Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 16

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 16
ÆSKAN LESENDURNIR SKRIFA Kæra Æska! Um leið og ég sendi greiðslu fyrir Æskuna, árgang 1965, vil ég þakka fyrir hinar góðu greinar og sögur, sem í henni birtast. Nú er ég farinn að geta lesið í henni sjálfur. Ég sendi hérna með mynd af mér á hjólinu mínu, sem var tekin í vor, ef þú vilóir birta hana einhvern tíma. óska ég þér alls hins bezta 1 framtíðinni, lifðu heil. Jón Víði Sigurðsson, Hafnarnesi, Reyðarfirði- TUTTUGASTI OG FJÓRÐI KAFLI Mæða og andstreymi. Peggotty vildi fyrir hvern mun, að ég yrði hjá sér, þangað til jarðarförin væri um garð gengin, og því skrif- aði ég Spenlow og mæltist til þess, að hann leyfði mér þetta. Peggotty þótti fjarska vænt um, að ég skyldi vera kyrr hjá henni, og ég lijálpaði henni líka, eftir því sem ég gat. Eitt af jrví fyrsta, sem við gerðum, var að opna kass- ann, sem Barkis hafði geymt undir rúminu sínu, og í haus- poka niðri á botni í kassanum fundum við gulnað blað með undirskrift Barkisar. Ég athugaði skjalið gaumgæfilega og gekk brátt úr skugga um, af því að ég hafði lært talsvert í skrifstofu Spenlows, að erfðaskráin var að öllu leyti formleg. í þessari erfðaskrá virti Barkis allar eignir sínar á ná- lega 3 þúsund sterlingspund, og að öllu þessu arfleiddi hann Peggotty. Vextina af 1 þúsund pundum átti herra Peggotty að fá, meðan hann lifði, en eftir lát hans átti að skipta upp- hæðinni milli Peggotty, Millu litlu og mín. Barkis hafði gengið prýðilega frá öllu þessu, og hann átti sannarlega skilið, að við værum honum þakklát. Peggotty fól mér að annast, að ákvæðum erfðaskrár- innar yrði fullnægt, og ég get ekki neitað því, að ég var dálítið upp með mér yfir þessum fyrstu lögfræðistörfum, sem mér var trúað fyrir. Réttri viku eftir andlát Barkisar var hann jarðsettur í kirkjugarðinum í Blunderstone, spölkorn frá leiði móð- ur minnar. Við jarðarförina voru ekki aðrir en Peggotty, bróðir hennar og ég, og fór hún þar af leiðandi fram í mikilli kyrrþey. Þar sem við Peggotty ætluðum til London daginn efa ’ greip mig sú löngun að líta dálítið kringum mig í a| högum mínum. Ég lét jrví systkinin fara ein heimlei^lS’ en var sjálfur eftir til þess að skoða leiði foreldra miI1!l‘l’ Krákuhúsið og ýmsa staði, jrar sem ég hafði leikið þegar ég var drengur. Ég snæddi miðdegisverð í litlu veitingahúsi þarn-'1 þorpinu og fór svo undir kvöldið heimleiðis til Yarmout|'i' Ég hafði lofað að heimsækja herra Peggotty og vera W honum og fólki hans um kvöldið. Þegar ég nálgaðist bæinn, fór að rigna, og ég hraða mér því til að komast í húsaskjól. „Þér komið fyrstur, Davíð!“ kallaði herra Peggott' glaðlega. „Leyfið mér nú að taka votu yfirhöfnina og fáið þér yður sæti. . . í kvöld skulum við láta okk11 líða vel, þó að við höfum verið við jarðarför í dag. • • um við ekki að gera það, systir góð? ... Þetta er all^ lagi... Þú hefur verið honum Barkis góð, og liann þér og okkur öllum góður." ^ Peggotty kinkaði glaðlega kolli til samþykkis, en Gummidge varp öndinni mæðulega og hristi höfuðið- „Svona, vertu nú glöð og kát, gamla mín!“ sagði liel Peggotty. ,g „Já, það getið þér ósköp vel sagt, Daníel, ... e° ^ finn svo vel, einmitt Jregar aðrir eru í góðu skapú ég er einmana og yfirgefin! ... Ég er yður bara til W j og örðugleika, Daníel minn. Það væri réttast af yðlU senda mig á þurfamannahælið!" . . „Jæja, nú er hún farin að hugsa um hann gaml3 s ^ aftur,“ hvíslaði herra Peggotty að okkur. Síðan leit ^ brosandi til frú Gummidge og sagðist ómögulega S án hennar verið. ^ „En hvar er ljósið?" spurði hann allt í einu, „þVI 232

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.