég þeim: Fœstir gripufyrir nefin, enfóru að semja Ijóðastefin. Svo var ,,Mergur málsins“ gefinn manni er veitti fjósaþefinn. Hinar voru svona: Kuldinn þjáir seggi og sjá, sölnar strá í högum. Vorsins þrá er voldug á vetrargráum dögum. Alltafverð ég eins og nýr úti í hlýju vori. Enda gerast ævintýr í öðru hverju spori. 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.