Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 6
^Jaga þessi gerðist í Hollandi um
mitt sumar, þegar heyið var kom-
ið í lanir niðri á engjunum, alla leið
niður að stóra ílóðgarðinum, en þar
fyrir neðan voru kýr og kindur á beit
niður við sjóinn. Það var farið að
hvessa og löðrið frá öldunum við
ströndina skvettist langt upp á land,
og á búpeninginn, þar sem hann var
að bíta.
Það var um miðjan daginn og Hall-
dór smali hafði lagzt fyrir í einni
heylön. Það var óhætt, því það var
ekki svo heitt í dag, að kýrnar færu
að rása, þó að hann hefði af þeim
augun. En nú er það svo, að maður
sofnar stundum fast í heitu heyi, og
af því að Halldór varð að fara á fæt-
ur klukkan fjögur á hverjum morgni,
gat hann orðið syfjaður um hádaginn.
Þarna lá hann og dreymdi svo ágæt-
lega, en það sem menn njóta hér í
veröldinni er vant að standa skammt,
og allt í einu vaknaði hann við það,
að hann var hálfur í sjó.
Hvað hafði komið fyrir? Stormur-
inn hafði magnazt, löðrið orðið að
heilum öldum, sem skullu á land, og
nú var sjórinn þarna á engjunum
orðinn í mitt læri. Fénaðurinn hafði
hætt að bíta, en hnipraði sig saman
á rimum og görðunum þarna á engj-
unum.
Halldór lét samt ekki hugfallast
fyrir þetta. Hann vissi, að hann bar
ábyrgð á öllum skepnunum, hann
hafði vanrækt skyldu sína og sofnað,
og nú varð hann að bjarga skepnun-
um hvað sem það kostaði. Nú mátti
hann engan tíma missa, sjórinn hækk-
aði með hverri mínútu. Það var eng-
inn hægðarleikur að ná skepnunum
saman í einn hóp, því að þær voru
úti um hvippinn og hvappinn, og
svo voru þær hræddar, að það var
nærri því ómögulegt að koma þeim
úr sporunum, en loks tókst Halldó11
þó að ná þeim saman. Það var fyrl1
sig að eiga við kýrnar, en sauðféð val
svo óþægt, að hann réði ekkert V$*
það. Féð hljóp til og frá til þess ;l
leita að stíflunum yfir skurðina, sefí1
voru komnar í kaf. Ullin á fénu v'al
rennvot, og það var svo þungt á ser>
að það slagaði, þegar það gekk.
Loksins komst Halldór upp í þ°rP
ið, sem lá hærra en engjarnar, og ui’ð11
allir hissa að sjá Halldór koma svoU'1
snemma heim. Hann var ekki lell&
að segja fólkinu, hvernig komið væ11’
og þá fengu allir um nóg að hugs3'
Féð var rekið heim á þá bæilia’
sem hæst lágu, hænsni, svín og h1111^
ar flutt upp á loftin og sömuleið1*
allir innanstokksmunir, sem e^,
þoldu að vökna. Engum gat dulizb a _
mikil hætta var á ferðum, því að 1111
var flóðið komið upp að þorpinu
sjórinn farinn að ganga inn í kjal
Boðttn Maríu.
Dóminíkanamunkurinn Fra Angelico (bróðir AngC'
lico), fæddur árið 1387, málaði myndir af boðun
Maríu. Þetta freskumálverk málaði hann á vegg1
kiausturs hins heilaga Markúsar í Flórenz. Það er
næsta einkennilegt, að myndin skuii hafa verið mál'
uð fyrir fimm hundruð árum, og þó ber hún tíðar-
anda þess tíma glöggt vitni. Fyrstu myndir sínar
málaði Fra Angelico í Cortona, og hin frægu mál'
verk sín í Markúsarklaustrinu málaði hann ekki fyrr
en hann var kominn undir fimmtugt. Þegar tímar
liðu, barst frægð hans til Römaborgar, og var hann
þá kvaddur þangað til að skreyta Vatíkanið. Hann
málaði fyrstu freskumyndirnar i þeirri miklu bygS'
ingu og lézt í Róm árið 1455.
Litil bók um listaverk.
1
MEÍS TARA R r/iálaralistarinnar.
222