Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 30
Franchezzo:
Ritað Ósjálfrátt afA. Faranese Þýðing: Guðbrandur E. Hlíðar
læja virtist hanga á milli okk-
ar, en gegnum hana sá ég
andana, konumar og ástvinu
mína. Mér var tjáð að nú gæti ég aft-
ur sent henni orðsendingu gegnum
konu þá, sem gegndi því hlutverki
áður.
Ég var svo ákafur í tilraun minni
að láta ástvinu mína skrifa sjálfa orð
mín, eins og ég hafði séð vemdar-
anda hennar gera áður, að mér var
leyft að reyna það. Mér urðu það
vonbrigði að það mistókst. Hún fann
engan kraft frá mér og ég varð að
gefast upp við tilraunina og fela kon-
unni að skrifa fyrir mig eins og áður.
Eftir að hafa lokið sendingu minni
staldraði ég við nokkra hríð og
horfði á hið milda andlit ástvinu
minnar, eins og ég hafði gert fyrr á
hamingjusömu dögum okkar.
Hugrenningar mínar tmfluðust af
öðmm andanum, sem mér fannst
vera ungur, fríður en alvarlegur mað-
ur. Hann talaði við mig rólegri, vin-
gjarnlegri röddu og sagði, að ef ég
þráði raunverulega að láta ástvinu
mína sjálfa skrifa orð mín, væri mér
gagnlegt að gerast félagi í „Bræðra-
lagi iðrandi anda,“ því að hjá þeim
mundi ég læra margt, sem ég vissi
ekkert um nú en sem mundi auka ör-
yggi mitt til þess að stjórna skaphöfn
3. hluti
hennar og um leið veita mér þau
fríðindi, sem ég þráði, en það var að
fá að hitta hana við og við þann tíma
sem hún dveldist á jörðinni.
Hann sagði, að vegur iðrunarinnar
væri erfiður, mjög erfiður, skrefin
mörg, þjáningin mikil, en að lokum
mundi hann leiða mig til fagurs, frið-
sæls lands, þar sem ég gæti hvílt í
sælu, sem ég gæti ekki gert mér í
hugarlund nú.
Hann fullvissaði mig um að af-
myndaður líkami minn og andlit,
sem ég óttaðist nú að sýna ástvinu
minni, mundi breytast í réttu hlutfalli
við hugarfarsbreytingu mína, þar til
ég fengi fríðleika minn á ný. Ef ég
dveldist áfram á jarðsviðinu, sem ég
væri nú á, mundi ég sennilega drag-
ast að þeim stöðum glaums, sem ég
dvaldist áður á og í þeirri andans
niðurlægingu, sem þar ríkti, mundi
ég brátt missa allan þrótt til þess að
vera í návist ástvinu minnar. Þá
mundu þeir, sem vöktu yfir henni,
neyðast til að loka leið minni til
hennar.
Ef ég vildi hins vegar gerast félagi
í þessu bræðralagi, bræðralagi vonar
og viðleitni, mundi ég fá þá hjálp,
styrk og lærdóm, að ég fengi eftir
nokkurn tíma að hverfa aftur til jarð-
sviðsins og hefði þá öðlast þrótt og
hertygi, sem brynjuðu mig gegn
freistingum þess.
Ég hlustaði furðu lostinn á þennan
alvarlega en velviljaða anda og
óskaði eftir frekari fræðslu um þetta
bræðralag og bað um að mér yrði
vísað þangað. Hann fullvissaði mig
um, að það skyldi hann gera, en
gerði mér jafnframt ljóst, að þangað
kæmist ég aðeins af frjálsum vilja.
Ef ég óskaði einhvern tíma eftir að
ganga úr því, væri mér það þegar
frjálst.
„Allt er frjálst í heimi andanna,“
sagði hann. „Allir berast þangað,
sem þrá þeirra stýrir þeim. Ef þú þrá-
ir að þróa með þér háleitar vonir,
mun þér verða hjálpað til þess að ná
því takmarki og til þess mun þér
veitast sá kraftur og hjálp, sem til
þess þarf. Þú ert einn þeirra, sem
hefir ekki lært styrk bænarinnar. Nú
munt þú kynnast honum, því að allt
öðlumst við fyrir innilega bæn hvort
sem þér finnst þú biðja eða ekki.
Oskir þínar um hið góða eða illa eru
bænir, sem kalla á góð öfl þér til
stuðnings.“
Þar eð ég var nú aftur örþreyttur,
138 Heima er bezt