Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 14
þekkt, og sama sögðu allir sem kynntust honum. Skilningurinn var afar skarpur og minnið svo frábært að segja mátti að hann gleymdi aldrei neinu sem hann hafði einu sinni heyrt. En hann var jafnframt mjög sérkennilegur að ýmsu leyti og var oft hlegið að honum, þótt gáfað- ur væri. Hann var óskaplega spurull. Hann spurði auðvitað fyrst og fremst um allt sem hann hélt að hann gæti eitthvað fræðst af en líka spurði hann oft um margt sem manni fannst undarlegt að svo gáfaður maður hefði áhuga á að vita um, jafnvel slúðursögur. Hann vildi sem sagt vita allt. Rétt eftir að heimsstyrjöldin byrj- aði 1914 skrapp mamma inn að Vindfelli, því að við vorum þá aðeins búin að fá óljósar fregnir um að styrjöld væri skollin á en vissum það ekki með vissu, því að dagblöð bár- ust þá ekki út á land nema í mesta lagi á hálfsmánaðar fresti, en hún vissi að Gísli myndi vera búinn að fá áreiðanlegar fréttir af því. Ég fékk að fara með henni. Allhár háls er á milli bæjanna, en þegar honum sleppir taka við tvær valllendisgrundir. Tvær smáár að- skilja grundirnar, heitir önnur Ham- arsá en hin Stekkjará. Stekkjaráin var brúuð, enda miklu stærri. Hún er einnig nær bænum á Vindfelli en þó æðispöl frá bænum. Þegar við vorum komnar yfir Stekkjarána sá mamma að maður sat utan við bæinn á Vindfelli og var að dengja ljá. Kenndi mamma þar fljótt Gísla, því að hún sá mjög vel. í sama bili heyrðum við að Gísli kallaði með ógurlegri þrumuraust, svo að bergmálaði í fjöllunum, en hann hafði mjög háan og sterkan róm: „Ja, nú eru mikil tíðindi, Þorbjörg mín, það er komið ógurlegt stríð.“ Ég, sem hef alltaf verið fljót að taka eftir öllu broslegu, átti afar bágt með að hlæja ekki að þessum hróp- um í Gísla, en mamma bannaði mér það harðlega. Hún vissi sem var, að Gísli var dálítið spéhræddur og vildi ekki styggja hann, en hún gat alltaf stillt sig um að hlæja, ef hún ætlaði sér það. Mun henni þó hafa þótt þetta atferli Gísla æði broslegt. Á meðan á styrjöldinni stóð var Gísli alltaf að fara inn á Kolbeins- tanga, en svo heitir Vopnafjarðar- kauptún, til að fá fréttir af stríðinu. Sími var þá hvergi í sveitinni nema á prestssetrinu Hofi, en þangað var mun lengra að fara. Kom hann svo alltaf út eftir til okkar til að segja okkur nýjustu frétt- ir. Gísli fylgdist alltaf með gangi stríðsins af lífi og sál. Hélt hann alltaf með Englendingum en bölvaði Þjóðverjum í sand og ösku, kallaði þá bölvaða Húna og villimenn og öllum illum nöfnum. Mamma gerði það þá stundum af glettni að látast taka svari Þjóðverja, sagði þá marga íslandsvini og mikil- hæfa menn, en þá sagði Gísli jafnan: „Það er vöntun í þig, Þorbjörg mín, að þú skulir geta haldið með bölvuðum Húnunum, og er það óskiljanlegt með svo gáfaða konu.“ Hann hélt einnig mikið upp á Frakka og hældi þeim á hvert reipi. Þótti sumum sem það sýndi sig að honum rynni blóðið til skyldunnar, þegar hann hældi þeim sem mest. Man ég ennþá hvað hann dáði Napóleon Bónaparte mikið. Einu sinni um hásumar komu til okkar tvær enskar konur, sem ferð- uðust fótgangandi um landið. Þær höfðu gist á Vindfelli nóttina áður en komu til okkar til að hvíla sig, áður en þær legðu á hina illræmdu Hellis- heiði, og drukku kaffi hjá okkur. Þær voru báðar kennarar við há- skólann í Cambridge, og var önnur þeirra skólastjóri við þann skóla. Hét hún Bertha Pilpatts en nafni hinnar hef ég gleymt. Pilpatts talaði íslensku reiprenn- andi, hafði lesið mikið íslenskar bókmenntir og meðal annars öll fornritin, Islandsvinur mikill og var heiðursfélagi Hins íslenska bók- menntafélags. Hin talaði ekki íslensku en skildi hana augsýnilega. Pilpatts talaði mikið við mömmu og meðal annars talaði hún um hvað gestgjafi þeirra, Gísli á Vindfelli, væri afburða fróður og gáfaður. Það hefði verið alveg sama um hvað tal þeirra hefði verið, hvort það hefði verið um Islands- sögu, landafræði, mannkynssögu eða hvað annað sem hún hefði talað við hann, alls staðar hefði hann verið jafn vel heima. Sagði hún að fátítt væri að hitta fyrir slíkan mann sem væri þá líka alveg ómenntaður maður. Þó að hann væri svona afburðagáf- aður og fróður, var hann eins og ég hef sagt, mjög sérkennilegur og barnalegur í aðra röndina. Einu sinni var Jón í Múla, alþing- ismaður, á ferð um Vopnatjörð, og var annar maður með honum. Þeir gistu á Vindfelli og var Jón eins og aðrir mjög hrifinn af gáfum Gísla og hve skemmtilegur hann væri. Þegar þeir fóru svo daginn eftir fylgdi Gísli þeim á leið, sem vani hans var alltaf að gjöra við gesti. Þegar hann svo þóttist loks hafa fylgt þeim nógu langt, kvaddi hann þá með virktum og hélt heimleiðis. En ekki hafði hann langt farið, þegar hann mundi eftir að það var nokkuð, sem honum hafði láðst að spyrja Jón um og kall- aði til hans með sinni voldugu þrumurödd og sagði: „Heyrðu, Jón, hvað kostaði húfan þín!?“ Jón nefndi verðið. Þetta var um há- 122 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.