Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 18
ingja. Starf goðans var fyrst og fremst ýmis löggæsluverk og skatt- heimta, og slík verk var auðvelt að véfengja, draga í efa dóma um landa- merki og beitarrétt, aflaskipti og sauðfjármörk, framfærslu ómaga, hoftolla og hafnargjöld. Nú skulum við líta í söguna á frá- sögnina um fóstbræðralagið sem fór út um þúfur, en í sambandi við það mál segir Gísli einmitt tvær setning- ar, sem mér finnst varpa skýru ljósi á aðstæður. Þeir fjórmenningarnir eru á vor- þingi og sitja að drykkju í búð sinni (svo trúlegt sem það er um goðann sjálfan), þegar Arnór nokkur kemur þjótandi og furðar sig á háttalagi þeirra að koma ekki til dóma. Þeir bregða við, ganga til dóma og Þorgrímur heldur stutta tölu um að hann sé reiðubúinn að verja menn sína, að ekki beri þeir skarðan hlut. „Fannst mönnum til um röggsemi Þorgríms og skrautlegan búning þeirra Haukdæla,“ segir sagan. Þegar málum er lokið og þeir komnir aftur inn í búð, fara þeir að stinga saman nefjum, Þorkell auðgi og Gestur Oddleifsson. Þorkell segir: „Hversu lengi ætlar þú að kapp þeirra Haukdæla og yfirgangur muni vera?“ Gestur svarar: „Eigi munu þeir allir samþykkir hið þriðja vor héðan og er þar eru nú.“ Þessi orð ber fyrrnefndur Arnór óðar til þeirra félaga. Þá segir Gísli: „Hér mun hann mælt mál hafa tal- að og vörumst vér að eigi verði þetta, því Gestur er sannspár unt marga hluti og sé ég ráð til þessa að vér megum vel gera við þessu.“ Það er auðvelt að sjá þetta fyrir sér, þegar hinum eldri og reyndari mönn- um ofbýður yfirlæti og gorgeir ungu mannanna og vita það greinilega báðir, að undir sýður dulin óvild. Auðvitað lætur sögumaður Gest hinn spaka kveða upp spádóminn, að ekki verði þess langt að bíða að óvildin gjósi upp á yfirborðið. Nú reynir Gísli að koma í veg fyrir framhaldið með því að þeir skuli all- ir sverjast í fóstbræðralag. Við skul- um hafa það í huga, að líklega hafa þeir verið talsvert drukknir, þótt það skipti kannski ekki máli. Nú hafa þeir allan formála að at- höfninni, reisa upp torfu, vekja sér blóð, nefna öll goðin til vitnis og takast í hendur. Það er gaman að láta hugann reika og íinynda sér, að maður sé staddur á vettvangi og horfi á Gísla, þennan stóra og mikilúðlega mann, sem þrá- ir ekkert heitar en að mega stunda búskap sinn og smíðar í friði. Hann trúir á mátt hins talaða orðs og treystir því, að enginn gangi á bak orða sinna. Fái hann mága sína til að sverjast í fóstbræðralag sé vandinn leystur. Þorkell hefur á þessari stundu, álít ég, verið hlutlaus að mestu. Líklega hefur hann mest hugsað um sóðaskapinn að vera að hræra þetta í blóðugri moldinni (og það í fínu fötunum). Vésteinn held ég að hafi bara haft lúmskt gaman af þessu. Eg sé hann fyrir mér horfa glottandi á Þorgrím og hugsa: „Jæja, karlinn, ætlarðu eða ætlarðu ekki?“ En Þorgrími líður illa. Út í hvað er hann að ganga? Hann vill fyrir hvern mun gera allt fyrir mága sína, en hann treystir ekki Vésteini. Hann lít- ur á hvern af öðrum og á mannfjöld- ann, sem safnast hefur saman til að horfa á goðann sjálfan sverjast í fóst- bræðralag við mann, sem allir vita að honum er illa við. Hvað nú ef þeir sviku þessi heit, sem svarin voru við nöfn hinna heilögu guða? Hvers virði væri hann þá lifandi jafnt sem dauður? Nei, hann skyldi aídrei ger- ast griðníðingur og guðlastari. „En við Véstein skyldar mig ekki að bindast svo mikinn vanda,“ segir hann og kippir að sér hendinni. Mér hefur alltaf fundist Þorgrímur maður að meiri að vilja frekar hætta við á síðustu stundu en að eiga á hættu að svíkja fóstbræðralag. Þá segir Gísli: „Nú fór sem mig varði.“ Þau eru býsna athyglisverð þessi tvenn ummæli hans. Hin fyrri þegar hann fréttir spádóm Gests: „Hér mun hann mælt mál hafa talað,“ eða með okkar orðum sagt: Þetta mun vera al- mannarómur. Og síðan þegar tilraun hans mistekst: „Nú fór sem mig varði.“ Báðar lýsa setningarnar því, að hann þekkir ástandið og veit með sjálfum sér, að þetta getur ekki endað örðuvísi en illa. Nú kemur sá kafli sögunnar, sem ég álít að sé vendipunkturinn til hinna hörmulegu örlaga söguhetj- anna fjögurra, en það er frásögnin um Austmannadráp Þorgríms og ut- anferð fjórmenninganna. Frá því seg- ir að útlendir kaupmenn hafi komið í Dýrafjörð og selt Þorgrími timbur. Hann sendir síðan Þórodd son sinn til skips að ná í viðinn en Austmenn reynast svikulir í viðskiptum og drepa Þórodd þennan. Þorgímur brá við skjótt og elti tvo þeirra uppi á leið þeirra til Skutulsfjarðar og drap þá báða. Varð hann af þessu verki frægur, segir sagan. Við þessa sögu er það að athuga hvernig Þorgrímur, aðeins rúmlega tvítugur maðurinn, átti þarna stálpað- an son. Að minnsta kosti gat hann ekki verið sonur Þórdísar. Síðan gerir Þorgrímur upptækt skip Austmanna og næsta vor siglir hann ásamt Þorkeli á því til Noregs. Samsumars fara þeir einnig utan Gísli og Vésteinn og taka sér far í Skeljavík í Steingrímsfirði. Er nú ekki eitthvað gruggugt við þessa frásögn? Eg vil leyfa mér að halda það. Er ekki dularfullt, að þeir bræður þurfi allt í einu báðir utan? Var ekki ltklegra, að þeir færu til skiptis þar sem þeir bjuggu félags- búi? Og hvers vegna í ósköpunum fengu þeir Gísli og Vésteinn ekki far með Þorgrími heldur en að fara alla leið austur í Steingrímsfjörð og fá far með hriplekum fúadalli, sem brotnar í spón þegar þeir ná loks landi í Nor- egi? Athugum þetta nú aðeins betur. Þegar Vésteinn er kynntur til sög- unnar segir: 126 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.