Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 25
Bergur Bjarnason, kennari: Litið til baka €ins og öllum er nú kunnugt, ná íslendingar mun hærri aldri en á fyrri árum og öld- um, þegar þjóðin bjó við afar erf- iðar aðstæður, þröng og köld húsa- kynni, nær enga heilsugæslu og þrifnað yfirleitt í algjöru iágmarki. Fæða var þá einnig mjög takmörk- uð á mörgum heimilum, a.m.k. á vissum tímum, svo að lá við sulti. Og viss harðindaár þekkja allir, 1. híuti þegar flökkulýður reikaði um landið og lifði á bónbjörgum eða dó drottni sínum. Það er undursamlegt að hugsa um þá miklu glæsiiegu breytingu, sem orðið hefur á öllum aðbúnaði og aðstöðu Islendinga á nokkrum síðustu áratugum. Við búum nær undantekningarlaust í ágætum, vel upphituðum húsakynnum. A þeim tíma hafa nær allir haft næga at- vinnu og því búið við bestu að- stæður hvað snertir fæði, klæðnað og þrifnað. Og loks það sem ekki skiptir minnstu máli: Heilsugæsla þjóðarinnar á þessum tíma hefur verið, er enn og verður með þeirri allra bestu sem til er í Evrópu. Það er þessi mikla og jákvæða breyting í lífi og allri aðstöðu þjóð- arinnar, sem veldur því, að nú ná íslendingar flestir miklu hærri aldri en fyrr. Meðalaldur mun nú vera kominn nokkuð yfir áttatíu ár og ýmsir farnir að skjótast langt á 10. tuginn. Fyrr á árum og öldum mun meðalaldur þjóðarinn- ar sjaldan hafa náð 40 árum. Svo furðuleg er breytingin orðin. Vegna okkar frábæru aðstöðu og heilsugæslu halda langflestir aldr- aðir sæmilega góðri heilsu. Og hjá þeim held ég því ákveðið fram, að ellin eigi að vera og sé einkar á- nægjulegur og gefandi tími. Hníga að því mörg augljós rök, sem hér verða þó ekki rakin að sinni. Enginn má ætla að ég gleymi þeim tiltölulega fáu, sem eru sjúk- ir á ýmsan hátt. Þeir eiga að sjálf- sögðu ýmsir erfitt og þurfa að vera á sjúkrastofnunum, þar sem þeir njóta bestu aðhlynningar, þar til dauðinn ber að dyrum. Skulu þeim hér færðar innilega samúð- arkveðjur. Sá, sem þetta ritar, Bergur Bjarna- son, norðlenskur skólamaður, er einn af þessum furðulegu heilsugóðu gamalmennum, bráðum 83 ára gam- all. Og ég er svo hamingjusamur að hafa alltaf samband við góða vini, dunda daglega við handavinnu eða skriftir og iðka líka daglega heilsu- rækt af einhverju tagi stundarkorn, einkum sund. Þannig getum við haldið okkur lengur hressum og vak- andi og eigum öll að gera. Og minningarnar góðu frá starfsár- unum og kynni við ágætt fólk eru ómetanlegur fjársjóður, sem við get- um oft unað við til yndis og ánægju, og einnig og ekki síður minningarnar um þá undursamlegu fögru og fjöl- breytilegu jörð, sem við búum á um stund, með sínu dásamlega og ótrú- lega fjölþætta lífríki, er við höfum flest kynnst vel á langri leið, bæði heima og erlendis. Já, við sem njótum þess svo mörg að halda tiltölulega góðri heilsu á efri árum, þurfum sannarlega ekki að kvíða ellinni. Hún er einkar ánægju- legur og gefandi tími, eins og ég gat um fyrr. Eitt af því, sem ég uni oft við, er að endurkalla mér til ánægju hugljúf- ar minningar frá ýmsum tímaskeið- um ævinnar. Að þessu sinni er mér efst í huga að festa á blað fáeinar eft- irminnilegar og kærar minningar frá æsku- og unglingsárum í nokkrum stuttum, samanþjöppuðum þáttum. Ég var svo hamingjusamur að alast upp á stóru, fjölmennu heimili, Völl- um í Lónafirði, hjá ágæturn foreldr- um og í samstilltum systkinahópi. Jörðin var víðáttumikil og fjölbreytt, Heimaerbezt 133

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.