Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 14

Æskan - 01.07.1965, Blaðsíða 14
ÆSKAN EftirminniSeg ræða. Við lítið borð í veitingahúsi nokkru sátu eitt sinn fjórir ungir menn sparibúnir. Á borðinu fyrir framan þá voru fjögur glös full af áfengi. Gamall drykkjumaður gekk inn í veitingasalinn til að betla, — til að biðja um peninga fyrir einu glasi af áfengi. Hann nam staðar hjá borði ungu mannanna. Þeir ákváðu að henda gaman að kornu hans, buðu honum staup og bættu svo við háðslega: „Og svo megið þér til með að halda ræðu fyrir okkur." Þegar hann hafði tæmt glasið og lagt það frá sér, virti hann félagana ungu fyrir sér stundarkorn. Og með virðuleik, sem gaf ótvírætt til kynna, að hann hlaut að hafa gegnt ábyrgðarmiklu starfi áður fyrr, stóð hann upp og mælti: „Ungu menn! Þegar ég virði ykkur fyrir mér í kvöld og læt einnig hugann líða til reynslu minnar, er sem ég sjái sanna mynd af mínu glataða lífi, glataða persónuleika. Þessi vesæla vera, sem þið sjá- ið nú hér fyrir framan ykkur, var eitt sinn ekki síður heilbrigð og glæsileg en þið, sem þarna sitjið. Þetta viðbjóðslega og rúnum rista andlit var eitt sinn ekki síður fallegt en ykkar. Og ég eignaðist fallegt heimili og marga vini. Ég átti elskulega konu, en drekkti þeirri perlu í syndaflóði áfengis- nautnarinnar. Ég átti efnileg og ástrík börn, en sá þau veslast upp og deyja, vegna drykkjuskapar og vesaldóms föður þeirra. Já, ég átti lieimili, þar sem sól hamingjunnar skein í heiði, en ég sökkti þeirri sól í eitruðum öldum áfengisins. Ég átti mörg hug- sjónamál og keppti snemma að glæsilegu marki, en áfengið slævði smám saman æskuhugsjónir mínar og manndóm svo mjög, að ég glataði öllu. Nú sjáið þið hér vesaling, sem er rúinn öllu, — eignum, fjöl- skyldu, æru og áliti. Líf mitt er eins og niðdimm nótt, þar sem morgunroði vonarinnar gerir aldrei vart við sig.“ Þegar hann hafði lokið máli sínu, hvarf hann strax hljóðlega út. Ungu mennirnir fjórir sátu lengi hljóðir og alvarlegir. Þeir höfðu vissulega hlotið ærið umhugsunarefni. S. G. Þýtt og endursagt. Danna, sem staðið hafði að baki móður sinnar og athug- að gestina í laumi, fannst nú tími til kominn að láta til sín heyra. Hann skaut sér fram fyrir móður sína, rétti fram höndina og sagði: „Komið þið sæl. Ég heiti Daníel Gunnarsson, kallaður Danni. Geirmundur tók í hönd hans og sagði glaðlega: „Komdu sæll og blessaður. Svo þetta er kaupamaðurinn minn til- vonandi. Þú lítur út fyrir að vera röskur strákur, — ég verð aldeilis ekki hjálparlaus við heyskapinn í sumar.“ „Við skulum vona að hann geti eitthvað snúizt," sagði Sólrún. „En gjörið þið svo vel að koma inn. Elsa litla hlýtur að vera dauðþreytt." Geirmundur þakkaði fyrir, brá sér úr úlpunni og hengdi hana upp. Síðan fylgdust þau feðginin með Sól- rúnu inn í stofuna. „Nú verður þú að tala við gestina, Danni minn, með- an ég legg á borðið. Má ekki annars bjóða ykkur að þvo af ykkur ferðarykið, áður en þið setjizt að borðum,“ spurði frú Sólrún og leit á Geirmund. „Jú, það væri prýðilegt.“ Sólrún vísaði feðginunum á baðið og tók svo til 3 leggja á borðið, og eltir stutta stund sátu þau öll snæddu ljúffenga máltíð. Er máltíðinni var lokið sátu þau og röbbuðu safl1 og fór vel á með þeim. Að lítilli stundu liðinni st' Geirmundur á fætur og sagðist ætla að skreppa út an & oí? '£il finna nokkra kunningja sína, þar sem hugmyndin v' að fara heim daginn eítir, ef þau Sólrún og Danni v3er*J tilbúin. Sólrún kvað þau vera reiðubúin til að leggja ' stað næsta dag. , Geirmundur brá sér út og sótti íerðatösku, er va’ jeppanum. Bað hann Sólrúnu að leyfa sér að hafa fatí skipti áður en hann færi út. Sólrún vísaði honum inn í svefnherbergið og gekk s' an inn í stofuna til Elsu litlu. Telpan kraup í hægin ”.j stól við gluggann og horfði út á götuna. Sólrún gekk hennar, klappaði á kollinn á henni og sagði þýðle£' „Þykir þér gaman að horfa út á götuna, vina mín? 230

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.