Heima er bezt - 01.04.1995, Blaðsíða 19
„Vésteinn Vésteinsson gerðist far-
drengur góður, þó átti hann bú undir
Holti í Önundarfirði.“
Nú voru margs konar afskipti af
siglingum og verslun eitt af aðal-
embættisverkum goðanna. Það kem-
ur víða fram í sögum, að þeir ráða
oft verðlagi á vörum. Nokkurs konar
útlendingaeftirlit höfðu þeir með
höndum og fleira. Sem sagt voru
eins konar tengiliður milli Islendinga
og hinna erlendu kaupmanna. Oft
varð mikill ágreiningur og jafnvel
fjandskapur út af
verslunarmálum.
Að sjálfsögðu gátu
líka orðið deilur,
þótt kaupmenn
væru íslenskir.
Varðandi Aust-
mannadrápin og ut-
anferðina hefur mér
dottið í hug skýr-
ing, sem ekki á sér
nokkurn stað í
Gíslasögu. Hug-
mynd mín er sú, að
Vésteinn hafi átt
hlut í þessu um-
rædda skipi og því verið beinn sakar-
aðili að málinu. Ekki að ég sé að
bera á hann vörusvik og manndráp,
heldur aðeins að hann hafi verið
meðeigandi að skipi og vöru.
Þegar Þorgrímur er nú búinn að
drepa Austmennina og gera skipið
upptækt, hafi Vésteinn gert kröfu í
hlut sinn og jafnvel bætur eftir félaga
sína. Þá er auðséð, að þeir gátu ekki
lagt þessi mál undir íslenskan dóm-
stól og þess vegna liggur þeim svona
mikið á að sigla til Noregs, því að
þar hlutu öll sönnunargögn að liggja.
Gísli vill auðvitað fylgja Vésteini og
hjálpa honum eins og hægt er og
vegna þessa gátu þeir auðvitað ekki
siglt á sama skipi.
Nú skiptir í rauninni engu máli,
hvernig dómur hefur fallið í Noregi
en sjáanlegt er, að þar hefur ósætti
þeirra Þorgríms og Vésteins orðið að
fullum fjandskap. Því næst segir frá
því, þegar Gísli og Vésteinn skiljast í
Danmörku og Gísli smíðar pening-
inn sem á að vera tákn milli þeirra,
ef hætta er á ferðum. Það er greini-
legt, að Gísli er ekki í vafa um að
Vésteinn er í lífshættu og þó er
kvennahjalið eftir. En það kemur
einmitt í næsta kafla og er svo lifandi
og eðlileg frásögn, að mér finnst það
einn besti kaflinn í sögunni.
Letinginn Þorkell vaknar af hádeg-
isblundinum og röltir út í góða veðr-
ið. Þá heyrir hann kvennahjal og
hlátur út um opinn glugga og gengur
ósjálfrátt á hljóðið og leggur við
hlustir, þegar hann heyrir rödd konu
sinnar. En honum bregður ekki lítið,
þegar hann heyrir hvert umræðuefn-
ið er, að kona hans elski Véstein og
Auður mágkona hans segist hafa
lengi vitað það.
Eg held að flestir geti nú sett sig í
spor Þorkels þarna. Það er ekki lítið
áfall fyrir skapmikinn mann sem lít-
ur stórt á sig að heyra þetta. Það er
ekki bara afbrýðisemin, sem iæsist
um hann, heldur niðurlægingin, því
að mágkona hans gerir grín að hon-
um. Hann tekur umsvifalaust
ákvörðun. Hann ætlar að ganga til
liðs við Þorgrím. Þessarar svívirðu
skal verða hefnt, hann skal minnast
hláturs Auðar.
Svo kemur fréttin til Gísla, að Vé-
steinn sé kominn heim frá útlöndum
og ætli bráðlega að koma í heim-
sókn.
Gísli bregst við á þann eðlilega hátt
að senda menn til hans með pening-
inn og biðja hann að fresta för sinni.
Þarna er alveg morgunljóst að
Gísli óttast, að Þorgrími og Vésteini
lendi saman. Eg er ekki í nokkrum
vafa, að Þorgrímur hefur lagt blátt
bann við því að Vésteinn léti sjá sig í
grenndinni, því að annars hefði Gísli
riðið sjálfur á móti mági sínum, eins
og eðlilegt hefði verið þar sem hann
hlaut að ráða gestum sínum sjálfur
að öllu eðlilegu og eins þótt bróðir
hans ætti í hlut. En gegn banni goð-
ans vill hann sýnilega ekki brjóta,
það væri slík ögrun við Þorgrím að
jaðraði við
fjandskap. Nei,
hann hefur vilj-
að fara mjög
gætilega og von-
ast til að geta
sjatlað málið.
Nú fórust þeir
á mis, Vésteinn
og sendimenn
Gísla, þannig að
þeir hitta hann
ekki fyrr en á
Gemlufallsheiði.
Þegar Vé-
steinn fær skila-
boðin og peninginn segir sagan: „að
hann roðnaði mjög“ (reiddist) og
segir þessi frægu orð:
„En nú falla öll vötn til Dýrafjarð-
ar og mun ég þangað ríða.“
Sumum kann að virðast sem þessi
orð sýni æðruleysi hetjunnar, sem
hræðist ekkert, en ég lít öðruvísi á
það. Með nútímaorðum myndum við
segja: Eg er nú kominn svo langt, að
ég nenni ekki að snúa við. Hann
virðir að vettugi einlæga viðleitni
Gísla til að forðast vandræði og þyk-
ist sjálfur ráða gerðum sínum, hvaða
afleiðingar sem það hlýtur að hafa,
ekki bara fyrir hann sjálfan heldur og
fóstbróður hans og tjölskyldur þeirra
beggja. Vésteinn gerir meira en
þetta, hann lætur sendimennina fara
sjóveg til baka yfir Dýrafjörð og
fylgdarmenn sína, Austmennina tvo,
lætur hann snúa við. Já, þarna fylgja
honum tveir Austmenn, það minnir
óneitanlega á Austmennina tvo fyrr í
sögunni. Sjálfur ríður Vésteinn land-
Heima er bezt 127