Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 12
Einar Vilhjálmsson:
Upphaf síma-
mála á íslandi
Sœsímaskipið
Cambria leggur
sœsímaendann á
land á Seyðisfirði
18. ágúst 1906.
Sœsíminn
Hugmyndin um sæsíma frá Skot-
landi til Islands kom þegar fram árið
1850, en þá var komið á sæsímasam-
bandi frá Dover á Englandi til Cap
Grisnez í Frakklandi.
Umsókn um einkaleyfi til að starf-
rækja sæsímasamband frá Skotlandi
til íslands, um Orkneyjar, Hjaltland
og Færeyjar, kom fram árið 1852 frá
tveimur enskum verkfræðingum,
bræðrunum Harrison. Einnig gerðu
þeir ráð fyrir áframhaldi um Suður-
Grænland og Labrador til Quebec í
Kanada. Ekkert varð þó úr fram-
kvæmdum.
Arið 1854 var svo með konungsúr-
skurði veitt einkaleyfi til sæsíma-
lagnar og rekstrarleyfi til 100 ára.
Var það ritsímafulltrúi frá New York,
Oberst P. Shaffner, sem leyfið fékk.
Gert var ráð fyrir 10 ára fram-
kvæmdatíma, en árið 1864 gafst
hann upp. Shaffner kom til Islands
árið 1860 vegna undirbúnings verks-
ins.
Árið 1869 stofnaði C.F. Tietgen Det
Store Nordiske Telegrafselskab og
fékk sama ár einkaleyfi til sæsíma-
lagnar frá Skotlandi til Kanada, sömu
leið og Shaffner hafði ráðgert.
Sæsímastrengur þvert yfir Atlants-
hafið til Ameríku tafði nú málið. Á
alþjóðaþingi veðurfræðinga í Bern
árið 1880 kom fram ósk um veður-
fregnir frá Norður-Atlantshafi. Mikla
norræna tók þegar upp þráðinn og
hóf tæknilegar rannsóknir fyrir síma-
lögnina og sótti um einkaleyfi í 20 ár
og styrk frá þeim þjóðum, sem höfðu
áhuga á veðurfréttum af norðurslóð-
um, en málið strandaði á andstöðu
Englendinga.
Fyrstu Islendingarnir, sem hreyfðu
símamálinu, voru alþingismennirnir
Skúli Thoroddsen og Jens Pálsson. Á
þinginu 1891 lögðu þeir fram tillögu
um 300 þúsund króna lántöku til
símalagningar frá Reykjavík um Ak-
ureyri til Seyðisfjarðar og áskorun til
landsstjórnarinnar að leita samstarfs
við aðrar þjóðir um lagningu sæsíma
til landsins. Fyrri tillagan var felld en
sú síðari samþykkt.
Það kom þó að litlu haldi, þar sem
Englendingar og Frakkar höfðu ekki
áhuga á málinu.
Breskur maður, Mitchell að nafni,
sótti um einkaleyfi fyrir sæsíma til
landsins, en að athuguðu máli var
því hafnað.
Árið 1899 kom fram stjórnarfrum-
varp um 35 þúsund króna framlag til
Mikla norræna símafélagsins vegna
sæsímans, og var gert ráð fyrir sömu
upphæð árlega næstu tuttugu ár.
Danska þingið veitti 54 þúsund
króna styrk.
Árin 1898-1899 ferðaðist Hanson,
verkfræðingur frá Mikla norræna,
um ísland og kannaði línustæði frá
Austfjörðum til Reykjavíkur. Kostn-
aðaráætlun, sem hann gerði, var 356
þúsund krónur til línulagnar og 18
þúsund krónur til stöðvarbygginga,
auk 15 þúsund króna til árlegs við-
halds.
Þar sem Island var orðið endastöð
fyrir hugsanlegan sæsíma en ekki
millistöð fyrir Evrópu-Ameríku, var
gróðavonin af fyrirtækinu ekki leng-
ur fyrir hendi. Tafði það enn um sinn
framkvæmdir.
Alþingi 1902 stofnaði nefnd til
þess að athuga möguleika á þráð-
lausu sambandi við útlönd. Marconi-
félagið í London gerði þá tilboð í
þráðlaust skeytasamband milli
Skotlands og Reykjavíkur, Isafjarðar,
368 Heima er bezt