Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 3

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 3
*Stijokazt ik Gunnar: Eigum við að koma út og búa til snjókerlingu? Nonni: Hæ, gaman. Það skulum við 8era strax. Gunnar: Vilt þú ekki vera með okk- Ur> Dísa? Dísa: Ég veit ekki, er kalt úti Ulrna? Gunnar: Uss, kalt! Það er alveg h’ostlaust, og snjórinn er alveg mátu- ^ega linur. Komið þið, krakkar. Nonni: Verður snjókerlingin stór? ^vað á hún að heita? Gunnar: Við verðum nú fyrst að skapa hana. öísa: Ef hún verður stór og digur, þá er bezt að við látum hana heita Gilitrutt. Nonni: Þetta getur alveg eins orð- sujókarl hjá okkur. öísa: Við verðum að hnoða liöfuð- lð ahnennilega og búa til augu, munn °g nef. Gunnar: Já, og líka augnabrúnir. Nonni: En hvernig eigum við nú að íara að því? Öísa: Ég skal sækja kolamola niður 1 ^jallara, við höfum þá fyrir augu, °g augnabrúnir getum við líka litað Svartar með kolamola. Hunnar: Og munninn litum við rauðan með rótarbréfi, eða eigum við að hafa hann líka svartan? Nonni: Já, já, það er rniklu betra. hetta ætlar að verða reglulegur tröll- Karl. ■öísa: Ég veit eiginlega ekki, hvort Vlð eigum að hafa þetta fyrir karl eða kerlingu. ^unnar: Þetta er karl, sjáið þið það Hvað eigum við nú að láta hann heita? Dísa: Auðvitað Gunnar í höfuðið á þér, eða þá Jón Gunnar í höfuðið á ykkur báðum. Nonni: Vitleysa, þá held ég hann geti eins vel heitið eitthvað í höfuðið á þér. Gunnar: Já, til dæmis Dísu-fóstri. Dísa: Uss. Nei, annars, við skulum ekki fara að rífast út af þessu. Lítið þið bara á, hvað hann stendur hreyk- inn þarna. Pabbi verður steinhissa, þegar hann kemur heim að borða. Nonni: En við verðum að skíra karlgreyið strax. Dísa: Nú veit ég, hvað hann á að heita. Við skulum ná í svolítið vatn og skíra hann svo í skel, svo að hann dafni vel og kalla hann Glám, hann er svo ljótur. Gunnar: Jæja: það er ágætt. Nonni: En ef það kemur nú rign- ing í nótt, þá verður lítið úr Glámi garminuin á morgun.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.