Heima er bezt - 01.02.1999, Side 7
var eins og veröldin stæði kyrr, óraunveruleg og sindr-
andi, slíkt var lognið.
Vetrarstillur geta komið þarna sem eru engu líkar og
þd frýs bæði Leiran og Garðarstjörn og svellið rennur
fram sem spegill.
Veröld sem var
Vilborg lifði þá tíma að mannlíf var með öðrum og ólíkari
hætti en nú er. Engin Kringla og ekki skroppið milli landa til
fatakaupa, né heldur að setið vœri yfir sjónvarpi eða á öldur-
húsum að vinnudegi loknum.
- Á Vestdalseyrinni sóttu menn björg til sjós og lands
ef svo md segja. Flestir dttu bdta og sjósókn var mikil.
Fiskur var verkaður, saltaður og þurrkaður. Síðan dttu
menn garða, kýr og kindur og nokkrar hænur
og rdku svolítil bú. Karlmenn-
irnir fóru líka í burtu d ver-
tíðir. Pabbi fór d hausinn
með sína útgerð í krepp-
unni, hann reri því hjd öðr-
um og fór á vertíð. Því var
það að mamma og við börn-
in sdum um búskapinn.
Það var heyjað á túni og
engjum og ræktaðar kartöflur
sem dugðu fýrir allt drið.
Mamma hafði mikinn
dhuga d ræktun og hún gerði
tilraunir með ýmsar tegundir af
kartöflum svo sem bldlands-
drottningu. Þd voru ræktaðar róf-
ur, næpur, spínat, grænkdl, blóm-
kdl og radísur, svo eitthvað sé
nefnt. Þetta var gott búsílag og
þótti sjdlfsagður þdttur í búskapn-
um.
Við dttum um 30 ær og var ullin
send í lopa til Akureyrar en af
ófínni ullinni var tekið ofan af og hún kembd og spunn-
in heima. Við krakkamir lærðum tógvinnu, að tvinna
band og setja saman prjónles.
Amma var ekkja og dvaldi hún hjd okkur. Amma og
mamma voru mjög sterkar, duglegar og myndarlegar
konur. Verkmenning þeirra var mikil og kært var með
þeim, þær voru mjög lagnar við alla matargerð, gerðu
skyr og sldtur og allt unnu þær vel.
Þegar pabbi kom heim af sjónum gekk hann í öll störf
innan húss sem utan og var afskaplega natinn við þau
verk sem hann vann að og það md segja að allir bræð-
ur mínir hafi notið þessa fordæmis í æsku og verið mikl-
ir fyrirmyndar eiginmenn.
Ömmusystir Vil-
borgar, en hún
var skírð í höfuð-
ið á henni.
Skólinn lagður niður
Þegar Vilborg var sjö ára gömul og átti að hefja skóla-
göngu sína var ákveðið að halda ekki lengur skóla á Vest-
dalseyri sökum fámennis. Þá var brugðið á það ráð að fá
Mœðgurnar Erlendína Jónsdóttir og Guðríður
Pálsdóttir. „Þœr voru mjög sterkar, duglegar og
myndarlegar konur. “
konu, búsetta á eyrinni, til að leiðbeina bömunum
og undirbúa þau fyrir próf, en að öðru leyti var um heima-
nám að rœða. Börnin fóru síðan inn í Bœ að taka prófin.
Þegar svo þessi leiðbeinandi flutti sjálf inn í Bœ lagðist öll
kennsla af. Þetta voru Vilborgu, sem hlakkaði svo mikið til að
hefja skólagöngu, mikil vonbrigði og að sœkja skóla inn eftir
var ekki auðveld ganga fyrir litla fœtur.
- Þetta var löng og skuggaleg leið og gat verið veðra-
víti hið mesta. Og einu sinni var ég rétt orðin úti þarna.
Þd var ég reyndar orðin 16 úra og hafði fengið vinnu í
kaupfélaginu d Seyðisfirði. Það var aðfangadagur og
opið til klukkan fjögur. Þegar búið var að loka ætlaði ég
heim d Hjalla og vera þar um jólin. Um fimmleytið
lagði ég af stað sæmilega búin og með jólagjafirnar í
poka. Snjór var mikill og kafaði ég hann upp að hnjdm
þannig að þungt var d fótinn, síðan fór að hvessa og
gerði feiknamikinn skafrenning en gangan var öll d
brattann upp Kinnina. Mér fannst ég vera að örmagn-
ast hvað eftir annað og gekk illa að anda og langaði
helst til að leggjast niður og sofna. Ég harkaði þó af mér
og þegar ég komst upp d Hdubakkana, sem svo eru
kallaðir, fór mér að líða betur en ég var þrjdr klukku-
stundir d leiðinni, sem annars er rúmlega hdlftíma
gangur. Seinna vissi ég, sem ég vissi ekki þd, að ég var
með astma og því hafði ég dtt svona erfitt með andar-
drdtt.
Heima er bezt 47