Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Qupperneq 35

Heima er bezt - 01.04.1995, Qupperneq 35
Það eru syndir, sem eftirlitsandarn- ir hafa drýgt með því að hagnýta sér ístöðuleysi hinna dauðlegu, en fyrir það munu andarnir standa til reikn- ings eigi síður en hinn dauðlegi syndari sjálfur. Þeir illu andar, sem hafa þannig freistað og notfært sér líkami annarra þurfa að gjalda það dýru verði, þar sem þeir eru tvöfalt brotlegir. Með því að syndga sjálfir og tæla aðrar sálir til sama verknaðar, sökkva þeir svo djúpt að margra ára þjáning, stundum aldalöng, nægir ekki til þess að frelsa þá. I þessu starfi hefi ég oft gegnt hlut- verki eftirlitsanda, en ég var aðeins sendur til þeirra til þess að glæða með þeim skilning á þeim hræðilegu afleiðingum, sem fylgja drýgðri synd, ennfremur til þess að gæta þess að áhrif illra anda, sem ráfa um á jörðinni, nái ekki til þeirra. Starf mitt var fólgið í að byggja múr með sterkum vilja mínum gegn vilja þeirra og komast í nægilega sterkt samband við skjólstæðing minn til að geta stjórnað honum. En hefði ég sjálfur leyft þessum öndum að stjórna sér, mundu þeir þrátt fyrir vörn mína geta sent þeim hugskeyti og hughrif, þó þeim væri að vísu gjört erfiðara um vik. Þó að ég áliti að ég hefði ábyrgð á varðveislu þeirra, sem ég var sendur til verndar, þá var ég aðeins síðasti hlekkur í langri keðju anda, sem allir voru fúsir til hjálpar, en það vissi ég fyrst síðar. Sérhver slíkur andi var þrepi ofar þeim, sem hann átti að vernda, og sérhverjum þeirra bar að styrkja og aðstoða þá, sem þroska- minni voru, svo að þeir gæfust ekki upp eða buguðust í starfinu. Hlut- verk mitt var þannig liður í eigin þroska jafnt sem til hjálpar öðrum. Starf mitt við jörðina var nytsam- legt, því að mér var unnt að beita viljakrafti mínum gegn freistandi öndum. Það hefði reynst erfiðara viðkvæmari öndum, og þar sem ég var enn jarðbundinn, gat ég komist í nánari tengsl við þann dauðlega heldur en þróaðri anda væri unnt. Þegar sá, er ég gætti, svaf, bar mér í draumi og með stöðugum hug- skeytum, ef hann var vakandi, að veita inn í sál hans reynslu minni, svo að hann skynjaði glöggt þær miklu þjáningar samviskunnar, flótta og sjálfsfyrirlitningu, sem ég hafði orðið að þola og um leið varð ég að ganga í gegnum í bitrustu sálarneyð þegar ég rifjaði þær upp. Tilfinningar mínar færðust yfir á hann, þar til honum voru fyllilega ljósar afleiðingar þeirra synda, sem hann hafði í huga að drýgja. Ég mun ekki nú dvelja lengur við þessi ýmsu stig í reynslu minni, þar eð mörgum lifendum eru þau kunn. Ég vil aðeins segja, að ég kom aftur úr þessari sendiför fullviss um, að mér hafði tekist að bjarga mörgum frá þeim snörum, sem ég hafði sjálf- ur ánetjast, og um leið hafði ég að hluta bætt fyrir eigin syndir. Ég var oft sendur í slíkar ferðir og kom jafnan aftur með góðan árangur. Hér verð ég að staldra við til þess að gera ykkur ljósa ástæðu þess, að þróun mín í andaheimi var svo hröð að flesta, sem þekktu til sálarástands míns þegar ég kom hingað, mun furða. Þegar mér tókst iðulega að standast allar freistingar, sem urðu á vegi mínum, var það ekki svo mjög sjálfum mér að þakka heldur þeirri stöðugu og fölskvalausu ást hennar, sem var í sannleika minn góði engill. Þegar allir aðrir hefðu talað árang- urslaust við mig, hlustaði ég ætíð á rödd hennar og sneri baki við synd- inni. Væri ég ekki sendur til aðstoðar einhverjum dauðlegum, var ég send- ur til starfa meðal ógæfusamra anda á jarðsviðinu, anda sem enn villtust um í myrkri þess eins og ég sjálfur forðum. Til þeirra kom ég sem félagi í bræðralagi vonarinnar og bar þá í hendi mér hið fína stjörnuljós, sem er tákn bræðralagsins. Geislar þess sigruðust oftast á myrkrinu kringum mig og oft sá ég tvo eða þrjá anda heykjast eða falla um í einhverju skúmaskoti, svo von- lausa og gæfusama, að þeir sinntu engu. Það var starf mitt að skýra fyr- ir þeim með hvaða hætti þeir gætu komist til húss vonarinnar, þar sem ég hafði dvalið eða hvernig þeir gætu hjálpað sér sjálfir með því að hjálpa öðrum, sem voru enn verr staddir en þeir og hljóta þakklæti þeirra að launum. Fyrir hvem þjáðan anda fannst sérstakt læknandi smyrsl, því að sérhver hafði sína sér- stöku reynslu og hjá hverjum voru ástæður synda þeirra mismunandi. 6. kafli Þegar starfstími minn var á enda einhvers staðar, hvarf ég oftast aftur til rökkurlandsins til hvíldar í öðru stórhýsi, sem bræðralagið réð yfir. Það var að ýmsu leyti líkt hinum staðnum, þó ekki eins dimmt og drungalegt og tómlegt. Ég hafði í herbergi mínu, sem enn var nokkuð tómlegt, eina stóra ger- semi. Framhald í nœsta blaði. Nýjasta bókin, -T3- HEIMUR HAFSINS- bláa víðáttan, komin út. LESTRARHESTURINN Áskriftarsími 588-2400 Frœðslubókaklúbbur fyrir börn 6-12 ára. Skjaldborg hf. Heima er bezt 143

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.