Æskan - 01.10.1965, Page 15
HILDUR INGA:
Sumarœvintýri
D ANN A
Jeppann bar fljótt yfir og innan stundar rann hann
1 hlaðið á Hofi.
Geirmundur flýtti sér út. Hann opnaði hurðina fyrir
^lrúnu.
”Gjörið þið svo vel og verið þið velkomin að Hofi.“
, ^örnin og Sólrún stigu út. Elsa litla hafði vaknað rétt
Því að jeppinn rann í hlaðið og var nú hin kátasta
6ftir dúrinn.
, ^eirmundur opnaði húsið. „Má bjóða ykkur að ganga
ílnn. en hræddur er ég um, að ekki sé volgt á könn-
nni>“ sagði hann og hló.
”I*að verða einhver ráð með að bæta úr því,“ sagði
0lrún brosandi.
El
^ |sa litla þreif í höndina á Danna og dró hann með
h lnn í húsið. „Nú skal ég sýna þér lrúsið okkar pabba.
hanni> sjáðu, hér er eldhúsið, hérna er stofan, hér er
heibergið okkar pabba, hér í þessu herbergi eigið þið“ —
þii*1 an(iartak en hélt svo áfram — „þú og mamma
að vera, og hér er og hér er...“ óð hún elginn og
UNGIR vegfarendur.
dró Danna með sér úr einu herberginu í annað, „en
kisu og Snata get ég ekki sýnt þér strax, þau eru hjá
Veigu minni. Pabbi bað hana fyrir þau meðan við vær-
um í burtu,“ hélt hún áfrarn.
„Veiga? Hver er það?“ spurði Danni.
„Hver er Veiga?“ tók hún upp eftir honum og hló.
„Veiga er — bara Veiga, en korndu nú út. Ég skal sýna
þér bæinn hennar.“ Hún hljóp út og Danni á eftir. Þau
staðnæmdust á stéttinni fyrir utan húsið.
„Sjáðu, þarna er bærinn liennar Veigu okkar,“ sagði
Elsa og benti vestur eftir hiíðinni. Danni horfði í sömu
átt.
Á dáiítilli hæð vestan við Hofstúnið var lítili bær.
Hvítmálaður timburstafn með litlum glugga sneri í átt-
ina heim að Hofi. Veggir voru úr torfi og upp úr grasi-
vaxinni þekjunni stóð dökkur rörbútur, sem úr liðaðist
grönn reykjarsúla.
Geirmundur og Sólrún höfðu tekið farangurinn úr
bílnurn meðan börnin ræddust við. Þau höfðu lokið við
að bera töskurnar inn í húsið og komu nú út og stað-
næmdust á stéttinni lijá börnunum.
„Þarna kemur Veiga mín,“ kallaði Elsa litla og þaut
af stað, en hin horfðu á eftir henni.
„Hver er Veiga?“ spurði Sóirún.
„Veiga er gömui vinkona okkar hér á Heiði,“ svaraði
Geirmundur. „Hún býr ein í litla bænum sínum þarna
vestur á hæðinni. Hún er dálítið skrítin, það er að segja,
þeim, sem ekki þekkja hana, virðist hún vera það. Lífið
hefur ekki tekið rnjúkt á henni, vesalingnum. Það lagði
á hana byrði, sem varð henni um megn, og þá varð hún
svona, einræn og undarleg, — ég skal segja ykkur sögu
hennar seinna. Ég bið þig, Danni minn, að vera henni
góður og stríða henni aldrei, því stundum rnissir hún
alla stjórn á sér ef hún reiðist. Nú er hún að koma til
að sjá nýju ráðskonuna mína; hún er vön að gera það og
Faðir segir frá reynslu sinni.
„Þegar Jóhannes sonur minn var fjögurra ára, átti hann leik-
bróður, sem Helgi hét og átti heima beint á móti okkur hinum
megin við götuna. Jóhannes flýtti sér á hverjum morgni til leik-
bróður síns og anaði jjá stundum beint inn í umferðina á götunni.
Við sögðum honum, að hann mætti aldrci fara einn yfir götuna,
en hann gleymdi því jafnóðum. Ég útskýrði þetta fyrir honum
og fór í leik við hann. Ég setti hann við annan vegginn í stofunni
og sagði honum, að hér ætti hann heima. Svo markaði ég ofurlít-
inn reit við vegginn andspænis og sagði honum, að þar ætti Helgi
heima. „Og nú átt þú að hlaupa þvert yfir götuna til hans,“ sagði
ég. Barnavagn var inni í stofunni. Um leið og Jóhannes litli
hleypur af stað, ek ég barnavagninum á hann svo fast, að hann
dettur og hjólin fara yfir hann. Þetta dugði. Hann sá ímynd bíls-
ins í barnavagninum, og upp frá því fór hann aldrei einn yfir
götuna."