Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Síða 29

Heima er bezt - 01.04.1995, Síða 29
ugur okkar mun hafa séð lausa gang- brúnarsteininn, sem varð fyrir vinstra hjólinu. Sá slinkur sem nú kom á vagninn í beygjunni, varð jafnvægi hans ofviða, svo að vagn og hestur ultu á hliðina og runnu þvert yfir Þingholtsstrætið. Ég flaug hins vegar í loft upp úr tróni mínum og tók væg- ast sagt ekkert mjúka lendingu á gangstéttinni hægra megin Þingholts- strætis upp við grindverk húsanna nr. 24 og 26. Þarna lá Brúnki endilangur með kjálkabrotinn vagninn fastan við sig, en aftur úr vagninum flæddi mjólk í stríðum straumum, og þar sem við vorum við hús eins fyrsta viðskipta- vinar dagsins, voru flestir brúsanna fullir, þegar vagninn valt. Þegar ég hafði gengið úr skugga um, að ég væri ekki brotinn né skaddaður, gekk ég til Brúnka og hugðist freista þess að fá hann í lið með mér við að reisa vagninn við, en það var víst það síðasta sem hann hafði í huga. Hann hafði sýnilega tekið þá bjargföstu ákvörðun að liggja kyrr, þar sem hann var, uns ég hefði losað hann við vagn og aktygi og eftir heilmikið basl tókst mér það, og þá fyrst reis hann upp. Eftir svip hans að dæma, var ég ekki frá því, að hann hefði talið mig eiga alla sök á þessu óhappi, hvernig sem honum gat dottið það í hug. Þegar mér hafði tekist að koma vagninum svo til hliðar, að hann hindraði ekki umferð um Þingholts- strætið, setti ég aktygin á Brúnka og við félagarnir röltum af stað inn að Laugabrekku. Enga iðrun sá ég á Brúnka, en ég mun hins vegar ekki hafa verið með hátt ris. Þegar ég hafði gengið fyrir hús- móður mína, sem var í raun bóndinn á bænum, þar sem eiginmaður hennar var háttsettur embættismaður og fékkst sem slíkur lítt við bústjórn, dreif hún mig og fjósamanninn af stað til þess að sækja vagninn. Húsmóðir mín var ekki stóryrt kona en hafði hins vegar þann sér- kennilega sið, þegar henni rann í skap, að hefja upp söng mikinn, sem hún linnti eigi, fyrr en hún hafði náð aftur venjubundnu jafnlyndi sínu. Þar sem henni var margt betur til lista lagt en söngur, var þessi iðja hennar nánast hæfileg refsing þeim, sem til hennar hafði stofnað. Að þessu sinni mun hún hafa sung- ið í um hálfan mánuð og yrti auðvit- að ekki á mig þann tíma. Brúnki var hins vegar svo heppinn að sleppa við allan refsisöng og gat látið vel um sig fara uppi í haga. Þegar ég kom að Laugabrekku, hafði ég aldrei mjólkað kú, og því var mér sýnt til þeirra verka og í fljótu bragði virtist ég hafa náð tök- um á því göfuga starfi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Fljótlega fór að bera á því að kýr misstu nyt sína, og þar sem ástæða fyrir því var ekki kunn, var dýra- læknir kvaddur til. Eigi hafði hann lengi dvalið, þegar hann spurði hver hefði mjólkað þær kýr, sem nytina misstu. Var honum bent á vesalinginn mig. Ég var settur undir kú og beðinn að sýna mjólkurlag mitt, og gerði ég það. Læknirinn kvað mig beita rangri aðferð við mjólkunina og reyndi að sýna mér réttu handtökin, en eitthvað gekk mér illa að átta mig á fræðslu hans, því að fljótlega missti hann þol- inmæðina og lýsti yfir því í heyranda hljóði, að nytleysi kúnna væri mín sök og bætti því við, að ég myndi aldrei geta lært mjaltir. Svo var nú það. Til gamans vil ég get þess hér, að um það bil ári eftir stóradóm dýra- læknisins var ég farinn að mjólka átta hánytja kýr suður í Grindavík, en þar hafði öldruð gæðakona leitt mig í all- an sannleika um það hvernig fara ætti að við mjaltir. Þessir tveir þættir, vagnveltan og vanhæfni mín til mjalta ásamt fleiru, ollu svo því, að ég sá mína sæng upp- reidda, sagði upp störfum og struns- aði heim. Enn í dag sakna ég vinanna minna tveggja, Brúnka og Jarps, svo og Bjössa fjósamanns. Drangeyjar- jarlinn - viðtai ...framhald af bl. 120 og pabbi minn sagði að ég hitti ekki á rétta tóninn. Ég reyndi oft en það fór ekki betur en svo að ég hitti aldrei á rétta tóninn og hef ekki gert enn. Að vísu var ég plataður í kvæða- mannafélagið Iðunni og fór með þeim austur að Hallormsstað, það var ansi gaman af því. Þar var mik- ið kveðið. HROSS OG FERÐALÖG Ég hef gaman af hrossum og við erum að rækta þau. Það hefur verið góð auglýsing fyrir okkur að hér hafa verið teknir upp fjórir þættir um íslenska hestinn. Það er búið að sýna þá í Danmörku, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð. Englandi og Lit- háen. Maður veit aldrei um fram- tíðina. en vonandi gengur þetta. En ég hef nú ekki ferðast mikið erlendis. Ég fór í haust til Þýska- lands og hafði gaman af. Innan- lands hef ég heldur ekki farið mik- ið, hringinn á landi og svo fyrir Vestfirði á sjó. En ég gæti vel hugs- að mér að gera meira af því að sjá mig um. Það var orðið áliðið kvölds þegar við Jón hættum að spjalla saman. Ég fann það vel að margt fleira skemmtilegt hefði hann getað sagt mér, en því miður er lengd viðtala takmörkuð. Eftir góðar veitingar hjá þeim hjónunum Jóni og Fríðu, þakkaði ég fyrir ógleymanlegt kvöld og hélt heim. En brátt vorar og Drangeyjarjarlinn heldur af stað í eyjuna sína fögru. Ég hef farið með honum ógleymanlega ferð og vonast til að komast aftur út í þessa fögru eyju í fylgd með Jarlinum sjálfum. Heima er bezt 137

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.