Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 3

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 3
SÓLVEIG ÁRNASOIS: Alheims- MÁL ÉG man þennan atbnrð eins og hann liefði átt sér stað í gær, og þó eru meira en 50 ár síðan foreldrar mínir og ég vorum að flytja til Ameriku. J^g man þennan atburð eins og hann hefði átt sér stað í gær, og þó eru meira en fimmtíu ár síðan foreldrar mínir, eldri bróðir minn, systir mín og ég vorum að flytja l'l Ameríku frá íslandi. ^kipið, sem ílutti okkur, var fullskipað farþegum, og Vl® vorum í klefa með tveimur öðrum fjölskyldum. Það Var ekki gott í sjóinn og margir voru sjóveikir. Móðir 111111 var veik dögum sarnan og mjög máttfarin. Hún bað föður minn eitt sinn að sækja vatn að drekka og sagði honuni jafnframt að taka mig með sér, því að ég hel’ði K°tt af hreyfingunni. Ég var full af fjöri og hlýt að hafa verið veikri móður minni til armæðu. Ég var líka leið yfir því að þurfa að húka þarna í þrengslunum, svo að ég var glöð yfir tæki- i®rinu að fá að koma á aðra staði á skipinu. Við fórum ljví af stað til þess að sækja vatnið. Á þessum tíma var ferskt vatn geymt í tanki og ungur maður sá um skömmtun til handa hinum mörgu fjöl- skyldum, ef þær komu með ílát með sér. Þegar við komum að vatnstankinum, voru aðrir komnir á undan okkur. Þarna voru tvær ungar stúlkur, sem töl- uðu sarna mál og ungi maðurinn, sem átti að gæta tanks- ins. Þær virtust skemmta sér vel og virtust einnig fá meira en sinn skerf af vatninu, því að hvor þeirra hafði ílát fullt af vatni. Ég gat séð, að faðir minn fór að verða óþolinmóður, en ég naut þess að horfa á fallegu, ungu stúlkurnar og klæðnað þeirra. Ég held, að ég hafi mest verið hrifin af að heyra þær tala svo hiklaust tungumál, sem ég gat ekki skilið. Ég ákvað á þeirri stundu, að ég skyldi læra það eins fljótt og unnt væri. Ég hygg, að mér hafi skilizt í fyrsta skipti, hve nauð- synlegt er að tala ensku. Þarna stóð faðir minn, sem ekki Sólveig Árnason Jeffery er fædd í Hólshús- um í Húsavík eystri, en fluttist með foreldrum sínum til Vesturheims aldamótaárið. Hún er gift Englendingi, Ben Jeffery, bónda við Marshall, Sask. Þau eiga tvö börn, sem eru gift og búsett í Alberta. — Sólveig leggur stund » málaralist, tónsmíðar og ritstörf í tómstund- um sínum. Foreldrar hennar voru Ástríður Sigurðardóttir frá Bæ í Lóni og Bjarni Árna- son. Þau namu Iand við Kristnes, Sask. Sólveig og maður hennar, Ben Jeffery. 219

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.