Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 8

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 8
Einu sinni var malari, sem átti þrjá syni. Á dánardegi ari'- leiddi hann þann elzta að myll- unni, sá næstelzti fékk asna, sem gamli maðurinn hafði átt, en sá yngsti fékk bara kött, en það var nú reyndar óvenjulega vit- ur köttur. Yngsti sonurinn varð dálítið forviða, þegar hann komst að því, að faðir hans hafði haft hann svona útundan, en þá sagði kötturinn við hann: „Kauptu handa mér stígvél og poka, og þá skal ég verða þér að meira gagni en myllan og asninn verða bræðrum þínum.“ Pilturinn gerði eins og kött- urinn vildi. Daginn eftir veiddi kötturinn tvær akurhænur og lét þær í pokann og labbaði upp í konungshöllina. Hann gekk rakleitt upp að hásætinu og sagði við konunginn: „Yðar há tign! Greifinn af Carabas sendi mig til yðar og biður yður að þiggja af sér þessar tvær akur- hænur að gjöf.“ Konungurinn varð svo glaður yfir gjöfinni, að hann skipaði þjónum sínum að beita hestun- um fyrir vagninn sinn, og svo ók hann beina leið til greifans af Carabas og hafði kóngsdótt- urina með sér. Kötturinn hljóp á undan beina leið til húsbónda síns og sagði honum, að kon- ungurinn væri á leiðinni, og bað liann að koma með sér nið- ur að ánni og verða þar í leið- inni fyrir konunginum. Þegar þeir komu að ánni, sagði kött- urinn piltinum að fara úr öllum fötunum og fela þau bak við stein, en fara sjálfur út í ána Stígvélaði kötturinn gekk rakleitt upp að hásætinu. og vera að baða sig, þegar kon- ungurinn kæmi. Nú kom konungsvagninn. Þá hrópaði kötturinn: „Hjálp> hjálpl" „Hvað er að?“ spyr kon- ungurinn. „Æ, mikil vandræði, mjálmar kötturinn. „Einhver þorpari hefur stolið öllum föt- um greifans af Carabas, meðan hann var að baða sig.“ Konung- urinn sendi samstundis heim 1 höli eftir fötum af sér til þesS að lána malarasveininum, eJ1 þar var ekki annað til taks en sjálfur krýningarskrúðinn, svo að malarinn fékk hann. Undir eins og kóngsdóttim1 sá þennan unga og fallega mann í skartklæðunum varð hún al- veg bálskotin í honum og han'1 í henni. Konungurinn bauð

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.