Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 24

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 24
Eggin og krummi. Fyrir mörgum árum voru menn á ferð með æðaregg í fötum. Á leiðinni komu þeir við á bæ til þess að fa sér kaffisopa, en skildu eggin eftir kipp- korn frá bænum. Þegar þeir komu til baka, sáu þeir nokkra hrafna á vakki, þar sem þeir höfðu skilið eggin eftir, og þegar þeir gættu betur að, sáu þeir, að flestöll eggin voru horfin úr einni fötunni. Þeir fóru nú að leita að eggjunum, en lengi vel fundu þeir ekki neitt. Hrafnarnir flögruðu hátt yfir höfði leitarmanna og krunkuðu ánægjulega. Þeir bjuggust auðsjáan- lega við veizlu, þegar mennirnir hypj- uðu sig á brott. Eftir langa leit fannst fyrsti felu- staðurinn, svo annar og síðan hver af öðrum. Hvar haldið þið, að hrafnarn- ir hafi falið eggin? Þeir höfðu falið þau í hrossataðshrúgum. Eftir að fyrsti felustaðurinn fannst, fóru menn- irnir að leita í fleiri hrossataðshrúg- um, og að lokum fundu þeir öll eggin, sem hrafnarnir voru búnir að hnupla. Síðan héldu mennirnir heimleiðis, en krummar urðu af veizlunni, þrátt fyr- ir kænsku sína og hyggindi. Sigurjón Jónsson. Bóndadóttir. í Vatnsdal fyrir norðan er mælt, að nokkrir bæir hafi farizt af skriðum, sem fallið hafi úr Vatnsdalsfjalli. Með- al þessara bæja var einn, sem hét Gullberastaðir. Bóndadóttirin á Gull- berastöðum hafði haft þá venju, að gefa bæjarhrafninum ætíð, þegar hún borðaði. Einu sinni þegar hún eftir venju rétti honum út um gluggann það, sem hún ætlaði að gefa honum, þá vildi krummi ekki taka við. Stúlk- una furðaði þetta og fór út með ætið. Krummi kom mjög nálægt henni, en vildi þó ekki þiggja matinn, en lét einatt líklega, svo stúlkan elti hann út á túnið, spölkorn frá bænum. En þegar þau voru komin þangað, heyrir hún drunur miklar uppi í fjallinu, og allt í einu féll úr því skriða sem rann báðum megin við þau krumma og bóndadóttur, en kom ekki á þann blett, sem þau voru á. Bærinn varð aftur á móti fyrir skriðunni, og tók hún hann af með öllu, sem í honum var, lifandi og dauðu. Launaði krummi þannig bóndadóttur matinn. En orsökin til þess, að skriðan féll ekki yfir blettinn, sem þau krummi og bóndadóttir stóðu á, var sú, að þegar Guðmundur biskup helgi eitt sinn fór þar um, þá hafði hann tjald- að á bletti þessum. En áður en hann tók sig upp þaðan, vígði hann tjald- staðinn, eins og hann var vanur að gera, og því gat þar síðan enginn orð- ið fyrir neinu grandi. (Þjóðsögur og cevintýri Jóns Árnasonar.) Kolsvartur. Til er erlend þjóðsögn um það, hvernig hrafninn varð svartur. Sagt er, að fasaninn hafi upphaflega verið öskugrár á litinn. Hann bað því hrafn- inn að mála fjaðrir sínar með fögrum litum. Hrafninn var fús til þess og málaði fasaninn með fjölbreyttum skrúðlitum. Þegar hrafninn var búinn að þessu bað hann fasaninn að gera sér sömu skil. En hann neitaði ekki einungis hrafninum um þessa bón, heldur tók hann fullt blekílát og dembdi úr því yfir hrafninn. Síðan hefur hann verið kolsvartur. Kirkjuhrafnar. Alkunnugt er hve algengt það er, að hrafnar sitji á kirkjuturnum eða seti á sveimi umhverfis þá. Hefur mér þvl dottið í hug að segja ykkur allmerki' lega sögu af kirkjuhröfnum. Eins og flestöllum hér um slóðir er kunnugt, var hin gamla kirkju Akur- eyrar staðsett innst í gamla bænuro- Voru hrafnar þar sífellt sveimandi yf' ir og umhverfis kirkjuturninn og satu oft á turnspírunni. Spíran var aðeius ein, og flatur húnn eða hnúður íl henni. Vildu því oft fleiri en eiu11 hrafninn fá sér sæti á húninum, °£ voru því jafnan hnippingar og hriud' ingar á milli þeirra um réttinn u' þessa ágæta hásætis. Nú var ný kirkja reist á Akurey11 í miðbænum og því all langt frá hiufll gömlu, og var sú kirkja vígð þau11 17. nóvember 1940. Áður en sú athöf11 hófst, gekk biskup landsins ásamt ^ prestum og sóknarnefnd til göuif11 kirkjunnar að afhelga hana. Voru þa1 sungnir sálmar, og mælti biskup s1^ an nokkur orð. Síðan tóku prestaru11 helgigripi kirkjunnar, svo sem kaleik’ biblíu o. fl. og báru þá til hinua1" nýju kirkju, og fór þar síðan fral11 vígsluathöfnin. En nú brá svo einkennilega við 11111 þetta sama leyti, að eftir þennan daí sást enginn hrafn á turni gömlu kirW unnar. Virðast þeir hafa flutt sig f*11 ferlum, því að nú var hópur þeirlíl seztur að á turnum hinnar uýí11 kirkju, og hafa þeir haft þar aðset11’ síðan. Nýja kirkjan er með tveiu1111 turnum, og á þeim eru margir staHar’ svo að þar er tilvalinn hvíldarstað111 og sæti handa mörgum hröfnum- , 1 Gamla kirkjan stóð enn í tvö ^ eftir þetta. En aldrei sáust hrufoaI þar á turninum, eftir að helgigrip1111 ir voru þaðan fluttir. Kristján Sigurðsson, hirkjuvði'W i

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.