Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 28
aftur af vagninum, sem á hann ýtti, og því jók hann ferðina og það því meira sem brekkan varð brattari. Þetta kom okkur eitt sinn í koll, en að því kem ég síðar. Að Laugabrekku voru staðhættir þannig, að sunnan Suðurlandsbrautar var gróið en afar stórgrýtt autt svæði, og þar voru hestarnir látnir ganga sjálfala, þegar þeir voru ekki í húsi eða í notkun. Jarpur var alger andstæða við Brúnka. Hann var léttur í spori, ljúf- ur í skapi og hlýddi eklinum án nokkurra mótmæla. Hann þekkti heldur ekki leiðina, sem fara skyldi, en það var heldur ekki von, þar sem hann var svo sjaldan notaður. Svona með lauslegri samantekt má segja, að þessir tveir heiðurshestar hafi verið jafn ólíkir og dagur og nótt. Oft kom það fyrir, þegar ég hugð- ist sækja Brúnka að morgni, að hann virtist draghaltur og í raun geta í engan fót sinn stigið, svo að ég varð að láta hann vera og ná þess í stað í Jarp. Það var hins vegar segin saga, að þegar ég hafði lagt beislið við Jarp og lallaði á stað með hann, sá ég Brúnka skokka alls óhaltan í burtu. Þessi brella virtist vera háttur hans að tilkynna veikindaforföll sín. Eitt sinn að morgni dags ætlaði ég að ná í Brúnka en fann hann hvergi. Þegar ég hafði lagt við Jarp og var lagður af stað heim, leit ég um öxl og hvað sá ég? Jú, upp undan stórum steini reis sá gamli og virtist við bestu heilsu. Það má taka það fram, að Brúnki vissi það mætavel að þegar ég hafði lagt af stað með Jarp, var hann ör- uggur um að ég færi ekki að eltast meira við hann þann daginn. Þó að hér ljúki í grófum dráttum lýsingu á hestunum tveimur, sem ég hafði til afnota við starf mitt, er það síður en svo, að Brúnki eigi ekki eft- ir að koma meira við sögur hér, því að segja má að þætti hans ljúki ekki að fullu fyrr en með lokaorðum þess- arar frásagnar. Fyrstu morgunverk mín fólust í því að hjálpa til í fjósi við mjaltir og önnur verk, sem þar féllu til. Síðan gekk ég frá mjólkinni á vagninn, sótti hest og lagði af stað í bæinn. Frá Laugabrekku að Vatnsþró, eða Hlemmi eins og það heitir í dag, var svo lítill vegarhalli að öruggt var, að Brúnki færi bara fetið. Einnig var það að viðskiptavinirnir voru allir þar fyrir vestan. Þurfti ég því engan vara að hafa á mér á þeirri leið, svo að ég steig upp í ekilssætið, skorðaði mig vel af, svo að ég dytti ekki fyrir borð og var að vörmu spori steinsofnaður og svaf, þar til Brúnki stansaði við dyr fyrsta viðskiptavinar dagsins. Þótt ferðir okkar Brúnka væru sviplíkar frá degi til dags, bar þó eitt sinn verulega út af. Einn viðskipta- vinur okkar var Farsóttarhúsið að Þingholtsstræti 25, en inngangur í það hús var frá Spítalastíg, og þar sem sú gata (Spítalastígurinn) endaði í mjög brattri brekku, varð ég ávallt að skilja hest og vagn eftir í Ingólfs- stræti, þar sent það endaði við Spít- alastíginn. Svo gerði ég einnig í þetta skipti. Þegar ég hafði lokið erindum mínum þarna, steig ég aftur upp í ekilssætið og við lögðum af stað. Fram undan var stutt, snarbrött brekkan og vink- ilbeygja til vinstri inn í Þingholts- strætið. Að vanda lét Brúnki vagninn ýta sér á allgóða ferð, enda hafði slíkt alltaf tekist vel og því uggðum við ekki að okkur fremur venju og hvor- 136 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.