Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.04.1995, Qupperneq 21
hafa menn auðvitað verið á stjái um nóttina til að huga að heyjum og hús- um, og þar sem örstutt var milli bæj- anna var ekkert líklegra en menn hefðu tal hver af öðrum og réttu jafn- vel hjálparhönd eða skiptust á bönd- um og verkfærum. Ekki er neitt ótrúlegt að goðinn sjálfur væri með mönnum sínum að fylgjast með, þótt hann stæði kannski ekki í erfiðustu torfverkun- urn. Nú var það fastur liður að menn, og þó einkum höfðingjar, fóru aldrei svo út úr bæ, að þeir tækju sér ekki vopn í hönd. í þessu tilfelli var ekk- ert vopn handhægara en spjót, því að það mátti einnig nota sem staf í rokkviðunum. Hafi nú Þorgrímur haft tal af Hóls- mönnum uppgötvaði hann fljótt, að Vésteinn var ekki með þeirn. Og sak- leysislegar spurningar um, hvað manna væri í bænum vöktu að von- um enga tortryggni hjá einföldu vinnufólki. „í bænum, það eru bara kvenfólk og krakkar, já og svo auðvitað Vé- steinn. Nei, hann fór ekkert á fætur, hann liggur í næsta rúmi við lokrekkju húsbændanna. Nei, engir fleiri karlmenn í bænum, ja, Þórður reyndar, ef telja má hann karlmann, þennan vesaling." Og Þorgrímur tekur ákvörðun þó hættuleg sé. Hann setur í herðarnar, heldur þétt að sér úlpunni og leggur spjódð fast að sér. Enginn veitir hon- um sérstaka athygli, hann sker sig heldur ekki neitt frá öðrum. Ekki einu sinni hundarnir gelta þegar hann kemur að útidyrunum á Hóli, lítur laumulega til allra átta og gengur svo hratt og ákveðið inn í skálann. Hann er gjörkunnugur og þó birta sé næsta lítil gengur hann hiklaust að rúmi Vésteins, tvíhendir spjótið, því hér má ekkert mistakast, og á einu and- artaki er því lokið. „Hneit þar,“ segir Vésteinn og fellur dauður á gólfið. Þorgrímur sleppir spjótinu, snarast fram skálann og út. Fólkið rís upp í fletum sínum. Hvað hefur gerst? Hver var þessi rennblauti, úlpuklæddi maður sem kom og fór eins og stormsveipur um skálann? Enginn hefur þekkt hann svo öruggt sé. Þorgrímur hraðar sér heim að Sæ- bóli, nú getur allt gerst. Hafði ein- hver þekkt hann? Kemur Gísli strax að hefna fóstbróður síns? Auðvitað hlýtur hann strax að gruna hver veg- andinn sé og spjótið, vitanlega þekkti hann strax Grásíðubrotin. I dyrunum á Sæbóli mætir Þor- grímur Þorkeli. Þeir rekast næstum á í rökkrinu. „Hvað er þetta, niaður, hvað geng- ur á?“ spyr Þorkell. „Af hverju er þetta blóð á þér, hefurðu meitt þig?“ „Það er búið,“ hvíslar Þorgrímur, „hann er dauður." „Hver er dauður?“ Þorkell skilur ekki mág sinn, hvað er að mannin- um? „Uss, ekki svona hátt. Vésteinn auðvitað, ég drap hann. Komdu, við verðum að vopnast og vera við öllu búnir, hver veit hvað þeir taka til bragðs á Hóli.“ Meðan þeir herklæðast, segir Þor- grímur mági sínum frá því, sem gerst hefur. Auðvitað hafa þeir áhyggjur, en nú er teningnum kastað. Ekkert verður aftur tekið. Um það sem á eftir kemur ætla ég ekki að ræða, en eitt finnst mér at- hyglisvert. Hvers vegna Gísli reyndi ekki að sækja vígsmálið að lögum eða að minnsta kosti reikna dráp Vé- steins til frádráttar, þegar hann var dæmdur fyrir víg Þorgríms. Bendir það kannski til þess að Vésteinn hafi ekki verið að öllu leyti saklaus drep- inn? Einhverjum, sem les þessar línur, kann að virðast sem ég dragi frekar taum Þorgríms en Vésteins í þessum hugleiðingum. Það var alls ekki ætl- unin. „Sjaldan veldur einn þá tveir deila,“ segir orðtækið og ég trúi því að svo hafi einnig verið í þetta sinn. Hlaðvarpinn ...framhald afbls 112 lega mikilvægir „varmaskiptar“ ef svo mætti segja, þeir fluttu gífurlegt magn af heitara lofti til kaldari svæða og öfugt. Héldu þannig tempruðu og jöfnu hitastigi á stórum hluta jarðar, sem ekki hefði verið með þeim hætti annars. Manninum hættir stundum til þess að gleyma því að það umhverfi, aðstæður og þau náttúrukerfi sem hann býr í og við, er ekki eitthvað sem varð til bara í gær. Þetta eru að sjálfsögðu atriði sem hafa verið þúsundir, ef ekki milljónir ára í þróun og hafa einmitt orðið til þess að heimurinn er eins og hann er í dag, byggilegur og eins og skapaður fyrir menn og dýr að lifa í. Það yrði því rneira en lítið hál braut sem maðurinn myndi hætta sér út á ef hann færi að fikta við vistkerfi jarðarinnar með þessum hætti, þó svo hann teldi sig vera kominn með þekkingu á því hvernig þau starfa. Þar er við að fást öfl og framvindu sem eru honum yfirsterkari ef úr böndum fer. Það gildir því í þessu eins og öðru að sýna ábyrgð og hæfilega virðingu fyrir því sem er okkur æðra og meira í náttúrunni og reyna að spila með því en ekki á móti. Þá mun það ala okkur og styðja eins og lögmálið segir til urn. Með bestu kveðjwn, Guðjón Baldvinsson. Heima er bezt 129

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.