Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 15
vetur og kalt í veðri og hafði Jón loð- húfu á höfði. Þá hélt Gísli áfram, en þar sem hann var svo hátalaður og talaði auk þess oft við sjálfan sig, heyrðu þeir að hann sagði: „Já, þessir geta það. Þeir þurfa ekki að spara allt eins og við hinir.“ Jón sagði frá þessu og hafði gaman af, en ekki til þess að sverta Gísla heldur aðeins af því að honum þótti kynlegt hvað þessi óvenjulega gáfaði maður hafði margslungið lundarfar. Þá fer ég að láta þessu lokið. Nú er allt þetta fólk, sem ég hef talað hér um. horfið yfir móðuna miklu, sem við verðum öll að fara yfir og bráð- um man enginn neitt eftir því. Ef líf er að loknu þessu, sem ég efa ekki fyrir mitt leyti að sé, vona ég að ég fái að hitta það allt og ég hlakka til þess. Árið 1969 lá ég í sjö mánuði á Landspítalanum og var skorin marga og stóra holskurði. Ég var því oft mjög veik, en fékk þó aldrei óráð eins og margir skurðsjúklingar nema einu sinni litla stund. Þá sagði hjúkr- unarkonan, sem var hjá mér, að ég hefði sagt í óráðinu: „Nú fer mér að batna. Hann Gísli ætlar að hjálpa mér.“ „Hvaða Gísli?“ sagðist hún hafa spurt. „Hann Gísli á Vindfelli,“ svaraði ég- Skömmu síðar fór mér að batna smátt og smátt, en um tíma var mér ekki hugað líf. Svona var það, vináttan virðist ná út yfir gröf og dauða, ef hún er sönn og einlæg. Gísli var tryggur vinur þótt hann þætti hringlandasamur í skoðunum. Hann var einn af þessum kynlegu kvistum, sem nú eru ekki lengur til. úr líjríki náttúrunnar (Cygnus cygnus) Einkenni Álftin hefur einkennandi gult og svart litmynstur á nefi, langan, beinan háls, flatan búk og afturhallandi stél á sundi. Unginn er ljósgrábrúnn og nef ljósrautt með dökkum oddi. Á sumrin geta fuglarnir verið meira eða minna gulleitir eða ryðrauðir af mýrarauða úr vatninu. Röddin er einkennandi, líkust hljómmiklum lúðrablæstri sem oft má heyra frá álftahópum. Dvergsvanurinn (C. columbianus) Hann birtist stundum sem sjaldgæfur gestur á leið til vetrarstöðva í Bretlandi, er minni, með kúptara höfuð og ekki eins hálslangur og styttra nefið er svartara. Ameríska undirtegund dvergsvansins (C. c. columbianus) er enn sjaldgæfari. Hún hefur næstum alsvart nef. Dreifing Það votta mun hver vinur þinn, þér voru offáir líkir, þá vœri hún önnur veröldin, ef vœru fleiri slíkir. Ort við jarðarför Gísla. Útbreidd um norðurhéruð Evrasíu. Á vatnasvæðum íslands verpir stór stofn sem er álitinn telja 10.000 fugla á haustin. Nokkrir þessara fugla halda sig við aðgrunnar strendur á veturna en flestir fljúga til vetrarstöðva í Bretlandi. Á fartímum sést hún því víða á eyjasvæðinu og nyrsti hluti vetrarstöðvanna nær allt til skosku eyjaklasanna. Stöku fuglar dvelja sumarlangt sunnan varpsvæðisins. Heima er bezt 123

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.