Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 8
eru ferðaskrifstofurnar með fasta daga. Konan mín selur gistingu og morgunmat þeim sem óska. Eg hef mjög gaman að fara með fólk út í Drangey, allir virðast vera mjög ánægðir og jafnvel þó að fólk fari ekki upp, hefur það gaman af að koma út. Það eru oftast ein- hverjir sem ekki fara upp, bæði eldra fólk sem farið er að gefa sig og þeir sem eru lofthræddir. Sumir eru sjúklega lofthræddir. En ég ber alltaf mikla virðingu fyrir fólki sem er lofthrætt en lætur sig samt hafa það að fara upp. Eg er nú búinn að halda í höndina á mörgum þarna, fyrir Altarishornið. Það heitir að vísu Tæpaskeið, þar sem Alt- arið er. En þetta er ekkert hættulegt, bergið er gott og ég hef aldrei lent í neinu basli með fólk þarna. f fyrra fékk ég styrk til að gera lendingarbætur í Drang- ey. Þá fékk ég varðskip til að draga stóran stein úr lend- ingarstaðnum svo að ég geti lagt bátnum mínum að öðr- um steini sem er nær og þetta tókst. Það var blíðuveður. Við horfðum með eftirvæntingu á steininn, hann fór af stað, en svo slitnaði tógið. Þetta var þó nóg til þess að ég kemst að. Síðan útbjuggum við brú úr tveimur rafmagns- staurum af steininum og á annan, svo nú þarf ég ekki að ferja fólk í land á árabát eins og ég gerði. Ég var búinn að fara átta ferðir til að gera þessa brú og var hræddur um hana í vetur en ég veit nú að það er allt í lagi með hana. Það þarf að fara með gát að Drangey en nú er gott að komast. Svo gerði ég Grettislaugina upp úti á Reykjum og er búinn að láta byggja kamar sem á að fara þangað út eftir, en þaðan fer ég oftast með fólk út í eyju. Það eru komnar miklar pantanir fyrir sumarið. Suma daga fer ég margar ferðir, en svo koma dagar sem ekkert er hægt að fara vegna veðurs. Þegar ég fer frá Króknum tekur túrinn um það bil 6 tíma en styttri tíma frá Reykjum. Svo get ég farið fleiri ferðir á dag ef ég hef fólk úti sem tekur á móti ferðalöngunum. Ég hef farið upp í 7 ferðir á dag. En ég vil taka fram að ég er ekki einn í þessu og Asta Birna dóttir mín er mjög mikið með mér. Hún er góð í tungumál- um og vinsæl í þessum ferðum. Hún er sérlega dugleg að tala fólk til, svo að það fari alla leið upp. Fólk gengur mjög vel um og ber virðingu fyrir náttúr- unni. Margir útlendingar hafa sagt að það sé hápunktur ferðalagsins að fara út í Drangey. Þarna er friðurinn og róin. Það er eins og öll tungumálavandamál leysist af sjálfu sér. Fólk af ólíku þjóðerni getur talað saman. Mér finnst oft að frá hverju þjóðlandi komi stundum viss persóna, sem í huga manns verður eins konar fulltrúi hvers lands. Auðvitað man maður ekki eftir öllum, þegar maður fer með allan þennan fjölda. Ég man eftir danskri konu sem fór með mér einu sinni. Ég sá að það vantaði í hana annað augað, hún var 72 ára gömul. Þessi kona var fyrst upp. I þessari ferð var dóttir mín með og konan benti á hana og sagði: „Þegar ég var á aldri við hana reri ég á fiskibát með pabba mínum, það var í stríðinu þegar Danmörk var hernumin. Þá fluttum við flóttamenn frá Danmörk til Svíþjóðar. Við höfðum þá undir netunum.“ Hún var bóndi og hafði átt 92 kýr en var hætt að búa þegar þetta var. Svona fólk verður manni óneitanlega minnisstætt. Stundum hefur maður samviskubit ef fólk kemst ekki alla leið, en sumir komast bara upp í Skarðið. Ég man eftir einum sænskum pilti, miklum sportmanni. Hann var í leðurjakka og gerði líkamsæfingar áður en hann fór af stað, en hann fór ekki nema upp í Skarðið, þá var kjark- urinn búinn. Ein íslensk roskin kona fór einu sinni með mér. Þegar hún var að labba upp stigann sagði hún:„ Ég fer þetta aldrei aftur, en ég ætla upp núna.“ Og upp fór hún. Síðastliðið sumar flutti ég fjárveitingarnefnd Norður- landaráðs út í Drangey og svo yfir í Hofsós. Þar var sænsk kona, dálítið smeyk en ég hjálpaði henni upp. Þeg- ar ég var búin að leiða hana upp, sagði ég henni að ég hafi tekið eftir því að eftir því sem fólk sé háttsettara þá sé það lofthræddara. Hún sagðist ekki vera háttsett, hún væri kosin af fólkinu. Ég sagði henni þá að hún væri ekki lofthrædd. Svo sagði ég þeim söguna af Gretti og ég sagði þeim það að þegar Þorbjörn öngull hefði viljað fá féð sem var lagt til höfuðs Gretti á Alþingi, þegar hann var búinn að drepa hann, hefði komið upp að hann hefði verið drepinn með göldrum. Þá hefði það verið lögtekið að ekki mátti drepa menn með göldrum á Islandi. Svo spurði ég þau að því, hvenær það hefði verið lögtekið á hinum Norðuriöndunum. Hún sagði þessi sænska, sem var þingmaður, að hún vissi ekki hvernig þetta væri í Svíþjóð, en hún ætlaði að 1 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.