Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 9
Sigið í Drangey. kynna sér það og væri það ekki í lögum, þá ætlaði hún að flytja um það frumvarp. AF BJARGSIGI Ég er búinn að síga í Drangey í 40 ár. Sigið er dálítið sér á parti. Ég man að ég var dálítið kvíðinn fyrst, en langaði samt að prófa. Ég fór með Maroni Sigurðssyni, sem var búinn að síga hér í eyjunni í 30 ár. Við bræðurnir fórum ekki niður fyrst, þegar við vorum í siginu en Mar- on var lærimeistari okkar. Svo var það eitt vorið að Maron fékk stein í lærið og gat ekki sigið. Þá fórum við að síga strákarnir þrír. Okkur fannst það alveg nógu erfitt þó að við værum þrír og skiptumst á að gera það sem hann var vanur að gera einn. Síðan þróaðist þetta áfram og það endaði með því að ég var orðinn einn við að síga. Þetta er kannski bölvuð vit- leysa, en það er eitthvað í mér sem gerir það að verkum að á vorin kemur fiðringur í mig og mér finnst ég verða að fara út og síga. Oft erum við í vikutíma. Það er sigið eftir eggjunum. Maður hefur bjargstokk á brúninni. Það er hjól sem kallaður er bjargstokkur og þar situr einn maður, síðan er hafður hæll sem er rekinn niður í jörðina. Þar er kaðlinum brugðið utan um, venjulega hefur maður tvo hringi utan um hælinn á meðan verið er að gefa niður. Síðan þegar farið er að hala er tekinn annar hringurinn, til þess að það sé ekki eins erfitt að draga af. Síðan sitja svona fimm menn undir vaðnum og einn var á brún. Þetta hefur breyst núna, við höfum ekki lengur mann á brún en notum talstöð. Ég hef alltaf haft stálhjálm eða alúmíumhjálm á höfðinu, en þetta kemur upp í vana að síga, það verður eins og hver önnur vinna. En ég hef fundið fyrir lofthræðslu og veit alveg hvað það er, enda er ég ekkert gefinn fyrir að fara fram á brúnir að ástæðu- lausu, ef ég er ekki bundinn. Krakkarnir mínir hafa sigið dálítið, nokkur þeirra. En ég hef aldrei lent í neinu sem heitið getur. Ég fékk einu sinni stein í öxlina og var slæmur eitt sumar. En stundum hefur skollið hurð nærri hælum. Það er nú samt margt sem komið hefur fyrir í Drangey. Það var síðast 1924, þá fórst maður þar. Hann var við sig, það slitnaði festin og hann hrapaði til dauðs. Það er erfitt að síga í Drangey, eggin eru svo dreifð að það er á fáum stöðum sem maður getur tínt mikið í einu. Við klifrum eftir þeim eggjum sem hægt er, en það næst ekki mikið svoleiðis. Við klifum Kerlinguna, sem er stakur klettur við Drangey. Fólk hristir oft höfuðið þegar ég segi að ég hafi farið þarna upp. Menn sem eru að klifra í dag hafa svo góðan útbúnað, hamra og nagla og jafnvel borvélar til að bora í bergið en við höfðum ekki neitt, ekki einu sinni almennilega hamra, en samt komumst við þetta. ÁHUGAMÁL Ég hef mjög gaman af að hitta fólk og spjalla við það og ég les einnig mikið. En það er með fólkið eins og bækurnar, það er ekki vert að dæma bækur bara eftir káp- unni. Maður hittir kannski fólk sem manni finnst ófrítt og ekki aðlaðandi, en svo spjallar maður við það og þá er það kannski þeir fallegustu persónuleikar sem maður hef- ur kynnst. Það er svo gaman að láta sér detta ýmislegt í hug, skoða gamlar sögur og margt fleira. Ég hef lesið töluvert af fornsögunum. Það kom sjónvarpsmaður frá danska sjónvarpinu og tók tvo þætti héma,. Ég fór að segja honum frá konungununt, Noregskonungi og Danakonungi. Snorri Sturluson skrifaði Noregskonungasögu og Noregskonungur lét höggva af honum höfuðið, en sonur Snorra, Orækja sem þótti engin merkispersóna, hann var dæmdur til að ganga til Róms. Þá kom hann við hjá Valdimar gamla Danakonungi og orti um hann eina vísu. Danakonungur gaf honum hest sem hann reið til Róms og heim aftur. Þetta voru dálítið ólík skáldalaun hjá konungunum. Sennilega hefur frændi hans Sturla Þórðarson skrifað um þetta, en hann hefur ekki ó- makað sig við að skrifa niður vísuna sem Órækja orti. Kannski hefur smekkur Danakonungs verið skrítinn, en mér hefði þótt gaman að lesa þá vísu sem í fornöld þótti á- stæða til að gefa heilan hest fyrir. Svona dettur mér ýmis- legt í hug og kveðskapurinn hróflar við mér. í ferðum mínum til Drangeyjar segi ég Grettis sögu, og kannski er maður eins og leikari á sviði þama. Sumir út- lendingar gera lítið úr íslendingum, þjóðsögum og svo- leiðis hlutum. Einu sinni man ég eftir að ég var með Þjóðverja sem voru mjög glottandi yfir glímunni við Glám. Þeir fara að Heima er bezt 117

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.