Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 20

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 20
ÆSKAN Móðirin kveinaði hástöfum er hún heyrði þennan grimma dóm, kyssti í auðmýkt klæðafald emírsins og grát- bað hann að þyrma lífi sonar sfns, sem væri sín eina huggun og stoð. En svar emírsins var aðeins vel útilátið spark með gullbrydduðu stígvélunum, svo konan féll til iarðar með blóðugt sár á höfði. Reiðin sauð í syni hennar, en hann lét þó, sem ekkert væri, en sagði að- eins: „Hver er árangur yðar hátignar af því að láta hálshöggva mig? Hundarn- ir munu aðeins fá fylli sína af holdi mínu. Betra mundi að þér létuð mig fá góðan hest og nægilegt fé í ferða- lag til Kína, þar sem ég gæti lært leyndardóminn um silkiframleiðslu. Eins og nú er ástatt, verðið þér að verja miklu fé til kaupa á kínversku silki. Ef þér þekkið leyndardóminn um silkiframleiðslu getið þér sjálfur framleitt það og haft mikinn arð af sölu þess til annarra landa. Það kost- ar mig þrjú ár að afla nauðsynlegrar þekkingar. Takist mér það ekki getið þér drepið mig á þann hátt er þér telj- ið grimmdarlegastan, en ef ferðin heppnast vænti ég að fá að halda lífi.“ Hinum fégjarna emír féll uppá- stungan strax vel í geð, en tortryggnin var vel vakandi, eins og vænta mátti. Hann sagði því: „Hver ábyrgist mér, að þú komir aftur að þremur árum liðnum?" En þá stóð móðir unga mannsins upp og sagði við valdhaf- ann: „Ef sonur minn kemur ekki á tilsettum tíma, getið þér drepið mig. Ég treysti syni mínum.“ Næsta dag lagði ungi maðurinn af stað frá Buhara á góðum hesti áleiðis til Kína. Blessunaróskir móður hans voru honum bezta vegarnestið. Skal nú ekki nánar sagt frá hinu margra mánaða ferðalagi til þessa undralands. En hestinn sinn missti hann, varð að berjast við rándýr og þola langvar- andi hungur og þorsta á hinum miklu eyðimörkum Asíu. Fótsár og tötrum klæddur náði hann loksins til útborg- 236 2. Hér er saumavélin. 3. Þetta gengur ágætlega. ar höfuðborgarinnar í hinu langþráða landi, sem bjó yfir leyndarmálinu uni framleiðslu silkis. Hvarvetna blöstu við honum blóma' garðar og þroskamiklir hveiti- og maís' akrar. Fólkið var kurteist og þrátt fyrir fá- tækt þess, var það gestrisið og hjarta- hlýtt. Þama sá hann gamla lokaða járm smiðju og stúlku, sem var að sazkja vatn úr brunni. Hann ávarpaði stúlk' una og spurði hvort hann mundi getíl fengið vinnu í smiðjunni, því að hann væri járnsmiður, en vantaði atvinm1- Þótt hann væri tötralegur útlits» bauð stúlkan honum inn í húsið. sagðist vera systir járnsmiðsins, sem ekki gæti nú unnið í smiðjunni, þv* hann hefði fótbrotnað í veiðife^' Járnsmiðurinn fagnaði hinum útlenda stéttarbróður og samþykkti fúslega a$ hann fengi að vinna í járnsmiðju hans- Og þrjú bjuggu þau saman í sátt og samlyndi. Á hverjum morgni fór ung1 maðurinn til vinnu sinnar í smiðj' unni, en stúlkan fór til vinnu sinna1 inni í borginni. Þó ungi maðurin11 legði sig fram til þess að frétta um vinnustað stúlkunnar, tókst honuU1 það ekki. Nokkrir mánuðir liðu, veturiu11 kom og bróðir stúlkunnar fékk fullaU bata. Nú unnu þeir báðir í járnsmi^J' unni og batnandi hagur hélt innrei0 sína í hús þeirra. Á kvöldin hafði ungi maðurinn fr‘' mörgu að segja af móður sinni og borg' inni Buhara. Hann sagði margt llin hinn grimma emír, en minntist ekk1 einu orði á erindi sitt til Kína. Veturinn leið og með blómstran1’1 vori vaknaði ástin f brjóstum ungli°^ anna. Þau fundu nú að bönd ástariuU' ar höfðu tengt þau saman og þau tjá^11 hvoru öðru ást sína. Þau sögðu br<$' urnum frá áformum sínum, haU'1 blessaði áform þeirra og þau giftu s1^ samkvæmt kínverskum venjum. Hamingjan ríkti á heimili þeirra, e(l nú var annað árið liðið frá brottför unga mannsins frá Buhara og enn vlíS &><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>^^ Á

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.