Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 16
Franklín Þórðarson frá Litla-Fjarðarhorni: Hvers vegna drap Þorgrímur Véstein? Þessari spurningu hljóta flestir, sem lesa Gísla sögu Súrssonar, að velta fyrir sér. Nærtækasta svarið og líklega það algengasta er, að Þorgrímur hafí drýgt þennan glæp fyrir Þorkel mág sinn vegna afbrýðisemi þess síðarnefnda, eftir að hann heyrði á tal þeirra svilkvennanna Ásgerðar konu sinnar og Auðar Vésteinsdótt- ur, þar sem Auður upplýsir að hún hafi lengi vitað um hug As- gerðar til Vésteins. Hugleiðingar umGislasögu r g trúi ekki öðru en langflestir hafni þessari skýringu, því að þótt ýmsum mönnum þessara tíma væri stundum laus höndin af litlu tilefni og sumir jafnan góðir til bolaxar, eins og sagan segir um Hrafnkel Freysgoða, verður það að teljast með ólíkindum að goðinn sjálfur, sem við getum jafnað við sýslumann á okkar dögum, laumist inn í hús mágs síns í skjóli náttmyrk- urs og stingi sofandi mann til bana og það við hliðina á systur hans, sem hann hafði sjálfur átt vingott við, vit- andi að þetta voðaverk hlaut að kalla fram önnur illvirki ekki síðri. Og ástæðan ekki meiri en afbrýðisemi út af heldur ómerkilegu kvenna- kjaftæði, sem Þorgrími kom ekkert við. Nei, orsakirnar hljóta að hafa verið aðrar og meiri, haft langan aðdrag- anda og ekki ráðist af neinni tilvilj- un. Því miður er höfundur Gíslasögu alltof fáorður, að hann skuli ekki gera betri grein fyrir mönnum og málefnum og segja meira frá þeim Þorgrími og Vésteini. En er þá svörin við spurningum okkar hvergi að finna? Getur ekki verið að þau megi finna í sögunni, ef vel er leitað, eins og lausnarleiki í erfiðri skákþraut? Við skulum hefja leitina með því að kanna bakgrunn þessara tveggja manna og fikra okkur síðan gegnum söguna. Þorgrímur Þorsteinsson frá Helga- felli hefur snemma verið eftirtektar- verður, ungur maður og þótt líklegur til höfðingja. Um þá bræður segir á einum stað (Laxdæla): „Þá var uppgangur þeirra Þor- steinssona, Barkar og Þorgríms, sem mestur." Engan hefur þá órað fyrir hinum hræðilegu örlögum, að hann myndi falla frá aðeins hálfþrítugur að aldri, jafn gamall og faðir hans, sem drukknaði á sama aldri. Ef til vill hefur seinni tíma mönn- um fundist sem örlög þeirra mætti að nokkru eða öllu kenna nöfnum þeirra, sem kennd voru við þrumu- guðinn Þór. Þórólfur Mostrarskegg hét upphaf- lega Hrólfur, en af því að hann elskaði mjög goðin og þó einkum Þór, var nafni hans breytt. Hann átti svo son, sem hét Steinn. Þann son gaf hann Þór og því var hann eftir það nefndur Þórsteinn. Hans sonur hét fyrst Grímur og af sömu ástæðu verður það Þórgrímur. Það er annars furðulegt, hvað verða miklar nafnabreytingar í þess- 124 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.