Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 17
ari ætt. Þorgrímur giftist Þórdísi Súrsdóttur, sem var reyndar Þor- bjarnardóttir. Þegar Þorgrímur deyr gengur hún með son. sem látinn var heita Þorgrímur eftir föður sínum, en í uppvextinum er hann kallaður Snerrir vegna erfiðra skapsmuna. Því er síðan breytt í Snorra, og hann verður seinna tengdasonur manns að nafni Arngrímur, sem gengur ekki undir öðru nafni en Styr (Víga-Styr). En þetta var nú útúrdúr. Víkjum aftur að bræðrunum ungu á Helga- felli, sem farnir voru að vekja eftir- tekt. Nú er Þorbjörn súr og fjölskylda kominn til landsins og farinn að búa í Haukadal við Dýrafjörð. Þá er það að Þorkell bóndi, sem kallaður var hinn auðgi, á erindi vestan af fjörðum suður á Snæfells- nes. Hann býður með sér þeim Súrssonum, sem þiggja það auðvitað með þökk- um að sjá sig um í ókunnu héraði. I ferð- inni kynnast þeir bræðrunum á Helga- felli, sem aftur er boðið í skemmti- ferð vestur í Dýrafjörð. Þessi heimboð hinna ungu manna verða svo til þess að Þogrímur nær í Þórdísi Súrsdóttur og hefur búskap á Sæbóli við Dýrafjörð. Og ekki nóg með það, heldur verður hann goðorðsmaður vestur þar. Þessi frásögn hefur mér alltaf fundist stórmerkileg. Hvernig má það vera að kornungur aðkomumað- ur er allt í einu orðinn ekki bara stór- bóndi, heldur æðsti embættismaður á svæðinu? Er nú fjarri lagi að ímynda sér að Þorkell auðgi hafi undirbúið þetta með boði sínu til Súrssona til að koma þarna á kynnum, sem leiddu ef til vill til þessarar niðurstöðu? Getur ekki verið að bændur fyrir vestan hafi verið í vandræðum með héraðsstjórnina af einhverjum ástæð- um og því beinlínis sóst eftir að fá þennan unga og glæsilega höfðingja- son til að flytjast vestur og gerast yf- irmaður í héraðinu? Við skulum at- huga það, að á þeim tímum komu menn ekki úr öðrum landshlutum með skipunarbréf til mannaforráða upp á vasann, heldur var annaðhvort um að ræða erfðir eða að menn voru valdir að vandlega athuguðu máli. Nægir í því sambandi að minna á héraðsfundinn í Vatnsdælasögu eftir fall Ingólfs Þorsteinssonar. Það er alkunna að mörgum heima- mönnum í héruðum er svo farið að treysta frekar aðkomumönnum til embætta heldur en heimamönnum. Staðreynd er það einnig, að oft tekst aðkomumanni, hafi hann til þess ákveðna eiginleika, betur að ná tökum á erfiðum verkefnum heldur en innfæddum héraðsmanni eða mönnum. En hafi þetta nú verið tilfellið þarna með bændurna og nógu margir viljað endilega fá Þorgrími í hendur goðorð og mannaforráð, er hitt jafnvíst, að ekki hafa allir verið hlynntir því ráði. Sumir hafa haft sitthvað út á Þorgrím að setja og aðrir talið sjálfa sig jafn hæfa til embættis. Og er nokkuð lík- legra en að einn þeirra, sem setti sig gegn embættisveitingu Þorgríms, hafi einmitt verið Vésteinn Vésteinsson. Ekki skorti hann ættgöfgina, kominn af Hrafnistumönnum og bróðursonur Vébjarnar Signakappa, en þá kump- ána vantaði nú yfirleitt ekki sjálfsálit. Mér finnst Vésteinn einhvern veginn verka eins og það sem á vondu máli er kallað „töff gæi.“ Nú skulum við líta í söguna og reyna að finna ástæður fyrir ósætti milli Þorgríms og Vésteins. I hinu fræga samtali kvennanna segir As- gerður: „Hitt var mér sagt að mjög oft fyndust þið Þorgrímur.“ Og Auður svarar að bragði: „Því fylgdu engir mannlestir.“ Tvennt er athyglisvert við þetta. Ásgerður talar eins og það væri almannarómur um samdrátt milli Þorgríms og Auðar. Auður ber alls ekki á móti því að það sé satt, en fullyrðir bara að hún hafi verið óspjölluð eftir Þor- grím. Nú var það svo á þessum tímum, að allt flangs utan í virðuleg- ar bændadætur var lit- ið mjög alvarlegum augum, og misstu sumir piltar jafnvel höfuðið fyrir slíkt háttalag. Eðlilegast er að álíta, að hér hafi bara verið um alsak- laus kynni ungmenna að ræða, sem gaman hafi þótt að spjalla saman þá sjaldan þau hittust, en það gat varla hafa verið oft, því að töluverð vega- lengd var milli heimila þeirra. Ótrúlegt er að Þorgrími hafi verið þetta nein alvara, því að varla kemur til greina að honum hefði verið neit- að um Auði. En þá er að gæta að hinni hliðinni. Hafi þessi kunningsskapur orðið að kjaftasögu, var enginn viðkvæmari fyrir því en bróðir stúlkunnar. Gefum okkur það nú, að Vésteinn hafi borið kala til Þorgríms vegna systur sinnar, ekki kannski hatur en vissa andúð, sem gat magnast af minnsta tilefni, eða eins og skáldið kvað: „Af litlum neista verður oft mikið bál.“ Hægt og bítandi gat Vésteinn unn- ið gegn hinum unga aðkomuhöfð- Heimaerbezt 125

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.