Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 12
A þessum funcli þótti gaman, þar hefur enginn vaðið reyk. Kjarni og hismi hafa saman hugi fellt á nýjan leik. Þessi skýrir sig sjálf: Fölna tekur minn forni vangi, fækkað hefur mjúkum línum. Sést hér engin griðka á gangi girndarleg yfir vexti mínum. Einu sinni gerði ég sléttu- bandavísu um klárinn minn. Hún er svona: Jarpur heitir folinn frár, fljótur breytir geði. Garpur beitir kostum knár, knapa veitir gleði. Gleði veitir knapa knár, kostum beitir garpur. Geði breytirfljótur frár, folinn heitir Jarpur. Svo er þessi: Ýmsir telja að því sóma, efþeir geta prettað mann. Og látið svarta lýgi hljóma líkt og hreinan sannleikann. SAGA AF ÞORRABLÓTI Það var eitt sinn á þorrablóti hér að maður var að segja sögu, sem mikið var hlegið að. Það var þannig að hann dreymdi að hann væri dáinn og væri kominn til Sankti Péturs. Þar sá hann alls kyns klukkur og mæla og innti eftir hvað þetta væri. Sankti Pétur sagði að þetta væru kynorkumælar sem þeir hefðu hérna. Hann langaði að skoða hver kynorkan væri hjá sveitungunum. Svo ætlar hann að fara að gá að mér en sér þá engan mæli. Hann spurði Sankti Pétur og hann svaraði: Við notum hann hérna inni til að knýja viftu, hann var svo öflugur. Sumum fannst illa að mér vegið þar sem ég var ekki í þorrablótsnefnd og vaninn er að skjóta einungis á nefnd- armenn. Það gengur kefli um sveitina sem er afhent þeim sem næst eiga að sjá um þorrablótið og að þessu sinni var mér afhent keflið. Eg tók við því en laumaði að þeim þessari vísu: Ýmsir vilja orku panta, ástin blómstrar heit. En krafta á viftur virtist vanta víða í Borgarsveit. Það var hlegið mikið að þessu. FÉLAGSSTÖRF Ég hef alltaf verið Framsóknarmaður, en maður á nú til að fyllast vonleysi þegar maður hugsar um þessi stjóm- mál. Það þykir alveg sjálfsagt að bændur dragi saman, framleiðslurétturinn minnkar og vörurnar eiga að lækka. En síðan koma bankarnir og stofnlánadeildin en þá þykir sjálfsagt að það sé verðbótaþáttur á lánunum okkar og þau séu að fullu verðtryggð. Þegar afurðimar eiga að lækka um 20%, eiga kannski lánin að hækka um það bil 20%. Þetta getur engan veginn gengið upp. En það hefur nú oft syrt í landbúnaðinum. Hér var t.d. skorið niður 1949 vegna mæðiveiki og maður skilur varla nú hvernig fólk hafði það af. Ég fór einu sinni óvart á aðalfund Sambandsins, sem varamaður, síðan var það lagt niður. Svo fór á einn fund á Stéttarsambandi bænda og nú er búið að leggja það niður. Ég ætti kannski að leggja þetta fyrir mig. Ég hef verið lengi í sýslunefnd og er nú í héraðsnefnd. Ég man eftir því þegar við vorum að semja byggingar- reglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu. Þar var Gísli í Holti og hann færði þetta allt til betri vegar fyrir okkur í sambandi við íslenskuna. Þar stóð meðal annars: Ekki má byggja nýtt hús nema með leyfi byggingarnefndar. Gísli var ekki ánægður með þetta og sagði „Ég held að menn byggi yf- irleitt ekki gömul hús.“ Einu sinni datt mér í hug að læra að syngja, þegar gamli karlakórinn var starfræktur hér. Ég fór að æfa mig ...framhald á bls. 137 Feðgin að störfum. 120 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.