Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 7
BUSKAPUR
AFÆTTINGJUM
Ég hef aldrei verið hneigður til búskapar og alltaf verið
lélegur bóndi, en maður hefur böðlast áfram. Ég bjó mér
til rafstöð snemma og hef alltaf framleitt mitt rafmagn
sjálfur og geri enn. Þetta er heimarafmagn sem þú sérð
hérna. En vatnsbúskapurinn er misjafn. I fyrra til dæmis
þurfti ég aldrei að skrúfa fyrir, hafði alltaf nægt rafmagn í
túrbínuna, en í vetur hefur þetta verið svipað og 1979, af-
skaplega lítið vatn. En ég hita upp með rafmagni og er
með súgþurrkun á tveimur stöðum. Svo er ég með gamla
túrbínu í fjárhúsunum sem ég nota til þess að knýja
blásarann beint.
Fyrsti bústofninn var ein kind sem ég fékk eftir fjár-
skiptin 1950. Það var fjárlaust hér 1949, sem betur fer,
því að það var mjög hart ár. Núna er ég með 20 kýr, á
annað hundrað fjár og áttatíu hross.
AF FÖÐUR MÍNUM
Einu sinni, ég held að það hafi verið 1934, það var
fyrsta eða annað árið sem við vorum á Reykjum, fór ég
út á Reykjasand með pabba mínum og þar fann hann
rekna kind, dauða á sem hafði farið í sjóinn í miklu brimi
þá um haustið. Þá var nú ekki siður að fleygja mat, a.m.k.
ekki á hans heimili, því þau voru 10 systkinin og bjuggu
á reitingskoti, Gunnhildargerði í Hreðavatnstungu, sem
nú er í eyði.
Nema hvað, hann tók þessa á, sem var alveg spikfeit og
steingeld, en hrafninn var nú eitthvað svolítið kominn í
hana. Hann fór með hana heim á kerru. Síðan fló hann
kindina, eflaust rakað gæruna líka, því þá var nú siður að
ganga á skinnskóm.
Pabbi átti ekkert í þessari á, en kjötið var reykt og
mamma bjó til kæfu úr slögunum. Þetta þótti einstakt því
að það fengust 5 kg af tólg úr kindinni.
Pabbi fór nú að athuga hver átti ána, en í Skagafjarðar-
töflunni var ekkert mark sem passaði við hana. Önnur
tafla var ekki til á okkar heimili, en hann átti leið á næsta
bæ og fékk að líta í Húnavatnssýslutöfluna og þá kom í
ljós hvaðan hún er. Maðurinn sem átti þessa kind bjó rétt
hjá Skagaströnd.
Svo var það rétt fyrir jólin að pabbi tók hangikjötið,
kæfuna, tólgina og gæruna og fór með þetta allt inn á
Krók og sendi til Skagastrandar. Ég man hvað pabbi var
glaður er hann var að segja mömmu frá því að þetta hafði
verið bláfátækur barnamaður sem átti ána. Og það er
kannski einhver gamall maður í dag sem man eftir því að
hafa fengið þarna hangikjöt fyrir jólin.
En núna eru búskaparhættirnir svo breyttir og það teld-
ist vera vitlaus maður sem gerði svona lagað. En þetta
þótti sjálfsagt þá þó að þetta væri sjórekin kind.
Það hefur stundum sótt að mér líka að ég er sjötti mað-
ur frá Jófríði Björnsdóttur sem átti heima á Valabjörgum.
Hún giftist um 1782 og fór að búa á Valabjörgum þá 17
ára gömul. En svo komu móðuharðindin og það dó allur
þeirra bústofn, bóndinn dó og hún fór á vergang. Hún var
barnlaus en var á vergangi í þrjú misseri. Þá hitti hana
Konráð á Völlum og hann ætlaði að vita hvort hún kynni
tógvinnu. Hann tók hana heim með sér og hún ætlaði að
vera þar í þrjá daga, en svo giftu þau sig um haustið en
þá var hann 65 ára en hún 19. Og sonur þeirra var Gísli
Konráðsson.
Svo man ég eftir því að séra Arni Þórarinsson kom í
Reyki og hann fór að spyrja mömmu um ættir hennar.
Hún sagði honum það, Þangað til kom að Gísla Konráðs-
syni, þá sagði séra Árni: Veistu hvers son hann var hann
Gísli Konráðsson? Já, hún vissi að hann var Konráðsson.
„Ekki nú aldeilis,“ segir séra Árni, „hann var sonur séra
Jóns Þorlákssonar á Bægisá.“ Nú, mamma hafði ekki
heyrt það. „Jú, jú, það var þannig að séra Jón var ferjaður
yfir Vötnin og Jófríður ferjaði hann yfir. Hann átti engan
pening til að borga henni fyrir ferjutollinn, svo að hann
gerði henni barn. Það var Gísli Konráðsson."
Seinna barst mér í hendur ævisaga Jóns Þorlákssonar og
ég komst að þeirri niðurstöðu að séra Jón Þorláksson hafði
átt leið yfir Héraðsvötnin níu mánuðum áður en Gísli Kon-
ráðsson fæddist. Svona er lífið, ýmsar óráðnar gátur.
FJÖLSKYLDAN
Ég er tvígiftur, skildi við fyrri konu mína. Með henni
átti ég fimm börn. Þau heita Eiríkur, Sigurjón, Viggó,
Sigmundur og Alda. Seinni konan mín heitir Hólmfríður
Agnarsdóttir og við eigum fimm börn, Þau heita Sigfús,
Björn, Ásta Birna. Brynjólfur og Jón Kolbeinn.
Ég hef alla tíð búið hér í Fagranesi en ég á hluta af
Reykjum líka.
Ég sótti sjóinn, var með 85 tonna kvóta, missti hann
svo ofan í 5 tonn. Svona er þetta. Það er víðar kvóti en í
landbúnaðinum. En við veiðum grásleppu, það er það
eina núorðið.
Einu sinni var ég með 1000 ærgildi en það er liðin tíð,
búið að skera af manni bæði á sjó og á landi.
Veturinn í vetur hefur verið dálítið strembinn. Það hef-
ur ekki verið mokað hingað. Við erum útkjálkafólk þó að
það séu einungis 7 km á Sauðárkrók.
DRANGEY
Ég er með ferðaþjónustu, fer með fólk út í Drangey. Ég
er sem sagt með ferðir hér á milli, fer með fólk út í eyj-
una og yfirleitt kemst ég ekkert undan því að segja frá
eyjunni og sögu hennar. Fólk pantar hjá mér ferðir og svo
Heima er bezt 115