Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 11
A góðum degi.
2.
A Reykjum. Drangey í baksýn.
3.
Jón Drangeyjarjarl við Grettis-
laug ásamt fulltrúum náttúru-
verndarmála, heilbrigðismála,
fornleifamála, ferðamála og grjót-
hleðslumeistara.
4.
Við Grettislaug.
Ég villist suður á
S téttars amb and
bænda og þegar ég
var að fara norður
sat fyrir aftan mig
séra Hjálmar Jóns-
son. Þegar við
vorum komnir dálít-
ið á loft réttir hann
mér ælupokann sinn
og þar stóð:
Hún líður upp í loftin blá
líkt og glœsiþota.
Ælupoka einnig má
til ýmissa hluta nota.
Þegar við vorum að nálgast Húsavík sendi hann mér
servíettu og þessa vísu á henni:
7)7 að nota tímann hér,
tek ég Ijóðaskvettu.
Og ferskeytluna færi þér
á Flugleiðaservíettu.
Mér fannst hart að geta ekki svarað þessu og þegar
við komum á Húsavík datt mér í hug sæmileg vísa og lét
hann hafa hana á ælupokann:
Með geði léttu Ijóðafléttu
lagaða á réttan hátt.
Hana setti á servíettu,
sem égfrétti brátt.
Svona héldum við áfram þangað til við komum á Krók-
inn og þá voru komnar sjö vísur.
Einu sinni var ég að skrifa fundargerð og þá kom í
pontu einhver sem var að segja einhverja bölvaða vit-
leysu að mér fannst. Þá skrifaði ég vísu á miða og stakk
henni svo í vasa minn. Ég gleymdi þessu en svo löngu
seinna fann ég í vasa mínum nótu með vísu á bakhliðinni.
Þetta varð býsna vinsæl vísa:
Akaft sinnti hann orðastriti
allt hans bull úr hófi keyrði.
Ekki sagði hann orð afviti
eftir því sem best ég heyrði.
Ég fór á Framsóknarfund einu sinni. Þar var Ragnar frá
Brjánslæk sem er nú alltaf yrkjandi. Hann var að tala um
það að kosningaréttur ætti að fara eftir líkamsstærð og
þess vegna ætti hann að hafa þrefaldan kosningarétt á
móti Elínu á Lækjarmóti. Hún væri bara hismi samanbor-
ið við hann. Hún varð auðvitað ekkert hrifin af því að
vera hismi. En Ragnar orti stanslaust og þau sættust heil-
um sáttum. Þá orti ég:
Heima er bezt 119