Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 20
veg og lætur ekki segjast við ítrekuð varnaðarorð á leiðinni. Síðan storkar hann óvinum sínum með því að ríða um hlað á Sæbóli og hafa tal af heimamönnum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það er í þessu tilfelli, sem mér finnst Vésteinn verka eins og „töff gæi.“ Auðvitað minnir hann á sumar hetjur, sem buðu óvinunum birginn með kjarki og karlmennsku (Gunnar, Kjartan, Skarphéðinn), en það er einkum tillitsleysið, sem mér finnst óprýða hetjuskap Vésteins. Nú kemur Vésteinn að Hóli og ber fram gjafirnar til systur sinnar og bræðranna. Það er greinilegt að hann hefur ekki hugmynd um óvináttu Þorkels, en tökum eftir því að hann kemur ekki með neina gjöf til Þor- gríms eða Þórdísar. Ekkert var þó eðlilegra en að hann viki einhverju að systur mágs síns og alsiða var á þessum tímum að gefa höfðinglegar gjafir. Nei, það ber allt að sama brunni, óvinátta milli Þorgríms og Vésteins er augljós staðreynd. Gísli gerir nú tilraun til að róa bróður sinn, fer með þessar fínu gjaf- ir til hans og reynir að höfða til skrautgirni Þorkels. En Þorkeli verð- ur ekki haggað, hann hefur tekið þá ákvörðun að fylgja Þorgrími héðan af og það má Þorkell eiga, að við það stendur hann til hinstu stundar, þótt hann þyki annars ekki merkilegur pappír í sögunni. Það hafa verið þung spor hjá Gísla, þegar hann sneri aftur heim að Hóli með gjafirnar, sem bróðir hans vildi ekki þiggja. I svip hans og huga hefur verið myrkur og kvíði. Hér hlaut að sverfa til stáls. Hinar illu nornir höfðu tekið völdin og hafið þann ljóta leik að kasta milli sín fjöreggjum þeirra, sem hér áttu hlut að máli. Hvenær ntyndi það fyrsta brotna? Það er líka dimmt í lofti og þungur hvinur í fjöllunum, fuglinn er óróleg- ur, flýgur lágt og gargar. Kindur og hestar leita niður úr fjallahlíðunum og hnappast í skjól. Djúp og kröpp lægð nálgast landið, leifar af fellibyl vestan frá Ameríku, sem er ekki enn- þá búið að finna. „Hann er að hvessa,“ hugsar Gísli bóndi og gengur inn í bæ sinn og lokar hægt á eftir sér. Það er komið hávaðarok og úr- hellisrigning, þegar fólkið gengur til náða og sumum, einkum eldra fólki, er órótt. Kolsvart haustmyrkrið verð- ur enn óhugnanlegra við veðurdrun- urnar. Stundum skelfur bærinn svo að brakar í hverju tré, eins og risa- vaxin hönd sé að hrista hann í sund- ur. Sumir sofna fljótt en aðrir geta það ekki heldur liggja hljóðir og hlusta á hamfarir náttúrunnar. Þetta getur ekki verið einleikið, hér hljóta galdrar og gerningar að vera að verki. Náttúran sjálf og þeir guðir, sem stjórna henni, eru ekki vanir að haga sér svona. Flest er nú eins í þessu nýja landi, hugsar gamla fólk- ið undir brekáninu. Aldrei var hann svona hvass í Súmadal. Blessaður veri gamli, góði Noregur. Að lokum stenst bóndinn ekki mátið. Það er vissara að staulast út í veðurofsann og huga að lífsbjörg- inni. Hann kemur fljótt inn aftur og heitir á vinnumenn sína og hraust- ustu griðkonur. Það þarf að binda betur yfir hey og báta og hengja grjót í sig yfir hús. Allir hlýða kallinu nema auðvitað Þórður huglausi, sem volar af skelfingu í bæli sínu. Vésteinn rís upp og vill hjálpa til. „Nei,“ segir Gísli, „vertu kyrr inni hjá systur þinni, ég kann ekki við að skilja eftir karlmannslausan bæinn.“ Vésteinn hlýðir þessu auðvitað og hallar sér aftur á koddann en hann brosir með sjálfum sér, því að hann veit hvað Gísla hefur flogið í hug, að margt óvenjulegt geti gerst í myrkr- inu, þar sem menn fjúka fram og aft- ur og þekkja varla hver annan. Ekki þyrfti nema eitt spjótslag eða hnífs- stungu, þegar hver væri upptekinn af sínu verki. Nei, það er best að halla sér aftur og reyna að sofna. Hann heyrir að systir hans vakir og veit að hún getur ekki sofið meðan Gísli hennar er fjarri. Undarlegt hvað hún elskar heitt þennan stóra og ljóta mann sinn, og þó, það er þessi styrka hlýja sem frá honum stafar, þessi bjarnar- ylur, sem lætur engan ósnortinn, sem kynnist Gísla. Sífellt er verið að ganga um útidyr, fólk kemur og fer, þarf að sækja eitt og annað, hlífðarföt og ólar til að reima að sér gegn óveðrinu, bönd, reipi og rekur. Ljóstýran í skálanum flöktir í drag- súgnum og bregður kynjaskuggum um þil og rjáfur. Alh þetta verkar í rauninni svæfandi á Véstein. Hann er ekki veðurhræddur, svo oft er hann búinn að berjast við stórviðri á sjó, að landveður óttast hann ekki. Milli þeirra systkina fara nokkur orð um veðrið, svona rétt til að láta hitt vita, að þau vaki og fylgist með framvindu mála. Það sígur svefn að Vésteini en skyndilega, milli svefns og vöku, finnur hann frekar en sér, að einhver skuggavera stendur við rúmstokkinn. Eldsnöggt sprettur hann upp en of seint. Hárbeittur oddur Grásíðu mæt- ir honum og gengur viðstöðulaust á hol. „Hneit þar,“ segir hann og fellur fram á gólfið í fjörbrotunum, svo er öllu lokið. Vésteinn Vésteinsson er dáinn. Nú skulum við aðeins skreppa heim að Sæbóli og ímynda okkur, hvað þar hefur gerst undanfarna daga og allt til þessarar stundar. Þorgrímur hefur orðið ofsareiður, þegar Vé- steinn var kominn að Hóli þrátt fyrir bann goðans. Ekki bætti úr skák að Þorkell eggjaði hann mjög að drepa Véstein. En hér varð að fara að öllu með gát, ekki kom til mála að ráðast inn í bæ til mágs síns. Af því gat leitt heilmikið blóðbað og alls óvíst um úrslit, þar sem heljarmennið Gísli var til varnar. Nei, helst væri mögu- leiki að fá færi á Vésteini, þegar hann sneri heimleiðis, sem sagt leika sama leikinn og þegar hann elti uppi Austmennina forðum. Að því til- skildu þó, að Gísli fylgdi ekki mági sínum alla leið heim. En þá kemur óveðrið. Á Sæbóli 128 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.